laugardagur, 31. júlí 2004

Tilraun

Ég ætlaði að setja inn vefmyndavél frá Eyjum en hún er eitthvað biluð hjá þeim(var í lagi fyrir nokkrum dögum), þeir eru sennilega búnir að "skemma" hana viljandi :o). Sérð þú annars einhverja mynd úr Eyjum ef þú smellir á linkinn hérna fyrir ofan??? Svaraðu í "comment" kerfinu fyrir neðan færsluna.

Hér vefmyndavél úr Reykjavík í staðinn. Til að fá nýjasta "update" af myndinni er ýtt á F5 takkann efst á lyklaborðinu.


Rétt er að taka það fram að myndavélin er af vefnum www.esso.is. Ég vona að þeir verði ekki mjög sárir þó að ég hafi ekki beðið um leyfi.

föstudagur, 30. júlí 2004

Þjórsárdalur

Þá eru línurnar loksins að skýrast í ferðaáætlunum, stefnt er á að fara í Þjórsárdal, veit bara ekki hvenær, sennilega á laugardaginn. Það er ágætislausn, stutt að fara og það sem er enn betra, stutt að fara heim. Í Þjórsárdal verður landsliðið í útilegum þ.e. mamma og pabbi, Hjödda og Auðun og Bói og Hrabba. Svo verða líka Frikki og Magga, María og Mikki & börn, Ég og Dýa og Guðni og Ólöf, og kannski fleiri sem ég veit ekki um. Öll nöfn eru birt með fyrirvara.

Mig kvíðir bara fyrir sunnudeginum en þá er spáð svokölluðu mannaskítsveðri, hringdi í Veðurstofuna áðan og fékk það staðfest, mannaskítsveður skal það kallast heillin. Sjá hér fyrir neðan. Vil benda sérstaklega á vindörina sem er við Stórhöfða í Eyjum, hún er illskeytt. Ég man þegar ég var að vinna í Vatnsfelli þá hætti kranamaðurinn að hífa í 20 m/s og þá var varla stætt. Algengt er að vindurinn fari langt fyrir ofan gefnar vindstigstölur í kviðum, allt upp í 30 -40 m/s. Eyjamenn, setjið aukahæla í tjöldin ykkar hehehehe...

Vindhraði í m/s
Lýsing
5-10 = Fremur hægur vindur
10-20 =Talsverður vindur
20-30 = Mjög hvasst, fólk þarf að gá að sér
>30 = Stórviðri, fólk ætti ekki að vera á ferli að nauðsynjalausu, hættulegt

Samanburður við vindstigatöfluna
20,8 - 24,4 m/s = 9 vindstig = Stormur.
24,5 - 28,4 m/s = 10 vindstig = Rok.
28,5 - 32,6 m/s = 11 vindstig = Ofsaveður.
>= 32,7 m/s = 12 vindstig = Fárviðri.

Langar að "lokum" að benda á umræður okkar Sjallans(Ingvar Pétur) á vef hans. Örugglega einhverjar skemmtilegar skoðanir á þessu :). Hérna.


Og svo er auglýsingin sem ég var að tala um um daginn komin á Netið. Hérna.


Og svo er alltaf brandari á föstudögum af því að þá er svo gaman:
Tveir menn ráfa eirðalausir í Kringlunni og rekast saman. Annar segir:

"Fyrirgefðu, ég var ekki að horfa fram fyrir mig. Ég er nefnilega að leita að konunni minni."

"Þvílík tilviljun, ég er einmitt að leita að minni líka og var ekkert að hugsa hvert ég var að ana," segir hinn.

"Jæja, kannski getum við hjálpað hvorum öðrum. Hvernig lítur þín út?"

"Hún er hávaxin, með sítt og slétt ljóst hár, þrýstin brjóst og kúlulaga rass. Hvernig lítur þín út?"

"Gleymum henni! Leitum frekar að þinni!"


fimmtudagur, 29. júlí 2004

Rigning, votviðri, úrkoma, vatnsveður.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Suðaustan 10-18 m/s og súld eða rigning, einkum sunnanlands, en hægari vindur og úrkomulítið norðanlands. Dregur úr vindi síðdegis, en hvessir aftur í nótt. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Á laugardag:
Sunnan og suðaustan 5-10 m/s, dálítil rigning eða skúrir sunnan- og vestanlands en víða léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á sunnudag:
Suðaustan 10-15 m/s, en hægari vindur norðantil á landinu. Rigning, einkum sunnan- og vestanlands. Hiti breytist lítið.

Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:
Suðlæg átt og rigning með köflum, en úrkomulítið og hlýtt norðantil á landinu.

 
Veðurguðirnir hafa kveðið upp dóm sinn.  I rest my case.

---------------------------------------------------------------

Það er ljóst að grunur minn um að áhuginn á Eyjum sé að minnka er réttur, var að sjá þess auglýsingu:

Miði til Eyja!!
Er með einn miða til eyja, flogið frá Bakka á föstudag milli eitt og tvö og heim hvenær sem er á mánudag! Kostaði 7000kr en selst á 4000!! S:8674592----------------------------------------------------------------
Af mbl.is
Ekkert flogið til Eyja í morgun

Ekkert hefur verið flogið til Vestmannaeyja í morgun vegna óhagstæðra veðurskilyrða en ein flugvél átti að fara á vegum Íslandsflugs og Flugfélags Íslands í morgun og önnur í hádeginu. Á að athuga með flug klukkan 15:45 í dag. Ekki hefur heldur verið flogið til Eyja frá Bakka í Landeyjum.
Til stóð að fara að minnsta kosti þrjár ferðir í dag og var fullbókað í þær allar vegna væntanlegrar Þjóðhátíðar og talið líklegt að bætt yrði við einhverjum ferðum. Á morgun eru fyrirhugaðar ellefu ferðir til Eyja og þrjár vélar eiga að fljúga á laugardag.

------------------------------------------------------------------------------------

miðvikudagur, 28. júlí 2004

Hvað er týpískara?

Ég á ekki til eitt aukatekið orð! Þetta er orðið jafn öruggt og sólarupprásin!

Tekið af Liverpool.is

Smicer frá í 6-8 vikur?

Meiðslasaga Vladimir Smicer hjá Liverpool hefur verið með ólíkindum. Og enn er ekkert lát þar á. Nú er ljóst að Smicer mun ekki leika meira með Liverpool í Bandaríkjaferðinni vegna meiðsla á hné og hugsanlegt er að hann þurfi að fara í uppskurð. Læknar Liverpool telja að brjósk í hnénu hafi skemmst og mun hann hitta skurðlækni á morgun til að kanna hvort hann þurfi að gangast undir aðgerð.

"Ég átti í vandræðum með hægra hnéð í lok síðasta tímabils. Ég gat hins vegar leikið á EM án vandræða en ég vissi að það yrði erfitt þegar ég kom aftur til æfinga hjá Liverpool á undirbúningstímabilinu. Hnéð er ennþá aumt og fer sífellt versnandi.

Ef ég þarf að fara í aðgerð mun ég gera það á föstudaginn. Þetta er slæmur tími til að meiðast nú þegar nýi stjórinn er nýkominn. Ég vildi ekki fara í aðgerð áður en tímabilið hæfist en ef ég verð ekki orðinn góður þá hvort eð er get ég ekki mikið gert. Ef það er nauðsynlegt að ég fari í aðgerð núna þá geri ég það. Þetta er smávægileg aðgerð og ég yrði þá frá í 6-8 vikur, en ef brjóskið er skemmt verð ég lengur frá."


Kewell meiddur

Gömul ökklameiðsli tóku sig upp hjá Harry Kewell í leiknum gegn Celtic. Óvíst er hvort hann geti hafið keppnistímabilið með Liverpool.

Kewell meiddist á vinstri ökklanum, sem er sami ökklinn og angraði hann seinni hluta síðasta tímabils. Ekki er ljóst ennþá hvað hann verður lengi frá af þessum sökum.
Uppfært:
Engin meiðsli hjá Kewell

Liverpool hefur vísað á bug fregnum þess efnis að Harry Kewell sé meiddur.

"Við höfum ekki hugmynd um hvaðan þessar fréttir eru sprottnar," segir Ian Cotton fjölmiðlafulltrúi Liverpool. "Harry hefur æft eins og venjulega með hópnum í þá tvo daga sem liðið hafa frá leiknum við Celtic."

Þar með getum við hætt að hafa áhyggjur af því, í bili að minnsta kosti.


------------------------------------------------------------------

Piparpúki!

Góðan daginn. Veiktist á mánudaginn í hádeginu og keyrði austur samstundis því ég ætlaði hvort sem er að fara þangað eftir vinnu, bíllinn minn var þar í viðgerð og eitthvað. Varði þriðjudeginum fyrir austan til að jafna mig. Fyrir þá sem ekki vita þá er ég að kljást við ofnæmi sem virðist herja á mig tilviljunarkennt, þegar verst lætur á ég það til að líta út eins og boxari sem er búinn að fara í gegnum 12 lotur á móti Mike Tyson. Mjög þreytandi allt saman og erfitt að koma fingri á það hvað það er sem er að fara svona í mig. Að vísu var kona, sem er að vinna með mér hérna í TR, að benda mér á að ég var nýbúinn að éta "Piparpúka" sem er nammi frá Nóa-Síríus þarna á mánudeginum. Kannski að ég rannsaki það aðeins betur...

En nóg um það, er annars kominn hérna í bæinn að vinna á ný og ekkert meira um það að segja.

Annars gengur lífið bara nokkuð vel þessa dagana og margt skemmtilegt í gangi sem ég segi kannski frá síðar. Núna er Dýa eins og óð fluga að undirbúa tjaldferðalag um næstu helgi, stefnan er að fara með FatDogMendoza og heitkonu hans eitthvað að elta sólina ef hún lætur sjá sig einhversstaðar. Lesendur hér vita skoðanir mínar á tjaldferðalögum og ég nenni ekki að viðra þær eina ferðina enn. Þó reyni ég að vera ekki neikvæður og er til í að reyna einu sinni enn, það eru jú bara næturnar sem mér finnast erfiðar. Mér finnst betra að vera lóðréttur í tjaldferðalögum.

Nú er ég á fullu að reyna að redda mér ódýrum bókum vegna lögfræðinámsins í vetur, ef einhver er með upplýsingar sem gætu gagnast mér þá væri að það vel þegið í gegnum "comment" eða e-mail (e-mailið mitt er fyrir neðan hverja færslu, bara að smella), vil ekki skrifa það hér beint því að það eykur líkur á spam-pósti eða ruslpósti eins og hann kallast venjulega.


ps. Smellið hérna og skrifið undir ef ykkur langar.

þriðjudagur, 27. júlí 2004

Bl...

Bloggedí blogg, bloggedí-bloggedí blogg.

Ég nenni ekki að blogga í dag. Bless.

Nema jú, sá Liverpool-Celtic leikinn í dag og Liverpoolmenn voru að spila fótbolta eins og önnur lið hafa verið að spila síðustu ár. Lofaði góðu og þetta gerir mann ofurspenntan fyrir leiktíðina. Bendi á þessa grein: Liverpool 5 - Celtic 1

mánudagur, 26. júlí 2004

Helgarferðin

Fór austur þarna á föstudaginn í grenjandi roki og hávaða rigningu. Það var mjög erfitt að "sæka" sig upp í það að fara í tjaldútilegu, ég endurtek; mjög erfitt, það eina sem ég sá þegar ég lokaði augunum var myrkur og beinagrindur. Svo kom að því í kringum áttaleytið um kvöldið að ég hringdi í gömlu hjónin, sem voru komin uppeftir, í þeirri von að maður myndi fá jákvæðar veðurfréttir og setningar eins og; "neinei þetta er nú ekkert eins slæmt og þú heldur" en þá var annað uppá teningnum. Mamma sagði orðrétt; "hér er GRENJANDI rigning og allt gjörsamlega á floti!", seinna sagði hún mér að hún hefði farið að hlæja þegar hún sá svæðið. Hlutirnir eru yfirleitt mjög slæmir þegar fólk hoppar yfir "svekkelsis-stigið" og fer beint í það að hlæja. En Dýa var æst í að fara og hún náði einhvernveginn að véla mig í þetta allt saman. Það eina sem huggaði mig var að fræðilega gátum við líka sofið í fellihýsinu hjá mömmu og pabba ásamt Maríu, Mikka og fjölskyldu. Það var einhver von þarna.

Við vorum komin uppeftir á milli tíu og hálf ellefu og sáum strax að þetta voru engar ýkjur með lýsingarnar á svæðinu, það var allt á floti. Við komum beint í volgan grillmat en þannig finnst mér hann bestur. Svo var bara skellt sig öli og reynt að hverfa frá raunveruleikanum. Þetta var allt á rólegu nótunum og það endaði með því að ég og Dýa sváfum í sumarbústað með tvíbreiðu rúmi og sæng og mjúkum og þurrum koddum og laki og ofn inní herberginu og...og...ahhhhh. Það var þá alltaf pláss í bústaðnum sem amma og afi áttu að vera í en það var ekki von á þeim fyrr en á laugardeginum.

Svo vaknaði ég á laugardagsmorgun með hausverk frá helvíti, skil það illa því að ég var mjög hóflegur í drykkjunni kvöldið áður, ca. 5 öldósir og ekkert sterkt. Lífið leitar að "balance" og fyrst að þetta leystist með svefnstaðinn þá hlaut að koma eitthvað til að refsa manni fyrir þægindin sem maður hlaut. Ástandið "hausverkur" tafði mann uppúr rúminu um nokkra klukkutíma þar sem maður lá í Panodilvímu. En svo kom að því að þessi ósynilega ísnál var fjarlægð úr höfuðkúpunni og þá fór ég að pumpa í vindsængina og við fórum i sólbað í blíðunni sem var á laugardeginum, tókum gönguferð meðfram Apavatni og höfðum það gott. Svo var maður bara byrjaður að hella uppá sig kl. ca. 16-17 og var það vel. Sameiginlegur matur svo um kvöldið ásamt ca. 70 manns til viðbótar en meirihlutann þekkti ég ekki, þó átti þetta að vera lítið fjölskyldumót. Sungið, drukkið, hlegið og allt þetta vanalega, bara mjög passlegt og fínt allt saman.

Ég er eiginlega búinn að fá nóg af útilegum þetta sumarið en þá er náttúrulega aðalútileguhelgin framundan...úfff. Hvert er fólk annars að fara svona almennt séð?

föstudagur, 23. júlí 2004

Nú er ég glaður í hjarta, það er að koma helgi og línuritið er á leiðinni upp.Par á besta aldri á von á barni og eru á undirbúningsnámskeiði fyrir fæðinguna þar sem verið er að kenna rétta öndun og slíkt.

"Dömur mínar," segir kennarinn, "hreyfing er holl fyrir ykkur. Göngutúrar eru sérlega góðir. Og herrar mínir, þið ættuð að gefa ykkur tíma til að fara út að labba með konunum ykkar."

Alger þögn ríkir í smástund, þar til einn karlanna réttir upp hönd.

"Já?" spyr kennarinn.

"Er í lagi að hún dragi golftösku á meðan við göngum?"

Af öpum, öfum, mönnum, ömmum og apamönnum

Er að fara á Hellu á eftir aðeins til þess að fara þaðan aftur þar sem leið liggur til Apavatns.  Þar verður svona "mini" ættar/fjölskyldumót til þess að heiðra ömmu og afa á brúðkaupsafmælisdaginn, mig minnir að það sé 60 ára, semsagt demantsbrúðkaup.  Ansi vel af sér vikið hjá þeim þykir mér.  Mig kvíðir bara strax fyrir tjaldverunni, loftleysi og annar viðbjóður.

1 árs: Pappírsbrúðkaup
2 ára: Bómullarbrúðkaup
3 ára: Leðurbrúðkaup
4 ára: Blóma- og ávaxtabrúðkaup
5 ára: Trébrúðkaup
6 ára: Sykurbrúðkaup
7 ára: Ullarbrúðkaup
8 ára: Bronsbrúðkaup
9 ára: Leirbrúðkaup/pílubrúðkaup
10 ára: Tinbrúðkaup
11 ára: Stálbrúðkaup
12 ára: Silkibrúðkaup
12½ ára: Koparbrúðkaup
13 ára: Knipplingabrúðkaup (!?)
14 ára: Fílabeinsbrúðkaup
15 ára: Kristalsbrúðkaup
20 ára: Póstulínsbrúðkaup
25 ára: Silfurbrúðkaup
30 ára: Perlubrúðkaup
35 ára: Kóralbrúðkaup
40 ára: Rúbínbrúðkaup
45 ára: Safírbrúðkaup
50 ára: Gullbrúðkaup
55 ára: Smaragðsbrúðkaup
60 ára: Demantsbrúðkaup
65 ára: Króndemantsbrúðkaup
70 ára: Platínubrúðkaup/járnbrúðkaup
75 ára: Gimsteinabrúðkaup/atómbrúðkaup

--------------------------------------------------------------------------


Lögmaður Góðbjórs gjörir kunnugt:

Nú er mikið í umræðunni hvort að Skjár 1 hafi rétt til þess að senda út leiki í enska boltanum með enskum þulum.  Ég kíkti aðeins á málið og fann þetta í Útvarpslögunum(stytti þetta aðeins og feitletra það sem mér finnst athyglisvert):

IV. kafli. Skyldur útvarpsstöðva.
7. gr. Dagskrárframboð.
Útvarpsstöðvar skulu stuðla að almennri menningarþróun og efla íslenska tungu. Þó skal heimilt, ef sérstaklega stendur á, að veita leyfi til útvarps á öðrum tungumálum en íslensku. Sjónvarpsstöðvar skulu kosta kapps um að meiri hluta útsendingartíma sé varið í íslenskt dagskrárefni og annað dagskrárefni frá Evrópu. Með útsendingartíma er í þessu sambandi átt við heildarútsendingartíma sjónvarpsstöðva að frádregnum þeim tíma sem varið er til frétta, íþróttaviðburða, leikja, auglýsinga, textavarpsþjónustu og fjarsölu.
 
8. gr. Tal og texti á íslensku.
Efni á erlendu máli, sem sýnt er á sjónvarpsstöð, skal jafnan fylgja íslenskt tal eða texti á íslensku eftir því sem við á hverju sinni. Það á þó ekki við þegar fluttir eru erlendir söngtextar eða þegar dreift er viðstöðulaust um gervitungl og móttökustöð fréttum eða fréttatengdu efni sem sýnir að verulegu leyti atburði sem gerast í sömu andrá. Við þær aðstæður skal sjónvarpsstöð, eftir því sem kostur er, láta fylgja endursögn eða kynningu á íslensku á þeim atburðum sem orðið hafa. Skal lögð áhersla á að allt tal og texti sé á lýtalausu íslensku máli. Ákvæði greinar þessarar eiga ekki við þegar um er að ræða endurvarp frá erlendum sjónvarpsstöðvum, enda sé um að ræða viðstöðulaust, óstytt og óbreytt endurvarp heildardagskrár sjónvarpsstöðva. Þau eiga ekki heldur við þegar útvarpsstöð hefur fengið leyfi til útvarps á öðrum tungumálum en íslensku, sbr. 1. mgr. 7. gr.


Þessi lög eru, eins og mér sýnist flest lög vera sem ég hef gluggað í, bæði loðin og teygjanleg.  Maður veit svosem ekkert hvaða samninga eða leyfi Skjár 1 hefur fengið til undantekninga ef þá einhver eru.  Spurning hvað Brellu-Björn gerir, eru þeir honum hliðhollir eða ekki?  Mér finnst þetta annars ágætis fyrirkomulag hjá Skjá 1 sem að ég hef heyrt talað um, þ.e. að vera með íslenska lýsingu á "stærri" leikjunum en enska þuli á þeim "minni".

Lögmaður Góðbjórs hefur talað, takk fyrir.


fimmtudagur, 22. júlí 2004

Knattþeyta

Ef þú hefur ekki áhuga á fótbolta hættu þá að lesa núna, smelltu frekar hér eða hér.

Liverpool vann sinn fyrsta æfingaleik á móti Wrexham í gær og er það vel.  Af viðtölum við leikmenn og þjálfara þá finnst mér allt vera hið jákvæðasta á vígstöðvum míns liðs.  Mig langar að vísu að minnast á eftirfarandi setningar sem stungu mig í viðtali sem ég las við þjálfarann Rafael Benitez í gær eftir leikinn, þær voru/eru svona:

"Igor Biscan did well in the first half playing central midfield which is his position. That is a good position for him and I want to see more of him playing there."


Þetta skilja þeir sem þekkja sögu Igors.  Orðin "did well" hef ég aldrei séð í sömu málsgrein og nafnið hans er í.  Orðin "his position" ekki heldur, man ekki betur en að hann hafi verið prófaður í ca. 5 stöðum á vellinum síðustu misserin.  Og enginn hefur sagt orðin "I want to see more of him" áður um hann eftir að hann kom til Liverpool þori ég að fullyrða.  Þetta er allt mjög súrrealískt og að sjálfsögðu vonar maður að hann sé loksins að fara að líkjast fótboltamanni.  Þetta var að vísu bara Wrexham og því hlakkar mig til að sjá leikina á móti sterkari liðunum á æfingatímabilinu, ég ætla að hafa sérstakt auga með Igor Biscan því að hann hefur örugglega bara ekki verið með sjálfum sér í þessum leik í gær(ég held að ég hafi fengið smá gæsahúð núna rétt í þessu bara við það að skrifa fullt nafn hans). 
 

Hann er sauðslegur,
á því er enginn vafi.
Annars er lítið að frétta, hef ekkert gaman af að blogga um sjálfan mig þegar lífsbaráttan gengur brösulega, það kemur alltaf út eins og eitthvað vorkunnarvæl finnst mér. En ég held að þetta sé bara eðlileg þróun í lífi hvers manns, hver lifir þannig lífi að það komi ekki niður- og uppsveiflur á línuritinu? Vandamál eru bara verkefni sem þarf að leysa blablabla...


miðvikudagur, 21. júlí 2004

Böggur?

Er þetta bara minn browser eða er allt draslið sem var hér hægra megin á síðunni komið neðst? Sjáið þið þetta? Einhver HTML gúrú þarna sem sér hvað er að í kóðanum?

*Uppfært: Virðist vera allt í steik þegar síðan er skoðuð með Internet Explorer og Opera vöfrunum. Nánast eðlileg ef maður skoðar hana með Mozilla Firefox vafranum.


Af hverju sjö?

Lítið að frétta.  Við Siggi Sig fengum okkur hvítvín í gær, ekki af því að okkur langaði í það heldur vegna þess að það var það eina sem var til í ísskápnum.

Vil að lokum minna á dauðasyndirnar sjö og höfuðdyggðirnar sjö:

Dauðasyndirnar:
Hroki, öfund, reiði, þunglyndi, ágirnd, ofát og munúðlífi.
 
Höfuðdyggðirnar:
Viska, hófstilling, hugrekki, réttlæti, von, trú og kærleikur.*ps. munúðlífi er til sem orð.

þriðjudagur, 20. júlí 2004

Viltu meðal Jón?

Þessir dagar einkennast af allskonar brasi og hindrunum. Var að fá viðbrögð við fyrirspurn minni til Stúdentagarða;

Sæll Xxxxxx Xxxx,

Ég get sagt þér að líkur þínar eru ekki allt of góðar. Ég myndi halda því miður að það væri frekar ólíklegt að þú kæmist inn í haust eins og staðan er.
Það er möguleiki fyrir þig að sækja um undaþágu/forgang hjá úrskurðarnefnd ef aðstæður þínar eru að einhverju leyti sérstakar og gæti það fleytt þér eitthvað áfram ef það kæmi í gegn. Bréf til úrskurðarnefndar er hægt að senda með emaili eða bréfapósti.

Kveðja, Xxxx.


Þetta er fúlt og leiðinlegt. Maður er að reyna að velta upp öllum steinum og gá hvort að ekki sé eitthvað bitastætt einhversstaðar, var meira að segja að kynna mér lög um félagsþjónustu áðan, en maður er víst ekki með nógu mikinn niðurgang til þess að þeir vilji skeina manni þar. Ég er fastur í fangelsi meðalmennskunar.

laugardagur, 17. júlí 2004

The Caddy

Fór á Kristján X í gærkveldi með Atla Snæ og Didda félaga hans, frekar slappur stemmari þar á bæ en við gátum kætt okkur með því að drekka gleðivatn. Eftir að heim var komið sátum við Atli við eldhúsborðið að spjalli þar sem aðalumræðuefnið var hvort að hann ætti að panta flug á Netinu til Danmerkur sem var klukkan 7.45 þá um morguninn, Styrmir vinur hans er þar og var búinn að vera að æsa hann upp í það að kíkja á sig. Þegar ég fór að sofa kl. 5 sat hann fyrir framan tölvuskjáinn þungt hugsi, allt mjög fyndið. Hann fór þó ekki á endanum.

Vaknaði kl. rúmlega 10 og rauk út á golfvöll til þess að vera kylfusveinn fyrir Sverri Má þar sem að hann var að spila lokadaginn á Meistaramóti GHR. Hann var þremur höggum á eftir manninum í 3. sæti fyrir lokadaginn og því var takmarkið leynt og ljóst að ná honum og hækka ekki í forgjöf. Þetta tókst hjá honum og gott betur enda með afburða kylfusvein innanhandar. Hefði þó alveg þegið að vera á golfbíl vegna þess að ég er ekki í neinu formi og var vel þreyttur í löppunum eftir þennan ca. 5-6 km. langa göngutúr.

föstudagur, 16. júlí 2004

Upp segi ég og skrifa!

Fer á Hellu á eftir í slökun, væri til í að taka smá golf og hafa það gott.

Annars endaði uppsagnarbréfið mitt svona.

Tryggingastofnun ríkisins

Xxxxxxxxxxxxxxxx,
Deildarstjóri á sjúkratryggingasviði TR.

Reykjavík, 16. júlí 2004.Ég undirritaður, Xxxxxxxxxxxx, kt. xxxxxx-xxxx, segi hér með upp störfum hjá Tryggingastofnun ríkisins. Óska ég eftir að semja um uppsagnarfrest þar sem aðstæður mínar bjóða mér ekki upp á að vinna hann allan, því styttri sem hann er því betra fyrir mig.

Ástæða uppsagnar er upphaf náms við Háskóla Íslands haustönn 2004, kennsla hefst þann 1. september 2004. Óska ég því eftir að vera laus frá störfum ekki seinna en frá og með þeim tíma.

Að endingu vil ég segja að ég hef verið mjög ánægður í starfi hér í TR, bæði með samstarfsmenn, yfirmenn og allar aðstæður til vinnu.


Virðingarfyllst,

Xxxxxxxxxxxxxxxxx.

Er þetta ekki bara málið? Er að vísu ekki búinn að bera bréfið undir deildarstjórann þannig að allar ábendingar væru vel þegnar sem fyrst.

miðvikudagur, 14. júlí 2004

Bollastærð

Þar sem að færslan hjá mér í gær var svo væmin eitthvað hef ég ákveðið að vera aðeins "karlmannlegri" í dag. Færsla dagsins fjallar um brjóstahaldarastærð.

Veit fólk almennt hvernig þetta er mælt og út frá hverju er gengið?

  * Fyrst er tekið ummál í tommum í kringum rifbeinsbúr(ribcage) fyrir neðan brjóst.
  * Þá er mælt á sama hátt yfir brjóst þar sem þau eru stærst, yfirleitt yfir gervörtum(má ekki strekkja á málbandinu).
  * Bæta fimm tommum við fyrra málið(rifbeinsbúr). Ef það er oddatala þá skal fara í næstu sléttu tölu fyrir ofan, t.d. ef upphaflega mál er 26 þá er bætt við 5 sem verður 31 og þá verður stærð brjóstahaldarans = 32.

  * Til að finna bollastærð(cupsize) er borið saman rifbeinsmál og brjóstmál og þá er notast við þessa töflu hér fyrir neðan:  Mismunur Bollastærð
  Sama ummál = A
  Upp um eina tommu = B
  Upp um tvær tommur = C
  Upp um þrjár tommur = D
  Upp um fjórar tommur = DD
  Upp um fimm tommur = E
  Upp um sex tommur = F
  Upp um sjö tommur = FF
  Upp um átta tommur = G

  * Til dæmis ef málið sem var fundið út hérna á undan var 32 og brjóstmálið var 35 tommur þá er 35 - 32 = 3 sem er bollastærð D þá er brjóstarhaldarinn 32D!Ég myndi til dæmis áætla að þessi stúlka væri ekki að skilja þessa útreikninga, hún hefur örugglega strekkt fullmikið á málbandinu. Hún hefði gott af því að kíkja á www.garon.blogspot.com.


Ég vissi að þetta væri reiknað einvernveginn svona en ekki vissi ég það upp á hár. Þá langar mig að spyrja þig lesandi góður, vissir þú þetta allt saman? Spurningunni er beint að bæði konum og körlum.

þriðjudagur, 13. júlí 2004

Augun mín og...

Fyrirgefðu en er það einhver vitleysa í mér eða er nýja auglýsingin frá Umferðarstofu(Augun mín og augun þín) ekki bara snilldin ein? Loftmyndir af þjóðvegum landsins þar sem maður á að sjá móta fyrir mynd af látnu fólki í malbikinu. Maður finnur gæsahúðina hríslast upp eftir bakinu þegar að bíllinn þýtur inn í rammann í lokinn. Ekki skemmir að Ragnheiður Gröndal(held ég) syngur Vísur Vatnsenda-Rósu undir allan tíman, það er eitthvað við röddina í henni. Og síðast en ekki síst skemmir alls ekki fyrir að Kristín Una, dóttir Maríu systir, er aðalstjarnan í auglýsingunni, litla stelpan í upphafi.

Vísur Vatnsenda-Rósu

Augun mín og augun þín.
Ó þá fögru steina.
Mitt er þitt og þitt er mitt,
þú veist hvað ég meina.

Langt er síðan sá ég hann
sannlega fríður var hann.
Allt sem prýða má einn mann,
mest af lýðum bar hann.

Þig ég trega manna mest,
mædd af tára flóði.
Ó, að við hefðum aldrei sést
elsku vinurinn góði.


Skáld-Rósa Guðmundsdóttir"Ó þá tíma, þegar ljóð gátu byrjað á Ó."

mánudagur, 12. júlí 2004

Útilega/Útileiga/Útilega/Útlega

Góðan daginn hér. Upphaflega hugmyndin í bloggstandinu var að blogga á hverjum degi og hafa þetta einhverskonar dagbók, ég sé það núna að það gengur ekki upp.

Við Dýa fórum í útilegu um helgina.
Staðsetning?: Þrastalundur.
Ferðafélagar?: Ingi(bróðir Dýu), Heiðbjört(kærasta Inga), Sigvarður litli(sonur þeirra), Davíð(stjúpbróðir Dýu), Jökull litli(Sonur Davíðs), Kristín(stjúpsystir Dýu) og Atli(bróðir Dýu) mætti þarna í mýflugumynd. Fínir ferðafélagar alveg hreint.
Matur?: Já takk.
Ölvun?: Já, allavega á föstudagskvöld/nótt/laugardagsmorgun.
Þynnka?: Á laugardeginum já, en samt ekki sú versta.
Gott að sofa í tjaldi?: Nei, engan veginn.
Guðlaugur?: Já, tvisvar.

Guðlaugur = = =

Uppfært: Fyrir þá sem ekki vita þá er Guðlaugur "fulli kallinn" sem er alltaf á þeim svæðum sem fleiri en 20 manns koma saman. Hann kom tvisvar til okkar á tjaldsvæðið og var leiðinlegri í bæði skiptin. Guðlaugur er holdgervingur ömurleikans.


Þetta var ágætt allt saman en það var líka mjög gott að liggja í sófanum á sunnudeginum þegar maður var kominn heim. Með steinsteypta veggi, loft og gólf allt í kring, DVD og heimabíó, ískalt gos með klaka í og afganga útilegunnar til að narta í. Ég hef ekkert á móti útilegum en maður verður að vera vel græjaður.

Það er mikið búið að hlaðast upp hjá mér af umsóknum um sjúkradagpeninga síðustu daga aðallega vegna leti og einbeitingarskorts. Nú er annaðhvort að bretta upp ermarnar og rumpa þessu af eða bara að synja öllum og stinga umsóknunum inní skáp.

ps.
Siggi ef þú ert að lesa, er einhver stigamennska í kvöld?

fimmtudagur, 8. júlí 2004

Könnun

Ég er að prófa að setja inn könnun hérna á þetta blogg, takið þátt endilega. Þetta var einhver könnun sem var sjálfgefin í upphafi, ég límdi bara einhvern kóða inn í HTML-ið.
Þarna
*Uppfært: Búinn að þýða könnunina yfir á íslensku án séríslenskra stafa þó. Skýlaus krafa af hálfu Bjórmálaráðherra sem ekki var hægt að skorast undan.
Það má búast við því að niðurstöðurnar úr þessari könnun verði sláandi og muni jafnvel hafa áhrif á líf á öðrum plánetum!Talandi um kannanir, kjósum Eið Smára sem fyrirliða Chelsea á heimasíðu félagsins(neðar til vinstri). Heimasíða Chelsea FCmiðvikudagur, 7. júlí 2004

Hugleiðing ein

Heyrði í útvarpinu í dag þar sem einhver lögfræðingur var að tala um það að ef nýju fjölmiðlalögin fara í gegnum alþingi og Óli 4seti synjar undirskrift og þau fara í þjóðararkvæði og þau eru felld þar, þá taka gildi þau lög sem voru í gildi áður. Og hvaða lög eru það? Jú lögin sem Óli 4seti er nú þegar búinn að synja og áttu að fara í þjóðaratkvæði. Þetta er ótrúleg glufa í þessum stjórnskipunarlögum, það væri hægt að búa til langa og nánast óleysanlega endaleysu í kringum þessa glufu. Það eina sem gæti bjargað málunum er að menn umgangist stjórnarskránna og stjórnskipunarlögin af virðingu og brjóti odd af oflæti sínu.

Hvernig er hægt að misskilja þetta?:
26. gr. Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.


Þetta er allt hið vandræðalegasta fyrir stjórnarflokkana. Svipað og þegar Ingibjörg Sólrún laug því að kjósendum að hún ætlaði ekki að bjóða sig fram til alþingis.

Annars hugar

Á voðalega erfitt með að einbeita mér að vinnunni þessa dagana, hugurinn er annarsstaðar og í allt öðrum pælingum en útdeilingu bóta. Þannig er að ég er með umsókn í Háskóla Íslands um nám í Lögfræði í haust og núna rétt í þessu var ég að fá staðfestingu frá skrifstofu nemendaskráar Háskólans að ég sé búinn að fá inngöngu! Nú þarf maður bara að finna leiðir til að fjármagna þetta allt saman, innritunargjald, bækur, húsnæði og fleira, og sennilega eitthvað fleira ofan á það. Er með umsókn í Stúdentgörðum en síðast þegar ég gáði var ég númer 150 í röðinni eða eitthvað álíka, veit einhver um það hvort hægt sé að fara bakdyramegin þarna inn? Ef svo er þá er e-mailið mitt hérna fyrir neðan færsluna.Nokkur skemmtileg sektardæmi:
REGLUGERÐ um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim.

6. gr. Leikir o.fl.
1. mgr.: Stokkið af eða upp í ökutæki á ferð eða verið utan á ökutæki á ferð 5.000
2. mgr.: Hangið í ökutæki á ferð 5.000
3. mgr.: Leikur á vegi veldur óþægindum fyrir umferð 5.000

9. gr. Skemmdir á umferðarmerkjum
1. mgr.: Umferðarmerki numið á brott eða breytt 5.000

10. gr. Skyldur við umferðaróhapp
1. mgr.: Eigi numið staðar og veitt hjálp 10.000
Neitað að skýra frá nafni og heimilisfangi 10.000

14. gr. Hvar skal aka á vegi
1. mgr.: Ökutæki eigi haldið nægjanlega til hægri 5.000
3. mgr.: Of stutt bil milli ökutækja 5.000

27. gr. Stöðvun ökutækis og lagning þess
2. mgr.: Lagt á röngum vegarhelmingi o.fl. 5.000
4. mgr.: Eigi gengið frá ökutæki með tryggilegum hætti 5.000
5. mgr.: Dyr ökutækis opnaðar til hættu eða óþæginda o.fl. 10.000

35. gr. Óþarfa hávaði o.fl.
1. mgr.: Óþarfa hávaði frá vélknúnu ökutæki 5.000
Óþarfa loftmengun frá vélknúnu ökutæki 5.000

45. gr. Ölvunarakstur
6. mgr.: Stjórnað eða reynt að stjórna hjóli eða hesti undir áhrifum áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna 5.000

77. gr. Óhreinkun vegar o.fl.
1. - 2. mgr.: Munum fleygt eða þeir skildir eftir á vegi þannig að þeir hafa í för með sér hættu eða óþægindi fyrir umferð 10.000þriðjudagur, 6. júlí 2004

Munaði litlu...

The Far Side

Fór í bakaríið í morgun og bað um kleinu, tók ekki eftir því fyrr en áðan að þetta var vínarbrauð sem ég fékk, bara ágætis vínarbrauð. Fæ mér pottþétt kleinu aftur.

Hef lítið að segja núna en sjáum til hvað gerist seinna í dag, það eru ævintýri sem bíða manns á hverju horni, sérstaklega þegar maður er að vinna á Tryggingastofnun ríkisins.

En núna langar mig að vekja athygli á teiknimyndaseríu sem heitir "The Far Side". Þessi teiknari hefur einstakt lag á að fá mig til þess að brosa, svona hugsa birnirnir í "The Far Side":


mánudagur, 5. júlí 2004

Gamall skápur

Laugardagskvöldið á landsmótinu var ekki með jafnháan stuðsstuðul eins og föstudagskvöldið. Hápunkturinn var eiginlega þegar ég, Grettir og Siggi sátum inni í bíl í dágóða stund og fórum yfir stöðuna, ræddum málin og létum allt flakka.

Fór svo í gær á Metallica tónleikana með Ásgeiri frænda, við fengum frímiða sem frænka okkar reddaði óvænt. Vorum ca. 2 tíma í bæinn vegna umferðar, manni leist ekki á blikuna þegar við blasti að tónleikagestir voru að leggja bílnum sínum nánast út við Vestulandsveg, án gríns. Ákvað að skoða málið betur og endaði í löglegu stæði ca. 100 metrum frá aðalinnganginum á besta stað. Þegar maður kom inn fann maður til smæðar sinnar því að annað eins mannhaf hef ég ekki séð áður með berum augum, 18.000 manns í 10 - 11 þúsund fermetra gufubaði. Ég kannaðist við eitt lag...held ég...og aðalmálið var að rekast ekki utan í löðrandi sveitta unglingana, var aðallega úti í anddyri að skoða mannlífið. Ásgeir fann félaga sína að norðan og þeir sáu um sig. Þraukaði til kl. 23 og þá fórum við á Hellu aftur. Sofnaði í kringum eitt leytið og vaknaði kl. 6 til að keyra í bæinn aftur. Ég er þreyttur gamall skápur í dag.

laugardagur, 3. júlí 2004

Fór á...

þetta landsmót í gær, það var ljómandi gaman bara, hestarnir voru aukaatriði. Fór allt friðsamlega fram fannst mér, maður var að veltast þarna til 7 náttúrulega. Mættum tengdó í eldhúsinu þar sem þau voru nývöknuð. Ég týndi símanum mínum og er búinn að vera í smá bömmer yfir því en núna rétt í þessu var ég að frétta það að hann var allan tímann inni í bílnum hjá Gretti þannig að það kætir mann aðeins. Nú er maður að reyna að safna orku til að fara aftur þarna uppá svæði, ég hálf nenni því ekki eins og er en ætli maður slái samt ekki til. Maður er að verða gamall eða er orðinn það nú þegar.Skál.


föstudagur, 2. júlí 2004

Off...

to Hella. Sjáumst á landsmóti.


Hvað gæti hann verið að segja þarna?

"Herra dómari, leyfi til þess að nota snyrtinguna?"


Sennilega mynd vikunnar.

Stóra majónesdósarmálið!

Majonesdós risin í óleyfi við Suðurlandsveg
Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi segir að ekki verði annað séð en að majonesdós nokkur mikil við Suðurlandsveg rétt vestan Þjórsár sé risin þar í óleyfi viðkomandi yfirvalda og um brot kunni að vera á náttúruverndarlögum.
Samkvæmt upplýsingum frá sýslumanni hefur hann látið fara fram könnun hjá viðeigandi yfirvöldum og niðurstaða hennar er sú, að engin leyfi hafa verið veitt.

Ólafur Helgi segir að ekki hafi verið leitað til sýslumanns á Selfossi um leyfi þrátt fyrir að svo hafi mátt skilja í fréttum sjónvarps klukkan 22 í gærkvöldi.

Hann segist vænta þess að „ónákvæmum fréttaflutningi af majonesdósinni linni þar til eigendur hafa leitt í ljós hverra leyfa þeir hafa aflað sér til þessar staðsetningar.“ Málið er áfram til athugunar hjá sýslumannsembættinu.


Þegar ég sá þessa dollu fannst mér ég vera kominn til Bandaríkjanna, þó að ég hafi aldrei komið þangað hefur maður séð myndir þaðan af þjóðvegum þar sem auglýsingar eru oft eitthvað á þessa leið, hlutur sem allir þekkja í ákveðinn stærð tekinn og margfaldaður hlutfallslega upp þannig að hann ögri áhorfandanum. Erum við alltaf að líkjast Bandaríkjamönnum meir og meir? Mér finnst það og vil ég nefna til dæmis nýlegan dóm í Hæstarétti í Stóra málverkafölsunarmálinu, þar voru í fyrsta skipti í íslenskri réttarfarssögu(að mér skilst) ekki tekin gögn til greina sem sönnuðu sekt manna því að öflun þeirra var ekki með löglegum hætti. Hvað hefur maður ekki oft séð þetta í bíómyndunum? Morðvopnið fannst í skotti grunaðs morðingja en það gleymdist að fá leitarheimild og því má ekki nota sönnunargagnið fyrir rétti. Eða eitthvað álíka. Þetta er sjálfsagt erfitt að eiga við allt saman. Hvað finnst þér?


Þess má geta að þetta majónesmál kemur mér ekkert við þó að nafnið mitt standi stórum stöfum á dollunni.

Spekingar spjalla...

Hef lítið að segja en í tilefni af landsmóti hestamanna langar mig að benda á umræðu á annarri bloggsíðu þar sem fróðir menn spjalla um hross og ýmislegt sem þeim viðkemur. Þar eru fremstir í flokki þeir bræður Helgi og Garðar, vel þekktir í hestaheiminum. Þess má geta að Samúel Örn hefur alla sína hestavitneskju frá þeim. Smellið hér. Af síðu Helga.

Annars líst mér ekkert á þetta landsmót.

fimmtudagur, 1. júlí 2004

Andskotinn hafi það

Jæja þá er búið að eyðileggja fyrir manni úrslitaleikinn, leiðinlegt og varnarsinnað lið Grikkja sér til þess. Ég vona að Portúgalar rúlli hressilega yfir þá en á því eru litlar líkur þar sem að Grikkir spila eins og Þjóðverjar, enda er þjálfari Grikkja Þjóðverji. Og nú eru þeir orðnir Grikkverjar sem er tvöfalt verra en að vera bara Þjóðverji eða Grikki. Þá er þetta allavega komið á hreint.

Takk fyrir.

Fróðleiksmoli dagsins

ELVIS FACTS

Birth Name: Elvis Aaron Presley
Birthdate: January 8, 1935
Birthplace: Tupelo, MS
Date of Death: August 16, 1977
Occupations: Actor, Musician

Family:
Brother: Jesse Garon, Elvis' twin; born January 8, 1935; died same day
Mother: Gladys Smith Presley; born April 25, 1912; died August 14, 1958
Father: Vernon Elvis; born April 10, 1916; died June 26, 1979
Daughter: Lisa Marie; born February 1, 1968; married and divorced Michael Jackson.


Kominn í...

bæinn aftur og er rennsveittur hér í TR að reyna að afgreiða þjóðina um bæturnar sem það á skilið. Eða hvað?
Mest sláandi við þetta starf mitt finnst mér hvað margir krakkar eru ungir sem sækja um sjúkradagpeninga. Einn skjólstæðingur sem ég afgreiddi um daginn var fæddur árið 1987 og var að koma úr meðferð, langri meðferð, tæpt ár með smá hléum. Þetta væri kannski nóg en í læknisvottorðinu stóð að viðkomandi væri búinn að eiga við áfengisvandamál frá 11 ára aldri! Hvað er að gerast í þessu þjóðfélagi?

Jæja svo er leikur í kvöld, Tékkland-Grikkland, og að sjálfsögðu halda allir með Tékklandi þar sem að liverpoolmaður er þar fremstur í flokki, Milan Baros. Ég spáði 2-0 í tippleiknum sem Helgi Jóns stendur fyrir. Ég er búinn að missa af lestinni í toppbaráttunni þannig að ég lét Dýu bara spá fyrir leikina í dag og í gær. Hún krækti í 1 stig fyrir mig í gær í Portúgalsleiknum, hún spáði 3-2 fyrir Portúgal en Portúgal vann 2-1, ekki svo fjarri lagi. Nú er bara að bíða og sjá hvort það verði fullt hús stiga í kvöld.

Sláandi frétt hér, heimildamenn mínir segja mér að þetta sé bíllinn hans Krilla/Jonna/Kristjóns bróður tengdamömmu. Þess má geta að það var ekki ég sem var á bílnum þó svo að það stemmi við ferðalög mín á síðasta sólarhring.

Tilvitnun af síðunni hans Sævars vinar míns:
"Ólafur Ragnar Grímsson er eins og strokleður í framan".

Hér er einmitt mynd af Ólafi þegar hann var nýdottinn af hestbaki á Leirubakka, öskrandi og emjandi eins og stunginn grís.


...það er nokkuð til í þessu ef maður spáir í það.