mánudagur, 30. desember 2002

Jæja er mættur í vinnuna eftir að hafa reynt að þinglýsa leigusamningi á Þverbrekku 2. Það ætlar ekki að ganga þrautalaust fyrir sig en þetta ætti að hafast strax eftir áramót. Núna þurfum við að finna okkur ísskáp.

sunnudagur, 29. desember 2002

Nú erum við Dýa að fara í bæinn, komum í fyrramálið austur aftur.
Jæja!
Góðan daginn og gleðileg jól. Hvernig líst ykkur á þessa síðu? Er eitthvað vit í að hafa svona, hefur maður eitthvað að segja? Það á eftir að koma í ljós.
Kannski sniðugt fyrir ættingja og vini til að fylgjast með því nýjasta sem er að gerast í lífi manns.