fimmtudagur, 1. júlí 2004

Kominn í...

bæinn aftur og er rennsveittur hér í TR að reyna að afgreiða þjóðina um bæturnar sem það á skilið. Eða hvað?
Mest sláandi við þetta starf mitt finnst mér hvað margir krakkar eru ungir sem sækja um sjúkradagpeninga. Einn skjólstæðingur sem ég afgreiddi um daginn var fæddur árið 1987 og var að koma úr meðferð, langri meðferð, tæpt ár með smá hléum. Þetta væri kannski nóg en í læknisvottorðinu stóð að viðkomandi væri búinn að eiga við áfengisvandamál frá 11 ára aldri! Hvað er að gerast í þessu þjóðfélagi?

Jæja svo er leikur í kvöld, Tékkland-Grikkland, og að sjálfsögðu halda allir með Tékklandi þar sem að liverpoolmaður er þar fremstur í flokki, Milan Baros. Ég spáði 2-0 í tippleiknum sem Helgi Jóns stendur fyrir. Ég er búinn að missa af lestinni í toppbaráttunni þannig að ég lét Dýu bara spá fyrir leikina í dag og í gær. Hún krækti í 1 stig fyrir mig í gær í Portúgalsleiknum, hún spáði 3-2 fyrir Portúgal en Portúgal vann 2-1, ekki svo fjarri lagi. Nú er bara að bíða og sjá hvort það verði fullt hús stiga í kvöld.

Sláandi frétt hér, heimildamenn mínir segja mér að þetta sé bíllinn hans Krilla/Jonna/Kristjóns bróður tengdamömmu. Þess má geta að það var ekki ég sem var á bílnum þó svo að það stemmi við ferðalög mín á síðasta sólarhring.

Tilvitnun af síðunni hans Sævars vinar míns:
"Ólafur Ragnar Grímsson er eins og strokleður í framan".

Hér er einmitt mynd af Ólafi þegar hann var nýdottinn af hestbaki á Leirubakka, öskrandi og emjandi eins og stunginn grís.


...það er nokkuð til í þessu ef maður spáir í það.

Engin ummæli: