laugardagur, 3. júlí 2004

Fór á...

þetta landsmót í gær, það var ljómandi gaman bara, hestarnir voru aukaatriði. Fór allt friðsamlega fram fannst mér, maður var að veltast þarna til 7 náttúrulega. Mættum tengdó í eldhúsinu þar sem þau voru nývöknuð. Ég týndi símanum mínum og er búinn að vera í smá bömmer yfir því en núna rétt í þessu var ég að frétta það að hann var allan tímann inni í bílnum hjá Gretti þannig að það kætir mann aðeins. Nú er maður að reyna að safna orku til að fara aftur þarna uppá svæði, ég hálf nenni því ekki eins og er en ætli maður slái samt ekki til. Maður er að verða gamall eða er orðinn það nú þegar.Skál.


Engin ummæli: