miðvikudagur, 14. júlí 2004

Bollastærð

Þar sem að færslan hjá mér í gær var svo væmin eitthvað hef ég ákveðið að vera aðeins "karlmannlegri" í dag. Færsla dagsins fjallar um brjóstahaldarastærð.

Veit fólk almennt hvernig þetta er mælt og út frá hverju er gengið?

  * Fyrst er tekið ummál í tommum í kringum rifbeinsbúr(ribcage) fyrir neðan brjóst.
  * Þá er mælt á sama hátt yfir brjóst þar sem þau eru stærst, yfirleitt yfir gervörtum(má ekki strekkja á málbandinu).
  * Bæta fimm tommum við fyrra málið(rifbeinsbúr). Ef það er oddatala þá skal fara í næstu sléttu tölu fyrir ofan, t.d. ef upphaflega mál er 26 þá er bætt við 5 sem verður 31 og þá verður stærð brjóstahaldarans = 32.

  * Til að finna bollastærð(cupsize) er borið saman rifbeinsmál og brjóstmál og þá er notast við þessa töflu hér fyrir neðan:  Mismunur Bollastærð
  Sama ummál = A
  Upp um eina tommu = B
  Upp um tvær tommur = C
  Upp um þrjár tommur = D
  Upp um fjórar tommur = DD
  Upp um fimm tommur = E
  Upp um sex tommur = F
  Upp um sjö tommur = FF
  Upp um átta tommur = G

  * Til dæmis ef málið sem var fundið út hérna á undan var 32 og brjóstmálið var 35 tommur þá er 35 - 32 = 3 sem er bollastærð D þá er brjóstarhaldarinn 32D!Ég myndi til dæmis áætla að þessi stúlka væri ekki að skilja þessa útreikninga, hún hefur örugglega strekkt fullmikið á málbandinu. Hún hefði gott af því að kíkja á www.garon.blogspot.com.


Ég vissi að þetta væri reiknað einvernveginn svona en ekki vissi ég það upp á hár. Þá langar mig að spyrja þig lesandi góður, vissir þú þetta allt saman? Spurningunni er beint að bæði konum og körlum.

Engin ummæli: