þriðjudagur, 31. ágúst 2004

Lífið...

Fer í skólann í fyrramálið, valhoppandi með skólatöskuna í annarri og rautt epli í hinni. Finnst eins og ég sé hálfstressaður en það er örugglega einhver vitleysa í mér. Kannski renn ég á bananahýði þegar ég labba inn í salinn og rotast og þetta verður það fyrsta sem ég sé þegar ég opna augun aftur...

Nei enga svartsýni hér og hræðslu! Ég er bestur þangað til að einhver sannar annað! Upp með sjálfstraustið!


"Ég augum lít fólkið, ályktun dreg, 
bara einmanna mannverur rétt eins og ég."

sunnudagur, 29. ágúst 2004

Og svo kom Kaninn...Lítið að gerast þessa dagana. Var að stússast með Sigga Sig á fimmtudag og föstudag, fór austur á Hellu á föstudagseftirmiðdag í sveitasælu og leti. Tók nokkra öl og Kana með mömmu, pabba og Dýu á föstudagskvöldinu, ágætt að rifja Kanann upp aðeins hef ekki spilað hann í mörg herrans ár. Var sigurvegari kvöldsins, var mest hissa á því sjálfur.

Svaf vel út á laugardagsmorgun, horfði á alla þrjá leikina í enska boltanum, gluggaði í námsbækur og tók því rólega. Á laugardagskvöldi var farið aftur í Kana en nú með húsráðendum á Þrúðvangi 22, Dýrfinnu og Þóri. Var lúser kvöldsins, og var ekkert hissa á því sjálfur. Veit einhver þarna úti hvað Kani, eða sambærilegt spil, heitir á ensku?

Hef ekki lyst á því að tala um Liverpool.

Lifið heil.

miðvikudagur, 25. ágúst 2004

Mokstur og lestur

Eftir vinnu á mánudaginn tókum við Atli skorpu í mokstri úti í garði hjá honum, okkur fannst yfirborð jarðvegsins á lóðinni hans fullhátt og því tókum við þá ákvörðun að við þyrftum að lækka það um 30 cm. eða svo. Þessi mokstur getur þó eitthvað tengst því að hann ætlar að setja upp pall í garðinum hjá sér á næstu dögum.

Fór svo í gær og keypti mér eitthvað af námsbókum fyrir veturinn. Gat ekki stillt mig um að gæða mér á bókinni "Réttarfar í hnotskurn" sem fjallar um réttarfar, í hnotskurn semsagt... Núna veit ég allt um héraðsdómstóla, hæstarétt, landsdóm, gerðardóm, félagsdóm, kjaradóm, djöfuldóm og sjúkdóm.

Clinton kom og hreif landann og þar á meðal mig, það er eitthvað við þennan mann sem hrífur mann. Hann er ekki þessi týpíski pólitíkus að hlusta á.Annars er ekki mikið sem mér liggur á hjarta eins og er. Bloggandinn er ekki yfir mér þessa dagana, hann hlýtur að láta sjá sig innan tíðar.

mánudagur, 23. ágúst 2004

Síðasti og sísti dagurinn

Fór austur á föstudaginn og endaði uppí Þjórsárdal þar sem við gistum eina nótt í útilegu. Þetta var stutt og laggott ferðalag. Fámennt en góðmennt þarna uppfrá og ég drakk alltof mikinn bjór. Skelþunnur á laugardeginum. Síðasta útilega sumarsins hjá okkur Dýu spái ég.

Á laugardeginum var akkúrat EKKERT gert og þá er það upp talið.Á sunnudeginum fórum við Dýa í bæinn í klippingu til Maríu og þar gleymdi ég pokanum.

Ég er búinn að semja um það við ráðendur í TR að þetta verði síðasti dagurinn minn hér og er ég mjög ánægður með að það náðist í gegn. Ekki það að ég sé óánægður hér heldur er bara svo mikið að gera á öllum vígstöðvum að ég verð bara að fá nokkra góða daga án Guðnýjar áður en skólinn byrjar.

Draumdeildin er farin af stað aftur og eru sumir ánægðir eftir helgina og aðrir síður vænti ég. Gunnar Þóris er efstur í hópnum okkar og Haddi Thor er neðstur eins og hann var sjálfur búinn að spá fyrir um.


Wengers understudy. 410
Góðbjór Albions 400
F.C Tinni 350
Houllier 340
Winchtestertonfieldville Wallabees 330
Mendozas fat dogs 290
Komaso! 280
Hudz F.C 270
Scotland FC 260
Butts_BlingBling 250
Gúrkan 250
Ólafsrauður 240


Ég ríð ekki feitum hesti eftir þessa umferð, er í 1186. sæti af 3394 keppendum en var í 47. sæti eftir fyrstu umferðina sem fór úrskeiðis vegna tæknilegra örðugleika. Bendi þó á að mér taldist til að ég væri með 300 stig en ekki 280 í þessari umferð með Komaso!. Kemur í ljós.


Bendi svo fólki á sem hefur séð þessi málverk hér að neðan nýlega að það er verið að leita að þeim úti í Osló.


föstudagur, 20. ágúst 2004

Yessssssss!Svona var svipurinn á mér þegar ég fór inná Draumaliðssíðuna áðan. Guðni veit afhverju.
Múúúúúhahahahahahahaaa!
Múúúúúúúúúúúúúúúúú ha-ha-ha-ha-haaaa!

Liverpool sign Garcia

Breaking News

Liverpool have signed Luis Garcia from Barcelona for £6m subject to a medical, according to the Spanish club.
Garcia, 23, could become the third player to arrive at Anfield from La Liga this week as new boss Rafael Benitez plunders his home country.
Real Madrid's Antonio Nunez has already signed and Xabi Alonso of Real Sociedad could follow soon.

Garcia plays up front or on the right and will add depth to an attacking department which has lost Michael Owen.


Nú er mér farið að lítast á hópinn, hefði samt viljað bæta einum varnarmanni við pakkann. Ekki öll nótt úti enn með það.


fimmtudagur, 19. ágúst 2004

Frí í fríinu

Nú er skólinn óðum að nálgast og ekki laust við að maður sé að fá smá fiðring. Það virðist ekkert breytast þó að maður sé að slaga í þrítugt, ætli það sé ekki bara eðlilegt. Er þessa dagana að reyna að redda mér bókum að láni eða ódýrt og hér fyrir neðan er bókalistinn ef þið skilduð vera með eina af þessum bókum uppi í hillu eða í hanskahólfinu í bílnum.

Inngangur að lögfræði haust 2004

Lesefni.
1. Andri Árnason: Réttarfar í hnotskurn. Rv. 2003.
2. Ólafur Lárusson (Andri Árnason sá um útg.): Kaflar úr kröfurétti Ólafs Lárussonar. Rv. 2003.
3. Andri Árnason: Þættir úr persónurétti. Rv. 2001 (fjölrit).
4. Arnljótur Björnsson: Skaðabótaréttur. Rv. 1999.
5. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944.
6. Róbert R. Spanó: Almennt um refsiheimildir og skilyrði refsiábyrgðar. Rv. 2004 (fjölrit til kennslu).
7. Róbert R. Spanó: Stjórnsýslukerfið og meðferð mála fyrir stjórnvöldum - samantekt. Rv. 2004 (fjölrit til kennslu).
Almenn Lögfræði haust 2004

Lesefni.
1. Ármann Snævarr: Almenn lögfræði. Rv. 1989 – ljósprentað fjölrit valinna kafla til kennslu.
2. Davíð Þór Björgvinsson: Lögskýringar. Rv. 1996 eða síðari útg.
3. Sigurður Líndal: Um lög og lögfræði, grundvöllur laga – réttarheimildir. Rv. 2002.
4. Sigurður Líndal: Inngangur að lögfræði III. Þjóðréttarreglur I., II. og III. Að mestu óbr. frá hausti 1999.
5. Sigurður Líndal: Um birtingu laga og annarra fyrirmæla. Úlfljótur, 2. tbl. 57. árg. 2004. (Væntanlegt í september nk.)
6. Skúli Magnússon: Hin lagalega aðferð og réttarheimildirnar. Rv. 2003.

Hliðsjónarefni:
7. Jón Steinar Gunnlaugsson: Um fordæmi og valdmörk dómstóla. Rv. 2003.
8. Skúli Magnússon: Fordæmi Hæstaréttar og EFTA-dómstólsins. Úlfljótur 2002, 2. tbl., bls. 191.


Þetta er óneitanlega spennandi listi og ég get ekki beðið eftir því að rífa þessar bækur í mig! Þetta verður mikill lestur og mig hlakkar jafn mikið til og mig kvíðir fyrir. Fékk ráð hjá vini frænda míns, Gunnari Erni, hann sagði; "bara lesa eins og tittlingur og massa beinagrindurnar!". Skilaboð móttekin.Menn geta enn skráð sig í Draumadeildina og ég hvet menn til þess hér með. Það gladdi mig að sjá að Sævar gaur hefur fengið skilaboðin frá mér og er hann eigandi liðsins "Butts_blingbling". Hann vill vinna keppnina en ég held að það sé alveg vonlaust hjá honum, hann heldur með Manchester United og það segir allt sem segja þarf.


Alveg var það dæmigert að Íslendingar myndu vinna Ítali í gær eins og allir vita. Þetta er yfirleitt alltaf þannig með íslensk landslið að þau gera hið ótrúlega þegar enginn býst við því af þeim, eins og í gær. Svo byggjast upp væntingar hjá landanum og það fer umræða í gang í fjölmiðlum um það að "við getum sko unnið hvaða stórþjóð sem er á góðum degi". Næsti leikur er 4. september að ég held og er hann í undankeppni HM 2006, alvöruleikur semsagt. Þá mætti segja mér að við myndum tapa eða skíta almennt á okkur í þeirri undankeppni vegna þess að þá er pressa og það þolum við ekki virðist vera. Liðin með okkur í riðlinum eru Svíðþjóð, Króatía, Búlgaría, Ungverjaland og Malta. Íslensk íþróttalið virðast þrífast á vonleysi eins undarlega og það kann að hljóma.


Nú er búið að lána El-Hadj Diouf (eða hvernig sem það er skrifað) til Bolton og fagna ég því. Hann virðist vera spjátrungur og ég vona að hann standi sig frábærlega hjá þeim svo að við getum selt hann á buns of money seinna.


Langar líka að benda á ömurlegan dagskrárlið á Sýn í kvöld sem ég get ekki ímyndað mér að markhópur Sýnar hafi áhuga á, þeir hafa sennilega ruglast við það að tapa baráttunni um Enska boltann:
21:00 Sven and Me - Kvennabósinn Sven Goran
Sven Goran Eriksson hefur náð góðum árangri með enska knattspyrnulandsliðið. Hann er samt mjög valtur í sessi enda er einkalíf hans í skrautlegra lagi. Ítölsk unnusta hans til marga ára gaf Svíanum loksins reisupassann eftir enn eitt framhjáldið. Í fyrra svaf Sven Goran hjá veðurfréttastúlka en nýjasta viðhaldið er ritari hjá enska knattspyrnusambandinu. Hún heitir Faria Allam og segir hér sína hlið á málinu í opinskáu viðtali.
Jesús minn.


Ég fer á Hellu á morgun og ætla ekki að taka þátt í Menningardegi/nótt. Hefði verið til í það undir öðrum kringumstæðum en ég held bara að það sé komið nóg af þessu útstáelsi í sumar, það hefur varla ein helgi dottið út dagskrárlaus. Ég ætla bara að sitja á naglabrettinu mínu um helgina með handklæði um hausinn og íhuga.


Og einn brandari í lokin í tilefni af ólympíuleikunum:
George W Bush begins his speech to open the Olympic Games. "Ooooooo! Ooooooo! Ooooooo! Ooooooo! Ooooooo! An aide comes over and whispers: "Mr President, those are the Olympic rings, your speech is below!"miðvikudagur, 18. ágúst 2004

Heimtur úr helju

Hremmingar síðustu tveggja daga hafa haldið mér algjörlega frá alnetinu. Kom að austan snemma á mánudagsmorgun og náði þá tannpínan sem ég var búinn að vera með síðustu 2-3 vikur einhverskonar hámarki og varð ég frá að hverfa úr vinnu fyrir kl. 9 þann morgun. Verkjatöfluátið var komið fram úr hófi og þær voru hættar að vinna á verknum. Var búinn með 7 töflur af sterkustu gerð fyrir kl. 10 á mánudagsmorgun og var enn illt. Dýa pantaði tíma fyrir mig á stofunni sinni því að ég held að minn gamli tannlæknir hafi orðið gjaldþrota vegna langrar fjarveru minnar...ég hræðist fátt meira en tannlækna.Töðugjöldin voru fín, var rólegur á föstudagskvöldinu en fékk mér aðeins í tánna með Inga Frey, bróður Dýu, bara heima í rólegheitum. Á laugardeginum var farið og horft á knattspyrnumót sem var haldið á Helluvelli og liðið sem ég hélt með, Sir Drinkalot, tapaði öllum sínum leikjum nema einum sem fór jafnt.

Svo fórum við Atli um kvöldmatarleytið og hittum Elís og Sigga í Félagsheimilinu uppá Gaddstaðavelli, vorum þar eins og hálfvitar með alltof mikið vín. Kvöldvakan var ekki minnisstæð og skemmtiatriðin voru æði misjöfn, á tímabili var maður ekki alveg með á hreinu hvort að þau væru almennt byrjuð.

Draumadeildin fór vel af stað fyrir mig og Guðna, Guðni djöfull var með Jay-Jay Okocha í liðinu en ég tók hann út úr liðinu mínu á síðustu stundu...#"!?(&=/!"%=/$!"#!"! Guðni er staddur í 26. sæti á "landsvísu" með 420 stig eftir þessa fyrstu umferð og er það gæsilegur árangur en það eru 3036 lið skráð í keppnina þegar þessi orð eru rituð. Ég er með þrjú lið í keppninni en aðeins eitt í hópnum Apollon, eitt af liðunum mínum er með 380 stig í 78. sæti á landsvísu. Guðni, ég skal ná þér...Ég hvet menn til að láta vita hver er eigandi hvers liðs, það eru ekki allir sem lesa þessa síðu mína sem eru að keppa en ég tel að meirihlutinn geri það. Ef þú veist hver á eitthvað lið láttu þá vita hér í comments.

Eigendur sem ég veit um:

Mendozas fat dogs 410 = Guðni
Komaso! 320 = Ég
Winchtestertonfieldville Wallabees 290 = ???????
Wengers understudy. 280 = Gunnar Þóris.
Góðbjór Albions 260 = Kiddi Nonni.
Houllier 250 = ??????
Butts_BlingBling 240 = Sævar háfjallahundur
Ólafsrauður 210 = Haddi Thor.
Gúrkan 180 = Bjössi
Hudz F.C 130 = Höddi
Scotland FC 0 = ???????
F.C Tinni 0 = ??????

föstudagur, 13. ágúst 2004

Í vikulok

Two Gay Guys are walking through the San Diego zoo. They come across the gorilla cage and notice that the male gorilla has a massive erection. The gay men are fascinated by this. One of the men just can't bear it any longer, and he reaches into the cage to touch it.

The gorilla grabs him, drags him into the cage, and mates with him for six hours, non-stop, while the zoo attendants helplessly stand by. When he's done, the gorilla throws the man out of the cage. An ambulance is called and the man is taken away to the hospital.

A few days later, his friend visits him in the hospital and asks, "Are you hurt?" "Am I hurt... AM I HURT?" the patient shouts. "Wouldn't you be!? He hasn't called. He hasn't written..."

Töðugjöld 2004

Hér fyrir neðan er dagskrá Töðugjalda um helgina. Er ekki búinn að skoða hana mikið en sá þegar ég renndi yfir þetta að hljómsveitirnar Æla og Hölt hóra eru að spila á föstudagskvöldið, held að ég sleppi því að kíkja á það. Svo er Beljubingó(?!) á laugardeginum, mig langar að sjá það. Atli Snær verður ánægður að sjá goðið sitt, Gísla Einarsson, fara á kostum í kvöld, föstudagskvöld, með átthagaorgíu einhverja. Góða helgi mannfólk.
Fimmtudagur 12. ágúst
Kl. 20:00
Tónleikar í Hellum á Landi.
Tvöfaldur kvartett úr Öðlingum syngja fjölbreytt sönglög undir stjórn Halldórs Óskarssonar. Einsöngur; Gísli Stefánsson.
Aðgangseyrir kr. 500,- pr mann.

Föstudagur 13. ágúst
Í samstarfi við Töðugjöld veður víkingahátíð, á Sögusetrinu á Hvolsvelli.
Kl.18:00 við Sögusetrið
Víkingamarkaður, matur, handverk, sverð og skildir, spákona, hestaleiga og Njáluferðir
Kl. 18:00 – 20:00) Ormsvellir
Víkingagarður fyrir börnin, flatkökubakstur yfir opnum eldi, kappleikar, reiptog, grjótkast, leiga á sverðum, skjöldum og búningum á börnin..
,,Leggir og skeljar” samkeppni í búgarðagerð, heygaltar til að ærslast í, víkingar verða með börnunum.
Kl. 20:00
Forsvarsmenn sveitarfélaga í Rangárþingi keppa í landnámi og það á algjörum jafnréttisgrundvelli.
Sögualdarskálinn
Léttar veitingar, viðeigandi drykkir, söngur og sannkölluð fornmanna-stemning. Bjarni Harðarson, ritstjóri Sunnlenska og Rangæingur og Gísli Einarsson, ritstj. Skessuhorns og sjónvarps-fréttamaður ,,fara á kostum” í átthaga-ánægju sinni .
Njálsbrenna

Kl. 20:00-00:00 Gaddstaðaflatir
Í samstarfi við Töðugjöld hafa þrír ungir menn, Sigurjón, Hrafnkell og Arnór skipulagt tónleikum sem þeir hafa kosið að gefa nafnið Anti Hnakk Fest.

Kl. 20:00 og til miðnættis:
Hljómsveitirnar sem spila á Anti Hnakk Fest eru Hölt Hóra, Æla, Lokbrá, Shoot 2 kill, Hr. Möller hr. Möller, Gavrilo Princip, Út-exit, 4stórir, Pind, Mania, og fleiri.
Anti Hnakk Fest mun verða á föstudaginn og á laugardaginn.
Gjald á tónleikana kr. 1.000,-

Hljómsveitin Ernir leika fyrir dansi í tjaldi en Bandamenn á Gaddstaðaflötum á miðnætti.
Aðgangseyrir á þessa dansleiki kr. 1.500,-

Laugardagur 14.ágúst
Kl. 10:00-17:00 Rangæingabúð á Gaddstaðaflötum
Sölumarkaður
Kl. 12:30.
Íþróttin Boccia kynnt af Íþróttafélag Fatlaðra, Suðri á Selfossi og fólki leyft að spreyta sig
Kl. 14:00.
Rangæingabúð vígð
Hestasýning
Kassabílarallí
Andlitsmálun fyrir börn
Söngvakeppni barna yngri en 12 ára
Gömul handbrögð sýnd
Góðakstur traktora
Stóðhestur að störfum
Beljubingó
Jóki trúður á línuskautum
Leitin að saumnál í heystakki
Stultuhlaup
Keppni og kynning á fjarstýrðum bílum (RC).
Leiktæki fyrir börn og hestaleiga á svæðinu.

Kl. 14:00 - 17:00, Bumbuboltamót 18+ Helluvelli
Boðað er til knattspyrnumóts 18 ára og eldri. Leikið verður í 1-2 riðlum eftir fjölda þátttakanda í sjö manna liðum. Leikið 2 x 12 mín. Veglegur bikar til eignar verður í verðlaun. Þáttökugjald 7.000,-á lið. Skráning í síma 893 0233 / 893 4721 eða á netfang kfrang@kfrang.is, fyrir kl. 18:00 á föstudag.

Kl 17:00. Æskulýðsmessa Rangæingabúð
Sr. Halldóra J. Þorvaldsdóttir messar.
Tónlist í höndum hjónanna Auðar Halldórsdóttur og Jens Sigurðssonar

Kl. 18:00-19:30 Barnaball í Rangæingabúð. Frítt inn.

Kl. 18:00
Matreiðslumeistarinn Anton Viggósson með grillveislu,-býður uppá lambalæri og meðlæti.
Verð kr 1.500,- pr.mann

Kl. 20:30. Gaddstaðaflötum
Kvöldvaka:
Hreimur frumflytur Töðugjaldalagið 2004 ásamt hljómsveitinni Ernir.
Rangæskir hagyrðingar
Fimmundasöngur
Kaffibrúsakarlarnir.
Vinningslagið úr söngvakeppni barna frá því fyrr um daginn.
Bubbi eftirherma
Afhending Hornsteina og Heimshorns en þetta er samstarfsverkefni Töðugjalda og Sunnlenska fréttablaðsins
Afhending verðlauna
Jóki trúður á línuskautum.
Brekkusöngur.
Frændurnir Ísólfur Gylfi Pálmason og Árni Johnsen.
Varðeldur.
Flugeldasýning

Kynnir á kvöldvöku verður Felix Bergsson

Eins og hinir leika í tjaldi en Bandamenn í húsi.
Aðgangseyrir að dansleikjum kr. 1.500,-

Sunnudagur 15.08
Kl. 11:00
Töðugjaldaguðsþjónustan í Oddakirkju.
Prestur sr. Sigurður Jónsson
Kirkjukórar Odda og Þykkvabæjarsókna syngja. Undirleikari er Nína María Morávek.

Keppni RC bíla á nýrri braut við Gaddstaðaflatir.
(tímasetning auglýst síðar)

Kl. 13:30-17:00
Eftirtalin fyrirtæki og bóndabæir bjóða gestum í heimsókn:
Þorvaldseyri
Voðmúlastaðir
Landgræðsla Ríkisins
Sögusetrið
Kl. 21:00
Töðugjaldaguðsþjónusta í Þykkvabæjarkirkju
Prestur sr. Sigurður Jónsson
Kirkjukórar Odda og Þykkvabæjarsókna syngja. Undirleikari er Nína María Morávek.
Nánar á www.atvinnuferda.is

Gjald á tjaldsvæði kr. 500 pr mann.

Af BBC vefnum

Real 'set to sign Owen'

Liverpool striker Michael Owen will join Real Madrid in an £8m plus player deal according to a source close to the club, BBC Five Live has reported.

As well as the fee, it is believed Liverpool will also receive right-sided midfielder Carlos Nunez.

So far there has no been no official confirmation from either club.


8 millur plús Carlos Nunez, voðalega finnst mér það eitthvað þreyttur díll.
Þá gæti maður spurt; "Hver er Carlos Nunez?" Hér er svarið.


fimmtudagur, 12. ágúst 2004

Ég fordæmi þessa tegund!

Þetta þoli ég ekki! Var að afgreiða umsókn hér í deildinni minni í TR frá listamanni sem varð "óvinnufær" vegna ofnotkunar á áfengi. Vel rúmlega þrítugur maður sem er ekki búinn að borga skatta síðan 1997! Sumir gætu haldið að ég væri að ýkja en svo er ekki, það er akkúrat ekki króna búin að koma frá þessum manni í 7 ár í ríkiskassann, ekki 1 króna. Svo verður greyið óvinnufært og vill að við, ég og þú, greiðum honum dagpeninga fyrir það í fjóra mánuði sýnist mér! Óvinnufært frá hverju spyr ég? Engu? Að öllu jöfnu hefði ég sótt gamla synjunarstimpilinn niðrí kjallara en ég varð að samþykkja umsóknina vegna þess að hann fór í inniliggjandi meðferð á Vogi og er því samkvæmt skilgreiningunni að ráða bót á meinum sínum. Þið megið kalla mig svartsýnan pung sem er búinn að missa trúna á mannkynið en ég tel að það séu meiri líkur á því að hann sé orðinn svangur og það sé nýbúið að sparka honum úr kitrunni sinni afþví að hann borgaði ekki leigu. Já, það er erfitt að vera listamaður.

Aldrei geisar reiði án ranglætis.

miðvikudagur, 11. ágúst 2004

Denzill og Draumalið

Hitti Bjössa, Palla og hæstvirtan Forsætisráðherra Góðbjórs á Players í gær þar sem við horfðum á Liverpool vinna Graz AK á Arnold Schwarzenegger vellinum í Austurríki. Leikurinn fór 0 - 2 fyrir Liverpool og vannst það nokkuð létt sýndist mér, engin snilld sem var þarna á ferðinni en það er þó allur annar bragur á liðinu eftir að Houllier fór þangað sem sólin skín ekki.

Fór svo heim og þar horfðum við Dýa á vídeóspólu sem hét "Out Of Time" með Denzel Washington í aðalhlutverki en hann fer alltaf svolítið í taugarnar á mér, veit ekki alveg hvað það er. Held að það sé eitthvað í sambandi við munninn á honum og svo held ég að hann ofleiki soldið, hann brosir svo MIKIÐ þegar hann brosir og verður svo ROSALEGA ILLUR á svipinn þegar hann verður reiður. Æ ég veit það ekki.Annars minni ég menn bara á Draumaliðsleikinn sem er talað um hér aðeins neðar á síðunni, mjög einfaldur leikur og auðvelt að skrá sig inn. Spyrjið mig bara ef eitthvað vefst fyrir ykkur í þessu. Það er eitthvað bögg með "hópasystemið" en ég er búinn að tala við forritara síðunnar sem ég kannast við og hann sagðist ætla að laga þetta sem fyrst, hann vissi ekki af því.

Svo legg ég til að þessi græja verði sett upp á öllum skrifstofum, ég veit að Bjössi er sammála mér í því, sjá mynd:


þriðjudagur, 10. ágúst 2004

MSN

Var loksins að downloada MSN í vinnunni.

Er með gunnaron@hotmail.com

Draumadeild?

Verðum við ekki að vera með draumadeild í vetur einhverjir félagar? Því fleiri því betra. Stelpur mega ekki vera með. Farið inn á þessa síðu http://eyjafrettir.is/draumalid/ og stofnið lið, þið þurfið ekki að velja menn í liðið strax en passa þó að gera það fyrir fyrsta leik, semsagt fyrir helgi. Þegar þú ert búinn að stofna lið getur þú valið um að "ganga í hóp".

Ég bjó til "hóp" sem við getum verið í.

Hópurinn heitir: Apollon (valið í flettistiku inná síðunni)
Lykilorð hóps er: paprika (allt litlir stafir)


Tilkynntu skráningu þína í comments hér fyrir neðan. Allir með! Já líka þú!

Reglurnar í leiknum eru einfaldar og eru hér fyrir neðan:

1. Þátttakendur velja lið sitt úr leikmannahóp Ensku úrvalsdeildarinnar. Hvert lið samanstendur af 11 leikmönnum:
1 Markmanni

4 Varnarmönnum

4 Miðjumönnum

2 Sóknarmönnum

Heildarverðmæti liðs má ekki fara yfir £53.000.000 millj. punda.

Aðeins er heimilt að hafa 3 leikmenn úr hverju félagi í liði sínu.

2. Lið fá stig eftir frammistöðu leikmanna sinna Ensku úrvalsdeildarinnar.

Markmaður
Í liði sem heldur hreinu 30
Hvert mark sem liðið fær á sig -10
Hvert skorað mark 80

Varnarmaður
Í liði sem heldur hreinu 30
Hvert mark sem liðið fær á sig -10
Hvert skorað mark 60

Miðjumaður
Í liði sem heldur hreinu 0
Hvert skorað mark 40

Sóknarmaður
Hvert skorað mark 20

Spilar allan leikinn 30
Byrjar inn á en skipt út af 20
Kemur inn á í leik 10

Leikmaður sem fær gult spjald -30
Leikmaður sem fær rautt spjald (2 gul = rautt) -80
Leikmaður sem skorar sjálfsmark

35 krónur og 61 eyrir!!!!!!!!!!!!!!!!!

Kíkti á Bjössa í gærkveldi, fengum okkur smá öllara og fórum yfir stöðuna. Hann er búinn að vera að "gæda" og veiða í hinum ýmsu veiðiám landsins í sumar eins og önnur sumur. Er ekki búinn að sjá hann alllengi og því brá mér í brún þegar ég sá hann í gær! Hér fyrir neðan er mynd af honum með veiðistöngina:Annars var að berast hér stórfrétt í hús á meðan ég var að skrifa! Var að fá þau skilaboð í gegnum fjarskiptatæki mitt að það væri búið að redda fyrir mig miðum á 50 Cent tónleikana sem verða haldnir þann 11. ágúst næstkomandi í Laugardalshöll (á morgun semsagt). Mikki mágur á heiðurinn að þessum reddingum en ég hafði minnst á þetta við hann í einhverjum flimtingum á Apavatni fyrr í sumar, miklu meira í gríni en alvöru. Þetta voru einu tónleikarnir sem mig langaði á í öllu þessu tónleikaflæði sem ríður hér íþróttahúsum í sumar. Mikki er hér með útnefndur yfirsnillingur og er hann vel að þeirri nafnbót kominn. Wazzzup niggaaaa!!!Og já veðrið, það er bara rugl sýnist mér.


Owen linked with Madrid

Þegar þetta er komið á BBC síðuna þá er eitthvað að gerast. Djöfull verður spennandi að sjá hvort að hann spilar í kvöld.Michael Owen career profile Liverpool striker Michael Owen is considering a move to Real Madrid after contract talks with the Reds broke down, according to newspaper reports.
Real are said to be willing to pay £10m and throw in Fernando Morientes or Samuel Eto'o in a deal worth £25m.

Owen's contract at Liverpool runs out at the end of this season and he would be able to leave on a free transfer.

Liverpool may avoid using Owen in their Champions League game against Graz AK to avoid him being cup-tied in Europe.

The 24-year-old England forward had said he was close to signing a new contract, but reports say the two parties have been unable to come to an agreement.
Liverpool boss Rafael Benitez earlier refused to be drawn on rumours that Owen's future depends on whether he plays against Graz AK on Tuesday.
Owen, who has also been linked with Barcelona, has been holding talks over a two-year contract extension.

If he does not it is because another player is considered better, nothing more than that
Reds boss Rafael Benitez Benitez said: "I have nothing to say about his contract. Michael has travelled and I can use him if I want."

If Owen was to play against Graz it would lower his value in the transfer market since any interested clubs would not be able to play him in Europe this season.

Benitez added: "For me it is important for this match that I do not talk about individual players.
"My job is to pick the best team for this big match which is very, very important to us.
"I will decide during the night my team and formation. All the 19 players here can play."I can pick him and if he plays it is because he is the right player for the game. If he does not it is because another player is considered better, nothing more than that.
"I do not name my teams until the day of the game and this team will not be named until 30 minutes before the game."

Owen had previously hinted that the arrival of new manager Rafael Benitez has swayed his decision to stay at Anfield.

Last week he implied he was on the brink of signing a new deal but he has been cagey in recent days, leading to speculation that his talks with the club have hit a snag.

mánudagur, 9. ágúst 2004

Owen á leið frá Liverpool?

Nýjustu fréttir frá fréttaritaranum Birni Kr. Rúnarssyni sem staddur er á Internetinu.

Viðræður milli Liverpool og Michael Owen um framlengingu á samnings leikmannsins eru komnar í hnút eftir að fréttir bárust af áhuga stórliða Real Madrid og Barcelona á Owen. Samningur hans við Liverpool rennur út næsta sumar en Owen vill ekki fara frá liðinu á frjálsri sölu og því þyrfti liðið að selja leikmanninn sem fyrst til að fá kaupverð fyrir hann. Líklegt þykir því að Owen muni ekki spila leikinn gegn Grazer AK í undankeppni Meistaradeild Evrópu í kvöld(hmmm...???) þar sem Owen yrði ekki löglegur með öðrum liðum en Liverpool í Evrópukeppninni, sem myndi eflaust hafa áhrif á áhuga spænsku liðanna á honum.


Með pening inná kuntunni?

Hvað er að gerast?! Fór útí sjoppu áðan og ég fékk svona flash-back frá því að ég var á Spáni síðast, þvílíkt Suður-Evrópu loftslag einhvernveginn. Og þar fyrir utan þá vaknaði ég við þrumuhljóð á Hellu í nótt sem er ekki venjulegt og ég man ekki hvenær ég heyrði þrumuhljóð síðast. Fyrir utan þetta í nótt.
Við þetta hlýindaskeið má búast við að áhyggjur verkkaupa í Kárahnjúkum minnki ekki, verður athyglisvert að fylgjast með því öllu saman. Það hlakkar væntanlega í jarðvinnuverktökum og öðrum verktökum þarna uppfrá sem vinna örugglega dag og nótt þessa dagana til að stöðva vatnsflauminn.Fór annars með Dýu og Tinnu frænku í afmæli til Mikka á föstudagskvöldið. Þar hittum við fyrir meðal annarra Rúnar og Möggu, Frikka og Möggu, Vedda Gauta og allskonar fólk. Þetta var mjög gaman, talaði mikið við Vedda og var það mjög athyglisvert og mál til komið að hitta hann öðruvísi en á einhverjum hlaupum.

Eftir afmælið fórum við nokkur á flandur um bæinn. Fyrst fórum við á Grand Rokk og stoppuðum þar ákaflega stutt, hitti Himma vin hans Palla þar og Maximo Ortega snilling frá Ekvador sem er gamall vinnufélagi minn og vinur. Þess má geta að orðið "cuenta" á spænsku þýðir "bankareikningur" á íslensku (borið fram "kunta") og hann fékk að kynnast því á sínum fyrstu árum á Íslandi í bankaviðskiptum sínum þegar hann var að blanda saman ensku, spænsku og íslensku. "Ég ætla að leggja þessa pening inná kuntuna mína" sagði hann saklaus og hjartahreinn í nokkra mánuði við gjaldkerann í viðskiptabankanum sínum. Þegar hann komst að því hvað var vitlaust í þessari málfræði þá fattaði hann afhverju það var alltaf brosað svona extra mikið til hans þegar hann kom í bankann.Svo var haldið á Pravda, sem ég var mjög mótfallinn, og sem betur fer kom einhver andstyggð á liðið um leið og við stigum þar inn í anddyrið og við fórum frekar á Hressó. Þar hitti ég Palla Guð og seinna Rúnar Pálmars. Vorum þar inni í dágóða stund þangað til að Bakkus yggldi brýrnar og við fórum út. Svo var tekið stutt stopp á Sólon og síðan farið að sofa enda orðið löngu tímabært.

Það þarf varla að nefna það en það er leikur, GAK V LIVERPOOL, á þriðjudagskveldið kl: 18.45 og því spyr ég menn; hvar á að horfa? Ég ætla á einhvern pöbb sennilega. Notið commentakerfið.

sunnudagur, 8. ágúst 2004

Keane

Langaði að deila lagi sem ég er með á heilanum þessa dagana, hljómsveitin er Keane og lagið heitir "Everybody's Changing". Um leið er ég að gera tæknilega tilraun til þess að vera með gögn á heimasíðusvæði og linka inná þau. Tek fram að þetta er íslenskt niðurhal. Ef þú vilt downloada laginu inná tölvuna þína þá skaltu hægrismella á linkinn hér fyrir neðan og velja "Save Target As...".

Smellið á þennan link til að sækja lagið(ca. 6 MB):
Everybody's ChangingKeane - Everybody's changing

You say you wonder you're own life
But when I think about it,
I don't see how you can.
You're aching, you're breaking
And I can see the pain in you eyes.
'Cos everybodys changing and I don't know why.

So little time.
Try to understand that I,
Try to make a move just to stay in the game
I try to stay awake and remember my name, but
Everybody's changing and I don't feel the same.

You're gone from here, starting to disapear,
Fading into beautiful light
'Cos everybodys changing and I don't feel right.

So little time.
Try to understand that I,
Try to make a move just to stay in the game
I try to stay awake and remember my name, but
Everybody's changing and I don't feel the same.

So little time.
Try to understand that I,
Try to make a move just to stay in the game
I try to stay awake and remember my name, but
Everybody's changing and I don't feel the same.

Oh, everybody's changing and I don't feel the same.

föstudagur, 6. ágúst 2004

Djammæli

¡Buenos días todo! Hoy es el viernes y eso es muy bueno. Tengo una naranja en el bolsillo de mis pantalones. ¿Entiende usted? Usted es una persona muy estúpida.
Ef þið viljið vita hvað stendur þarna þá bendi ég á þessa síðu: www.freetranslation.com.

En að allt öðru. Dýa kom í bæinn í gær, ég sótti hana á Selfoss eftir að Ólöf skutlaði henni þangað, kann ég henni bestu þakkir fyrir, alltsvo Ólöfu. Við skoðuðum hluta af Reykjavík síðdegis og fram á kvöld og fórum svo á Café Viktor að smakka bjórinn þar, Siggi Sig og Hjördís Guðrún voru einnig með í för. Elís Aðalönd kíkti einnig á okkur í rauða jakkanum sínum og með pípuhattinn og við fórum yfir stöðuna með honum.


Nú fer Hommastoltshelgin að flæða yfir og verður því örugglega líf í tuskunum í kvöld og annað kvöld í bænum. Hommar og lesbíur eru mjög eðlilegt fólk eins og sést mjög vel á þessu Gaypride-dögum. Ég hef ekkert á móti hommum og það sést best á því að margir af mínum bestu vinum eru hommar.


Annars er fyrirhugað að heiðra Mikka mág í kvöld í þrítugsafmælispartíi hans á skemmtistað hér í borginni, erfitt er að spá um framvindu mála er það varðar, hver veit nema að maður fái sér aðeins í litlutánna. Ætlar einhver lesandi hér að lyfta sér upp í kvöld? Endilega segðu frá.

fimmtudagur, 5. ágúst 2004

Hollywood - Hella - Þykkvibær

Samkvæmt 11. lið í fundargerð Hreppsnefndar Rangárþings-Ytra þá mun myndin "A Little Trip To Heaven" verða tekin upp að hluta á Hellu og í Þykkvabæ. Sigurjón Sighvatsson er framleiðandi og Baltasar Kormákur er leikstjóri. Leikarar í myndinni eru t.d. Forest Whitaker og Julia Stiles. Alltaf gaman að svona bulli en maður veit samt ekkert hvað þetta verður viðamikið náttúrulega, kannski verður bara tekið upp eitt 4 sekúndna atriði þar sem aukaleikari er að beygja sig eftir eldspýtustokk. :)


Forest Whitaker

Nýjustu myndir:
Phone Booth (2002)
Panic Room, The (2002)
Feast of All Saints (2001)
Fourth Angel, The (2001)
Follow, The (2001)
Green Dragon (2001)
Battlefield Earth (2000)
Four Dogs Playing Poker (1999)
Witness Protection (1999)
Light It Up (1999)
Ghost Dog: The Way of the Samurai (1999)
Body Count (1998)
Hope Floats (1998)
Phenomenon (1996)
Species (1995)


Julia Stiles

Nýjustu myndir:
Mona Lisa Smile (2003)
Carolina (2003)
A Guy Thing (2003)
The Bourne Identity (2002)
O (2001)
The Business of Strangers (2001)
Save the Last Dance (2001)
State and Main (2000)
Hamlet (2000)
Down to You (2000)
10 Things I Hate About You (1999)
Wide Awake (1998)
Wicked (1998)
Before Women Had Wings (1997)
The Devil's Own (1997)
I Love You, I Love You Not (1996)


Garon - alltaf næstfyrstur með fréttirnar!

----------------------------

Og annað; Vefmyndavélin úr Eyjum er komin í gagnið aftur eftir "bilun" sem átti sér stað akkúrat þegar Þjóðhátíðin var í gangi, mjög mikil fiskifýla af þessu máli. Sjá færslu neðar.

miðvikudagur, 4. ágúst 2004

Illt gerir engum gott

Jæja ég er að skríða saman eftir að hafa lesið um væntanlega lýsendur á enska boltanum, þetta verður bara að hafa sinn gang. Ég verð bara að fá að vita með fyrirvara hvort að Gunnar Helgason er að lýsa og fara þá bara á pöbb að horfa með breskum lýsendum. Maður verður að líta á björtu hliðarnar, hugsa sér eitthvað verra en það sem manni finnst slæmt. Til dæmis hvernig það væri ef Geir Ólafson væri að lýsa leik.
Annars er ofboðslega rólegt að gera hér í vinnunni, það er greinilegt hvað minnkar að gera hér yfir sumartímann, sólin hækkar á lofti = veikindi(andleg/líkamleg) minnka í þjóðfélaginu. Það er líka rólegt í slysadeildinni, t.a.m. þarf ekki að afgreiða þar þykka stafla af slysatilkynningum frá Íslandspósti þar sem þeir eru að tilkynna um hálkuslys bréfbera sinna. Þetta er dæmi um það hvað er kostnaðarsamt að búa svona norðarlega, það er ansi dýrt fyrir Ríkið að sponsera fólk yfir vetrartímann, væri gaman að sjá tölur um þetta einhversstaðar. Veðráttan mótar mannlífið hér og það held ég að sé til dæmis ástæðan fyrir því hvað íslendingar eru mikið skorpufólk. Við viljum taka verkefnið sem fyrir höndum ber og rusla því af og hvíla okkur svo vel á eftir, fara í sólina og verðlauna okkur. Það þýddi t.d. ekki fyrir bændur í gamla daga að vera allt árið að byggja hlöðu, það þurfti að gera sem mest yfir sumartímann þegar vel viðraði og helst að klára málið í einum rykk. Sjáið til dæmis þessa góðlegu konu, Járngerði, hér fyrir neðan. Hún hefur örugglega ekki viljað að Steingrímur gamli væri mikið að drolla með skófluna úti á hlaði á Snjáldólfsstöðum. "Steingrímur! Ætlarðu að vera að þessu langt fram á vetur!!" Já, blind er feigs manns för.

þriðjudagur, 3. ágúst 2004

Hræðilegar fréttir (understatement)

Takið mig og húðstrýkið, dragið af mér táneglurnar, fláið af mér húðina og hellið svo sítrónusafa og Tabascosósu á blóðugt og sært holdið EN EKKI LÁTA MIG HLUSTA Á GUNNAR HELGASON "LEIKARA" LÝSA ENSKA BOLTANUM!!! Hann er á toppnum yfir fólk sem fer í taugarnar á mér. Hef ekki meira að segja um þetta í bili verð að ná mér niður eftir að hafa lesið þessar vægast sagt viðbjóðslegu fréttir inni á Fótbolti.net. Jesús minn góður, vekið mig af þessari martröð.

Angry

Enginn spegill er betri en gamall vinur

Þá er þessi helgi afstaðin og fannst mér hún bara nokkuð sporöskjulaga svona almennt séð en það er einmitt mjög gott. Fór austur á Hellu þarna á föstudeginum eins og efni stóðu til, sat einn í Bogatúni framan af og dundaði mér í tölvuleikfimi með bjór í hönd þangað til að FatDogMendoza kom til mín þar sem við þurftum að æsa hvorn annan upp fyrir ferðalag morgundagsins. Það virðist hafa tekist ágætlega því að við hittumst á Skeiðaafleggjara í kringum fimmleytið á laugardeginum án nokkurra teljandi veikinda vegna bjórdrykkju kvöldið áður. Á Skeiðaafleggjara sameinuðumst við FTM í einn bíl og stelpurnar í annan því að þær ætluðu í verslunarferð á Selfoss að kaupa í matinn og slíkt á meðan við strákarnir áttum að fara í Þjórsárdal á undan að tjalda og gera klárt. Þegar við komum á áfangastað tóku ca. 15 - 20 vinir og vandamenn á móti okkur.

Við dunduðum okkur við að grilla fram eftir kvöldi, spila Partíspilið og tæma úr allskonar áfengisílátum. Ég ætla ekki að gera FatDogMendoza það að lýsa Partíspilsferlinu, hann er með sár á sálinni eftir þetta en það er skemmst frá því að segja að við Dýa tókum þau skötuhjúin í karphúsið. Einnig var sungið, hlegið, kjaftað og kveikt í spýtum fram undir morgun. Talaði við Gunnar frænda sem er í víking á meginlandi Evrópu, alltaf gaman að heyra í honum þó að það sé náttúrulega alltof sjaldan. Þetta var mjög gaman allt saman og kannski fullgaman því að ég var hálflélegur daginn eftir þegar ég loksins vaknaði um þrjúleytið, já þrjúleytið sagði ég! Við Dýa vorum ekki komin upp í bælið fyrr en um kl. 6.30 og ég svaf bara þrælvel á uppblásinni vindsæng sem við vorum með undir okkur um helgina.

Fórum í þynnkunni minni á Flúðir í sturtu og verslunarferð, ég þurfti að stoppa nokkrum sinnum á leiðinni til að anda að mér fersku lofti. Ég skemmti mér ekki vel í sturtu þarna í sundlauginni á Flúðum, fannst þetta vera allt hálfviðbjóðslegt og sveitt þarna í klefanum, ætla ekki að fara út í grafískar lýsingar á því. En það hafðist án þess að kúgast og við héldum "heim" á leið eftir stuttan skoðunartúr á Flúðum.

Svo hófst "Annar í Þjórsárdal" með tilheyrandi grilli og bjórdrykkju. Í hópinn bættust Rúnar, Magga og börn og Sigurgeir og Svava. Magga spilaði á gítar og Sigurgeir á munnhörpu og söngblöðin fengu að finna til tevatnsins. Ekki síður gaman það kvöldið og löngu tímabært að hitta Rúnar í góðu tómi en ekki alltaf á hlaupum eins og svo oft vill vera.

Semsagt bullandi fín helgi og veðrið kom manni gjörsamlega í opna skjöldu því að rigningin lét ekkert á sér kræla sem þarf varla að taka fram að er mjög jákvætt.

Ég læt þennan pistil duga um ferð þessa en minni enn og aftur á að þeir segja mest frá Ólafi konungi sem hvorki hafa heyrt hann né séð.