fimmtudagur, 29. júlí 2004

Rigning, votviðri, úrkoma, vatnsveður.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Suðaustan 10-18 m/s og súld eða rigning, einkum sunnanlands, en hægari vindur og úrkomulítið norðanlands. Dregur úr vindi síðdegis, en hvessir aftur í nótt. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Á laugardag:
Sunnan og suðaustan 5-10 m/s, dálítil rigning eða skúrir sunnan- og vestanlands en víða léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á sunnudag:
Suðaustan 10-15 m/s, en hægari vindur norðantil á landinu. Rigning, einkum sunnan- og vestanlands. Hiti breytist lítið.

Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:
Suðlæg átt og rigning með köflum, en úrkomulítið og hlýtt norðantil á landinu.

 
Veðurguðirnir hafa kveðið upp dóm sinn.  I rest my case.

---------------------------------------------------------------

Það er ljóst að grunur minn um að áhuginn á Eyjum sé að minnka er réttur, var að sjá þess auglýsingu:

Miði til Eyja!!
Er með einn miða til eyja, flogið frá Bakka á föstudag milli eitt og tvö og heim hvenær sem er á mánudag! Kostaði 7000kr en selst á 4000!! S:8674592----------------------------------------------------------------
Af mbl.is
Ekkert flogið til Eyja í morgun

Ekkert hefur verið flogið til Vestmannaeyja í morgun vegna óhagstæðra veðurskilyrða en ein flugvél átti að fara á vegum Íslandsflugs og Flugfélags Íslands í morgun og önnur í hádeginu. Á að athuga með flug klukkan 15:45 í dag. Ekki hefur heldur verið flogið til Eyja frá Bakka í Landeyjum.
Til stóð að fara að minnsta kosti þrjár ferðir í dag og var fullbókað í þær allar vegna væntanlegrar Þjóðhátíðar og talið líklegt að bætt yrði við einhverjum ferðum. Á morgun eru fyrirhugaðar ellefu ferðir til Eyja og þrjár vélar eiga að fljúga á laugardag.

------------------------------------------------------------------------------------

Engin ummæli: