þriðjudagur, 20. júlí 2004

Viltu meðal Jón?

Þessir dagar einkennast af allskonar brasi og hindrunum. Var að fá viðbrögð við fyrirspurn minni til Stúdentagarða;

Sæll Xxxxxx Xxxx,

Ég get sagt þér að líkur þínar eru ekki allt of góðar. Ég myndi halda því miður að það væri frekar ólíklegt að þú kæmist inn í haust eins og staðan er.
Það er möguleiki fyrir þig að sækja um undaþágu/forgang hjá úrskurðarnefnd ef aðstæður þínar eru að einhverju leyti sérstakar og gæti það fleytt þér eitthvað áfram ef það kæmi í gegn. Bréf til úrskurðarnefndar er hægt að senda með emaili eða bréfapósti.

Kveðja, Xxxx.


Þetta er fúlt og leiðinlegt. Maður er að reyna að velta upp öllum steinum og gá hvort að ekki sé eitthvað bitastætt einhversstaðar, var meira að segja að kynna mér lög um félagsþjónustu áðan, en maður er víst ekki með nógu mikinn niðurgang til þess að þeir vilji skeina manni þar. Ég er fastur í fangelsi meðalmennskunar.

Engin ummæli: