mánudagur, 12. júlí 2004

Útilega/Útileiga/Útilega/Útlega

Góðan daginn hér. Upphaflega hugmyndin í bloggstandinu var að blogga á hverjum degi og hafa þetta einhverskonar dagbók, ég sé það núna að það gengur ekki upp.

Við Dýa fórum í útilegu um helgina.
Staðsetning?: Þrastalundur.
Ferðafélagar?: Ingi(bróðir Dýu), Heiðbjört(kærasta Inga), Sigvarður litli(sonur þeirra), Davíð(stjúpbróðir Dýu), Jökull litli(Sonur Davíðs), Kristín(stjúpsystir Dýu) og Atli(bróðir Dýu) mætti þarna í mýflugumynd. Fínir ferðafélagar alveg hreint.
Matur?: Já takk.
Ölvun?: Já, allavega á föstudagskvöld/nótt/laugardagsmorgun.
Þynnka?: Á laugardeginum já, en samt ekki sú versta.
Gott að sofa í tjaldi?: Nei, engan veginn.
Guðlaugur?: Já, tvisvar.

Guðlaugur = = =

Uppfært: Fyrir þá sem ekki vita þá er Guðlaugur "fulli kallinn" sem er alltaf á þeim svæðum sem fleiri en 20 manns koma saman. Hann kom tvisvar til okkar á tjaldsvæðið og var leiðinlegri í bæði skiptin. Guðlaugur er holdgervingur ömurleikans.


Þetta var ágætt allt saman en það var líka mjög gott að liggja í sófanum á sunnudeginum þegar maður var kominn heim. Með steinsteypta veggi, loft og gólf allt í kring, DVD og heimabíó, ískalt gos með klaka í og afganga útilegunnar til að narta í. Ég hef ekkert á móti útilegum en maður verður að vera vel græjaður.

Það er mikið búið að hlaðast upp hjá mér af umsóknum um sjúkradagpeninga síðustu daga aðallega vegna leti og einbeitingarskorts. Nú er annaðhvort að bretta upp ermarnar og rumpa þessu af eða bara að synja öllum og stinga umsóknunum inní skáp.

ps.
Siggi ef þú ert að lesa, er einhver stigamennska í kvöld?

Engin ummæli: