þriðjudagur, 13. júlí 2004

Augun mín og...

Fyrirgefðu en er það einhver vitleysa í mér eða er nýja auglýsingin frá Umferðarstofu(Augun mín og augun þín) ekki bara snilldin ein? Loftmyndir af þjóðvegum landsins þar sem maður á að sjá móta fyrir mynd af látnu fólki í malbikinu. Maður finnur gæsahúðina hríslast upp eftir bakinu þegar að bíllinn þýtur inn í rammann í lokinn. Ekki skemmir að Ragnheiður Gröndal(held ég) syngur Vísur Vatnsenda-Rósu undir allan tíman, það er eitthvað við röddina í henni. Og síðast en ekki síst skemmir alls ekki fyrir að Kristín Una, dóttir Maríu systir, er aðalstjarnan í auglýsingunni, litla stelpan í upphafi.

Vísur Vatnsenda-Rósu

Augun mín og augun þín.
Ó þá fögru steina.
Mitt er þitt og þitt er mitt,
þú veist hvað ég meina.

Langt er síðan sá ég hann
sannlega fríður var hann.
Allt sem prýða má einn mann,
mest af lýðum bar hann.

Þig ég trega manna mest,
mædd af tára flóði.
Ó, að við hefðum aldrei sést
elsku vinurinn góði.


Skáld-Rósa Guðmundsdóttir"Ó þá tíma, þegar ljóð gátu byrjað á Ó."

Engin ummæli: