föstudagur, 30. júlí 2004

Þjórsárdalur

Þá eru línurnar loksins að skýrast í ferðaáætlunum, stefnt er á að fara í Þjórsárdal, veit bara ekki hvenær, sennilega á laugardaginn. Það er ágætislausn, stutt að fara og það sem er enn betra, stutt að fara heim. Í Þjórsárdal verður landsliðið í útilegum þ.e. mamma og pabbi, Hjödda og Auðun og Bói og Hrabba. Svo verða líka Frikki og Magga, María og Mikki & börn, Ég og Dýa og Guðni og Ólöf, og kannski fleiri sem ég veit ekki um. Öll nöfn eru birt með fyrirvara.

Mig kvíðir bara fyrir sunnudeginum en þá er spáð svokölluðu mannaskítsveðri, hringdi í Veðurstofuna áðan og fékk það staðfest, mannaskítsveður skal það kallast heillin. Sjá hér fyrir neðan. Vil benda sérstaklega á vindörina sem er við Stórhöfða í Eyjum, hún er illskeytt. Ég man þegar ég var að vinna í Vatnsfelli þá hætti kranamaðurinn að hífa í 20 m/s og þá var varla stætt. Algengt er að vindurinn fari langt fyrir ofan gefnar vindstigstölur í kviðum, allt upp í 30 -40 m/s. Eyjamenn, setjið aukahæla í tjöldin ykkar hehehehe...

Vindhraði í m/s
Lýsing
5-10 = Fremur hægur vindur
10-20 =Talsverður vindur
20-30 = Mjög hvasst, fólk þarf að gá að sér
>30 = Stórviðri, fólk ætti ekki að vera á ferli að nauðsynjalausu, hættulegt

Samanburður við vindstigatöfluna
20,8 - 24,4 m/s = 9 vindstig = Stormur.
24,5 - 28,4 m/s = 10 vindstig = Rok.
28,5 - 32,6 m/s = 11 vindstig = Ofsaveður.
>= 32,7 m/s = 12 vindstig = Fárviðri.

Langar að "lokum" að benda á umræður okkar Sjallans(Ingvar Pétur) á vef hans. Örugglega einhverjar skemmtilegar skoðanir á þessu :). Hérna.


Og svo er auglýsingin sem ég var að tala um um daginn komin á Netið. Hérna.


Og svo er alltaf brandari á föstudögum af því að þá er svo gaman:
Tveir menn ráfa eirðalausir í Kringlunni og rekast saman. Annar segir:

"Fyrirgefðu, ég var ekki að horfa fram fyrir mig. Ég er nefnilega að leita að konunni minni."

"Þvílík tilviljun, ég er einmitt að leita að minni líka og var ekkert að hugsa hvert ég var að ana," segir hinn.

"Jæja, kannski getum við hjálpað hvorum öðrum. Hvernig lítur þín út?"

"Hún er hávaxin, með sítt og slétt ljóst hár, þrýstin brjóst og kúlulaga rass. Hvernig lítur þín út?"

"Gleymum henni! Leitum frekar að þinni!"


Engin ummæli: