miðvikudagur, 7. júlí 2004

Hugleiðing ein

Heyrði í útvarpinu í dag þar sem einhver lögfræðingur var að tala um það að ef nýju fjölmiðlalögin fara í gegnum alþingi og Óli 4seti synjar undirskrift og þau fara í þjóðararkvæði og þau eru felld þar, þá taka gildi þau lög sem voru í gildi áður. Og hvaða lög eru það? Jú lögin sem Óli 4seti er nú þegar búinn að synja og áttu að fara í þjóðaratkvæði. Þetta er ótrúleg glufa í þessum stjórnskipunarlögum, það væri hægt að búa til langa og nánast óleysanlega endaleysu í kringum þessa glufu. Það eina sem gæti bjargað málunum er að menn umgangist stjórnarskránna og stjórnskipunarlögin af virðingu og brjóti odd af oflæti sínu.

Hvernig er hægt að misskilja þetta?:
26. gr. Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.


Þetta er allt hið vandræðalegasta fyrir stjórnarflokkana. Svipað og þegar Ingibjörg Sólrún laug því að kjósendum að hún ætlaði ekki að bjóða sig fram til alþingis.

Engin ummæli: