miðvikudagur, 7. júlí 2004

Annars hugar

Á voðalega erfitt með að einbeita mér að vinnunni þessa dagana, hugurinn er annarsstaðar og í allt öðrum pælingum en útdeilingu bóta. Þannig er að ég er með umsókn í Háskóla Íslands um nám í Lögfræði í haust og núna rétt í þessu var ég að fá staðfestingu frá skrifstofu nemendaskráar Háskólans að ég sé búinn að fá inngöngu! Nú þarf maður bara að finna leiðir til að fjármagna þetta allt saman, innritunargjald, bækur, húsnæði og fleira, og sennilega eitthvað fleira ofan á það. Er með umsókn í Stúdentgörðum en síðast þegar ég gáði var ég númer 150 í röðinni eða eitthvað álíka, veit einhver um það hvort hægt sé að fara bakdyramegin þarna inn? Ef svo er þá er e-mailið mitt hérna fyrir neðan færsluna.Nokkur skemmtileg sektardæmi:
REGLUGERÐ um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim.

6. gr. Leikir o.fl.
1. mgr.: Stokkið af eða upp í ökutæki á ferð eða verið utan á ökutæki á ferð 5.000
2. mgr.: Hangið í ökutæki á ferð 5.000
3. mgr.: Leikur á vegi veldur óþægindum fyrir umferð 5.000

9. gr. Skemmdir á umferðarmerkjum
1. mgr.: Umferðarmerki numið á brott eða breytt 5.000

10. gr. Skyldur við umferðaróhapp
1. mgr.: Eigi numið staðar og veitt hjálp 10.000
Neitað að skýra frá nafni og heimilisfangi 10.000

14. gr. Hvar skal aka á vegi
1. mgr.: Ökutæki eigi haldið nægjanlega til hægri 5.000
3. mgr.: Of stutt bil milli ökutækja 5.000

27. gr. Stöðvun ökutækis og lagning þess
2. mgr.: Lagt á röngum vegarhelmingi o.fl. 5.000
4. mgr.: Eigi gengið frá ökutæki með tryggilegum hætti 5.000
5. mgr.: Dyr ökutækis opnaðar til hættu eða óþæginda o.fl. 10.000

35. gr. Óþarfa hávaði o.fl.
1. mgr.: Óþarfa hávaði frá vélknúnu ökutæki 5.000
Óþarfa loftmengun frá vélknúnu ökutæki 5.000

45. gr. Ölvunarakstur
6. mgr.: Stjórnað eða reynt að stjórna hjóli eða hesti undir áhrifum áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna 5.000

77. gr. Óhreinkun vegar o.fl.
1. - 2. mgr.: Munum fleygt eða þeir skildir eftir á vegi þannig að þeir hafa í för með sér hættu eða óþægindi fyrir umferð 10.000Engin ummæli: