fimmtudagur, 1. júlí 2004

Andskotinn hafi það

Jæja þá er búið að eyðileggja fyrir manni úrslitaleikinn, leiðinlegt og varnarsinnað lið Grikkja sér til þess. Ég vona að Portúgalar rúlli hressilega yfir þá en á því eru litlar líkur þar sem að Grikkir spila eins og Þjóðverjar, enda er þjálfari Grikkja Þjóðverji. Og nú eru þeir orðnir Grikkverjar sem er tvöfalt verra en að vera bara Þjóðverji eða Grikki. Þá er þetta allavega komið á hreint.

Takk fyrir.

Engin ummæli: