miðvikudagur, 28. júlí 2004

Hvað er týpískara?

Ég á ekki til eitt aukatekið orð! Þetta er orðið jafn öruggt og sólarupprásin!

Tekið af Liverpool.is

Smicer frá í 6-8 vikur?

Meiðslasaga Vladimir Smicer hjá Liverpool hefur verið með ólíkindum. Og enn er ekkert lát þar á. Nú er ljóst að Smicer mun ekki leika meira með Liverpool í Bandaríkjaferðinni vegna meiðsla á hné og hugsanlegt er að hann þurfi að fara í uppskurð. Læknar Liverpool telja að brjósk í hnénu hafi skemmst og mun hann hitta skurðlækni á morgun til að kanna hvort hann þurfi að gangast undir aðgerð.

"Ég átti í vandræðum með hægra hnéð í lok síðasta tímabils. Ég gat hins vegar leikið á EM án vandræða en ég vissi að það yrði erfitt þegar ég kom aftur til æfinga hjá Liverpool á undirbúningstímabilinu. Hnéð er ennþá aumt og fer sífellt versnandi.

Ef ég þarf að fara í aðgerð mun ég gera það á föstudaginn. Þetta er slæmur tími til að meiðast nú þegar nýi stjórinn er nýkominn. Ég vildi ekki fara í aðgerð áður en tímabilið hæfist en ef ég verð ekki orðinn góður þá hvort eð er get ég ekki mikið gert. Ef það er nauðsynlegt að ég fari í aðgerð núna þá geri ég það. Þetta er smávægileg aðgerð og ég yrði þá frá í 6-8 vikur, en ef brjóskið er skemmt verð ég lengur frá."


Kewell meiddur

Gömul ökklameiðsli tóku sig upp hjá Harry Kewell í leiknum gegn Celtic. Óvíst er hvort hann geti hafið keppnistímabilið með Liverpool.

Kewell meiddist á vinstri ökklanum, sem er sami ökklinn og angraði hann seinni hluta síðasta tímabils. Ekki er ljóst ennþá hvað hann verður lengi frá af þessum sökum.
Uppfært:
Engin meiðsli hjá Kewell

Liverpool hefur vísað á bug fregnum þess efnis að Harry Kewell sé meiddur.

"Við höfum ekki hugmynd um hvaðan þessar fréttir eru sprottnar," segir Ian Cotton fjölmiðlafulltrúi Liverpool. "Harry hefur æft eins og venjulega með hópnum í þá tvo daga sem liðið hafa frá leiknum við Celtic."

Þar með getum við hætt að hafa áhyggjur af því, í bili að minnsta kosti.


------------------------------------------------------------------

Engin ummæli: