þriðjudagur, 6. júlí 2004

The Far Side

Fór í bakaríið í morgun og bað um kleinu, tók ekki eftir því fyrr en áðan að þetta var vínarbrauð sem ég fékk, bara ágætis vínarbrauð. Fæ mér pottþétt kleinu aftur.

Hef lítið að segja núna en sjáum til hvað gerist seinna í dag, það eru ævintýri sem bíða manns á hverju horni, sérstaklega þegar maður er að vinna á Tryggingastofnun ríkisins.

En núna langar mig að vekja athygli á teiknimyndaseríu sem heitir "The Far Side". Þessi teiknari hefur einstakt lag á að fá mig til þess að brosa, svona hugsa birnirnir í "The Far Side":


Engin ummæli: