laugardagur, 17. júlí 2004

The Caddy

Fór á Kristján X í gærkveldi með Atla Snæ og Didda félaga hans, frekar slappur stemmari þar á bæ en við gátum kætt okkur með því að drekka gleðivatn. Eftir að heim var komið sátum við Atli við eldhúsborðið að spjalli þar sem aðalumræðuefnið var hvort að hann ætti að panta flug á Netinu til Danmerkur sem var klukkan 7.45 þá um morguninn, Styrmir vinur hans er þar og var búinn að vera að æsa hann upp í það að kíkja á sig. Þegar ég fór að sofa kl. 5 sat hann fyrir framan tölvuskjáinn þungt hugsi, allt mjög fyndið. Hann fór þó ekki á endanum.

Vaknaði kl. rúmlega 10 og rauk út á golfvöll til þess að vera kylfusveinn fyrir Sverri Má þar sem að hann var að spila lokadaginn á Meistaramóti GHR. Hann var þremur höggum á eftir manninum í 3. sæti fyrir lokadaginn og því var takmarkið leynt og ljóst að ná honum og hækka ekki í forgjöf. Þetta tókst hjá honum og gott betur enda með afburða kylfusvein innanhandar. Hefði þó alveg þegið að vera á golfbíl vegna þess að ég er ekki í neinu formi og var vel þreyttur í löppunum eftir þennan ca. 5-6 km. langa göngutúr.

Engin ummæli: