þriðjudagur, 28. desember 2004

Sérstaklega fyrir Björn

Síðasta umferð fór þannig að Bjössi og Gúrkan fengu 600 stig og þar af leiðandi flest stig af þeim sem eru í hópnum Apollon. Ég er enn efstur og jók forskot mitt. Ánægður Björn?

Það er önnur umferð í dag og á morgun, ég held að það sé síðasta umferð ársins og því má segja að keppnin sé hálfnuð. Sjáum til hvort að ég taki ekki nettan pistil að þeirri umferð lokinni.

þriðjudagur, 14. desember 2004

AAAAAAAAAAAARRRRG!!!!!


Ég þooooli þetta Liverpool lið ekki mikið lengur!!!
(%$#"/((%)&%#"#!!¨!%"&$##//(**Ritskoðað**

Fantasy blog

Óhætt að segja að skorið hafi verið mjög spes þessa umferðina:Tinni og Wenger's understudy eru jafnir á toppnum, Góðbjór Albions hlýtur að vera súr. Ég dett niður í 5. sæti úr því fjórða, Hudz stóð sig nokkuð vel, of vel. Gúrkan og Butts eru eitthvað að láta vita af sér þarna niðri. Wallabees virðast heillum horfnir, eða hvað? Mendoza skeit alvarlega í sig og er kominn í skorflokk með Ólafsrauð sem hlýtur að teljast mjööög slæmt. Lítur út fyrir að Kingpin sé ekki að spá í þetta.

Ég verða að viðurkenna að ég skil ekki alveg það sem stendur á forsíðunni á Draumadeildarsíðunni. 3 umferðir eftir? Ég skil það að verðlaunum sé skipt fyrir og eftir áramót en munu stig núllast um áramót??? Veit það einhver?


ps.
Er annars bara að lesa og því er ég ekki aktívur í neinu þannig séð - semsagt til að útskýra bloggleysi og annað leysi.

miðvikudagur, 8. desember 2004

Jólin eru komin!

Við unnum 3-1 og það mátti ekki tæpara standa, urðum að vinna með tveimur mörkum.

Þvílíkur leikur!

Læt myndirnar tala, get ekki skrifað meira.Mark Baros dæmt afNúnez ekki að vinna vinsældakosningar 0-1Pongolle jafnar 1-1Mellor kemur okkur yfir 2-1Gerrard klárar dæmið 3-1Gaurinn brosir!

Do or die...

Djöfulsins ruddaleikur í kvöld - púllarar allra landa sameinist! - meistaradeildin eða dauði. Besti leikmaðurinn okkar, Steven Gerrard, búinn að segja beint/óbeint að hann sé farinn í sumar ef við vinnum ekki í kvöld. Ef hann fer þá erum við í mjög vondum málum og brottför hans gæti haft dominó-áhrif í för með sér.

Sagan segir að við verðum að vinna annaðhvort 1-0 eða lágmark með tveimur mörkum ef Olympiakos skorar mark/mörk. Djöfulsins spenna! Djö-ful-sins spenn-AAA! Hvar er Valíumið?


Var annars að vakna á milli 10 og 11 eftir að hafa sofið 2-3 tíma aðfararnótt þriðjudags, nú er lærdómur fram að leik.

Hvar ætla menn að naga neglurnar yfir þessu?


ps.

DV halda áfram að djöflast í Ástþóri - og ég fíla það...hehehe.

mánudagur, 6. desember 2004

Stuð og fjör!...þú skilur...;)

Hvers vegna féll þjóðveldið?

Til að svara þessari spurningu þarf fyrst að komast að niðurstöðu um hvað þjóðveldið var. Þetta geta í raun verið tvær mismunandi spurningar eftir því hvað við teljum þjóðveldið hafa verið.

Við getum litið svo á að þjóðveldið hafi verið það samfélagsform sem var við lýði á Íslandi fram til 1262, þegar landsmenn féllust á yfirráð Noregskonungs, án tillits til þess hvernig stjórnarfar þróaðist á þeim tíma.

Einnig er hægt að líta svo á að þjóðveldið hafi verið það stjórnarform sem lýst er í Grágás, lögbók þjóðveldisins, og öðrum ámóta heimildum og einkenndist af goðorðum. Þetta stjórnarform byggði á persónulegum tengslum goðanna við bændur (þingmenn goðanna) sem tilheyrðu goðorði þeirra. Goðorðin höfðu engin landfræðileg mörk og gátu þingmenn tveggja eða fleiri goðorða búið hverjir innan um aðra þótt yfirleitt byggju flestir þingmenn hvers goðorðs nálægt goðanum. Goðorðin líktust bandalögum þar sem goði og þingmenn voru skuldbundnir til að styrkja hverjir aðra; vernda og verja fyrir ágangi annarra. Þingmenn höfðu síðan rétt (að minnsta kosti í orði kveðnu) til að „færa þingfesti sína”, það er flytja sig úr einu goðorði í annað án þess að færa búsetu sína.

Þetta stjórnkerfi var afar veikt og átti erfitt með að taka á stórum vandamálum, setja niður deilur voldugra manna og tryggja friðinn. Það gekk aðeins meðan valdajafnvægi ríkti meðal goðanna. Menn virðast hafa gert sér grein fyrir þessum veikleika kerfisins og því lagt ríka áherslu á að viðhalda jafnvæginu, sem tókst í stórum dráttum fram undir aldamótin 1200. Engu að síður voru komin fram fáein héraðsríki nokkru fyrir þann tíma; þau helstu í Árnesþingi og í Skagafirði. Héraðsríkin urðu oftast til við samruna tveggja eða fleiri goðorða og voru þeim frábrugðin í því að þau höfðu föst landamæri og því gátu menn ekki lengur fært þingfesti sína heldur réðst hún af búsetu. Með þessu varð mikil breyting á sambandi goða og þingmanna sem fór að líkjast fremur sambandi yfirvalds og þegna. Að forminu til voru yfirmenn héraðsríkjanna aðeins goðar, eins og fyrirrennarar þeirra, en vald þeirra var orðið mun meira en áður enda voru þeir yfirleitt kallaðir höfðingjar fremur en goðar.

Um aldamótin 1200 varð mikil hreyfing á Íslandi í myndun nýrra hérðasríkja. Höfðingjavald efldist þá stórum og um 1220 má segja að nánast allt landið hafi skipst á milli 10 eða 12 ríkja. Ef við eigum við hina fornu stjórnskipun með hugtakinu þjóðveldi má segja að það hafi þegar verið liðið undir lok á þessum tíma. Fram til 1262 má segja að Ísland hafi verið lauslegt samband nokkura smáríkja þar sem sameiginleg yfirstjórn var varla til.

Orsakirnar fyrir þessari breytingu eru umdeildar. Sumir hafa talið að stofnun biskupsstólanna í Árnesþingi (í Skálholti) og í Skagafirði (á Hólum) hafi kallað á samþjöppun veraldarvalda til mótvægis við vaxandi vald biskupanna og því hafi héraðsríki fyrst orðið til í Árnesþingi og Skagafirði. Síðan hafi þetta valdið keðjuverkun þar sem grannar hinna nýju héraðshöfðingja hafi þurft að mynda mótvægi gegn völdum þeirra og þannig hafi goðorðin fallið hvert af öðru eins og dómínókubbar kringum landið. Aðrir hafa bent á að náið samband var á milli fyrstu biskupanna í Skálholti og héraðshöfðingjanna í Árnesþingi enda voru þeir allir af sömu ættinni. Einnig hefur verið á það bent að líklega hafi mismunur ríkra og fátækra farið vaxandi frá landnámstímanum og sífellt auðugri menn voru að koma fram. Stjórnkerfi þjóðveldisins var ekki nægilega öflugt til að halda slíkum mönnum í skefjum ef þeir vildu fá sitt fram með valdi og þessar aðstæður kölluðu á öflugra yfirvald en áður.

Fræðimenn hafa ekki orðið á eitt sáttir um orsakir þess að héraðsríkin mynduðust en ef til vill má segja að allar skýringarnar feli í sér að samfélagið varð sífellt flóknara eftir því sem tíminn leið frá landnámi, hvort sem það var með tilkomu kirkjunnar, eflingu auðmanna eða af öðrum orsökum. Goðorðakerfið var of veikburða til að takast á við þessar breyttu aðstæður og því leituðu menn annarra lausna.

Hér má hafa í huga að goðorðakerfið var einstakt í heiminum en höfðingjaveldið sem við tók var aftur á móti lítt frábrugðið því sem hefur einhvern tíma tíðkast í flestum löndum heims.

Í raun er það svo allt önnur spurning hvers vegna Íslendingar gerðust þegnar Noregskonungs árið 1262. Eftir að héraðsríkin voru orðin allsráðandi leið ekki á löngu þar til þau fóru að berjast sín á milli um forræði á landinu öllu. Með héraðsríkjunum var komið fram mun öflugra valdatæki en verið hafði og höfðingjarnir gátu nú safnað stórum herjum til að koma málum sínum fram með illu ef það tókst ekki með góðu. Valdajafnvægi var úr sögunni og nokkuð augljóst að allt stefndi í að landið yrði sameinað undir eitt vald. Þjóðveldið, í hvaða skilningi sem er, var þegar hér var komið sögu dauðadæmt. Spurningin var aðeins hvað tæki við.

Síðari tíma Íslendingum hættir til að líta á þessa atburði í ljósi sjálfstæðisbaráttu 19. og 20. aldar og telja oft að það mikilvægasta í sambandi við konungshyllinguna 1262 hafi verið „missir sjálfstæðis”. Óhætt er að fullyrða að 13. aldar Íslendingar hafa ekki litið svo á. Nútíma þjóðernishyggja, með höfuðáherslu á sjálfsforræði þjóða, er síðari tíma fyrirbæri og var óþekkt á miðöldum. Vandamálið sem blasti við á Íslandi um miðja 13. öld var fyrst og fremst hvernig ætti að koma á friði í landinu og tryggja um leið sæmilegt öryggi fólks. Hin augljósa leið var að koma öllu landinu undir eina stjórn og sennilega hefur mörgum verið ljóst að þróunin stefndi í þá átt.

Það sameiginlega yfirvald sem komst á var hið norska konungsvald en fræðilega er ekkert því til fyrirstöðu að það hefði getað verið eitthvað annað. Sem dæmi má nefna að landið hefði getað orðið sjálfstætt jarlsdæmi í lauslegum tengslum við Noreg. Ýmsir höfðingjar virðast hafa stefnt að slíkri lausn og konungsvaldið sýnist hafa verið að reyna að koma til móts við slík sjónarmið með hinu skammlífa jarlsdæmi Gissurar Þorvaldssonar sem lauk með dauða hans 1268.

Einnig hefði komið til greina að stofna sérstakt konungsríki á Íslandi en vegna náinna sögulegra og menningarlegra tengsla við Noreg er óvíst að það hafi verið talið raunhæft. Noregskonungur var áhrifamikill á Íslandi frá fornu fari og til hans leituðu Íslandingar í miklum mæli að sækja sér upphefð. Hin augljósa lausn á vanda Íslands á 13. öld hlaut því að felast í því að tengjast Noregskonungi með einhverjum hætti enda vann konungur að því leynt og ljóst um þessar mundir að safna undir sig byggðum norrænna manna við norðanvert Atlantshaf.

föstudagur, 3. desember 2004

G'day sir!

Góðan dag! Er ekki kurteisi að bjóða góðan daginn? Mætti kannski spyrja ákveðinn kennara í Lagadeild að því...

Lítið sem ekkert í gangi annars. Setti lítinn og sætan jólasvein hér í hliðarsvæðið eins og sjá má. Hann lýsir kannski anda jólanna betur en kókakólajólasveinninn. Man annars einhver afhverju jólin eru haldin? Fæddist ekki Jóhannes í Bónus þá...?

Gestabókin er risin upp frá dauðum, situr hún við hægri hönd innleggja almáttugra og mun þaðan koma, að dæma lifendur og dauða. Fann hana útí frosinni mýri og náði að endurlífga hana með því að gefa henni heitt kakó og rauða stafi. Hvet fólk sem ekki hefur skrifað í hana að skilja eftir sporin sín þar, þarf ekki að vera merkilegt til að teljast gilt sem gestabókarskrif.

Er annars farinn austur að gefa rollunum.


ps.
Speki dagsins: "Allt er í eðli sínu einfalt, það er bara einhver búinn að gera það flókið."

miðvikudagur, 1. desember 2004

Í tilefni daxinsSamningar náðust 1918 um fullveldi Íslands í konungssambandi við Danmörku. Sambandslagasamningurinn var lögtekinn í báðum löndum og tók gildi 1. desember 1918.

Ísland var nú orðið ríki út af fyrir sig, konungsríkið Ísland, og hafði samningsbundinn rétt til að segja upp sambandinu við Danmörku að 25 árum liðnum.

Fullveldið 1918 var stærsta formlega skrefið til sjálfstæðis landsins. Því var fylgt eftir 1944 með því að slíta sambandinu við Danmörku og stofna sjálfstætt lýðveldi. Það var gert á Þingvöllum á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar 17. júní.

Hundrað árum áður bjuggu Íslendingar við einveldi erlends konungs. Nú nutu þeir óskoraðs sjálfstæðis í eigin þjóðríki.

þriðjudagur, 30. nóvember 2004

Afturhaldskommatittsflokkur...

...eða afturhaldshommatittsflokkur eins og virðulegur fréttamaðurinn á Rás 2 sagði í fjögurfréttum í gær...mismælti sig greyið. Alltaf fjör á Alþingi þegar Davíð verður pirraður. Öllu fjörugra en til dæmis fyrirspurnin sem Björgvin G. Sigurðsson kom með á Alþingi til iðnaðarráðherra þann 7. okt síðastliðinn, endilega kíkið á hana með því að smellla hér.


Annars er nú meira vælið í Arsenal-mönnum í dag, tek hér eitt dæmi;

Henry: Injuries to blame
Arsenal striker Thierry Henry believes a catalogue of injury problems have contributed to the Gunners' slump in form of late.

Einmitt vinur, injuries my ass! Ekki tala um injuries við okkur Liverpool-menn. Ætli þeir þurfi bara ekki eitt gott faðmlag frá mömmu þessir kjóar.......hehehe.


Var í síðasta tímanum í morgun í Almennri lögfræði. Nú er upplestrarfríið formlega byrjað í því fagi en þarf samt að fara í einn tíma enn í Réttarsögu á föstudaginn. Nú hefst lesturinn ofurlegi.

Talandi um lestur. Keypti bók Jóns Steinars Gunnlaugssonar um daginn, "Um fordæmi og valdmörk dómstóla", sem hann gaf út í fyrra. Þessi bók er snilld og einmitt bókin sem ég þurfti á að halda á þessu stigi í náminu. Hann dregur hlutina saman á hnitmiðaðan og "einfaldan" hátt, allavega miðað við fyrirrennara hans í lagabókaskrifum. Þeir sem hafa lesið eitthvað undanfarið hér á síðunni hafa eflaust tekið eftir því að ég hef mikið vælt um langlokuskrif og þvælt orðalag í þessum fræðibókum í lögfræði. Í innganginum í bók Jón Steinars fékk ég eins konar "backup" á þessari skoðun minni. Hér er tilvitnun í innganginn;
"Mér finnst þeir sem skrifa um lögfræði hafa nú fremur en áður tilhneigingu til að skrifa langt og stundum fremur óskýrt mál þar sem meginefni hverfur í málæði um einskis verða hluti og aragrúa tilvitnana í aðra höfunda sem sagt hafa það sama á undan. Það er eins og menn telji að fræði þeirra verði metin af lengdinni og umfangi umbúðanna."
Nákvæmlega, takk fyrir þetta.

mánudagur, 29. nóvember 2004

Ekki orgasmic sensation!

USSSS!!! SUSSSSS!! OG SVEIATTAN!!!


Þetta var nú ljóta umferðin, allavega hvað mig varðar. Bræðurnir 3(Kiddi, Guðni og Höddi) riðu feitum hesti frá umferðinni og spurning hvort að þarna hafi verið ólöglegt samráð á ferðinni...hmmmm?

En eins og sjá má þá voru Góðbjór Albions hlutskarpastir í þetta sinn og hafa þeir með frammistöðu sinni náð toppsætinu af Wengers understudy. Hudz F.C. stukku fram úr Winchtestertonfieldville Wallabees sem halda áfram að hríðfalla niður töfluna. Athyglisvert er að sjá tvö lið í neðri hlutanum sem eru að sýna klærnar; Mendozas Fat Dogs og Gúrkuna, þeir eru greinilega búnir að taka þumalinn úr rassgatinu loksins...hehehe.

Ég held 4. sætinu með naumindum eftir vægast sagt lélega frammistöðu. Ég fór ekki alveg hefðbundna/"örugga" leið þessa umferðina og því bjóst ég við sviptingum en ég var að vona að þær yrðu á jákvæðan hátt. Win some, lose some. Ég hef enga afsökun, ég hreinlega skeit á mig í þetta sinn.

sunnudagur, 28. nóvember 2004

Orgasmic sensation!!Já það getur vel verið að hann líti út eins og bóndastrákur undan Fjöllunum en mikið djöfull elska ég hann!!!! Markið var grííííðarlega mikilvægt, sérstaklega móralslega séð þó svo að stigin séu að sjálfsögðu bullandi velkomin líka. Jájájájájájájá!!!!!

Ég viðurkenni að ég var vel smeykur eftir að Arsenal jöfnuðu en mínir menn börðust eins og garðslöngur(með of miklum þrýstingi á semsagt).

Annars veit ég ekki hvernig þetta hefði farið ef Steven Gerrard hefði ekki leitt hópinn eins og sönnum fyrirliða sæmir.

Hvað er annars sameiginlegt með þessu tvennu hér fyrir neðan???
=

föstudagur, 26. nóvember 2004

Ekkert spes

Ekkert sérstakt blogg í dag nema það kannski að mig grunar að það verði sætaskipti í Draumadeildinni eftir þessa umferð...(**smella hér til að fá stemninguna**)

Svo getur fólk spáð í þessa mynd um helgina, hafið hana góða.? Hauskúpa eða borð ?


miðvikudagur, 24. nóvember 2004

Réttu mér vatnskönnuna

Lítið að gerast hjá mér annað en það að ég er þyrstur, alveg moldþyrstur. Eldaði saltkjöt í matinn og baunasúpan mín var alveg gjörsamlega briiimsölt! En hún var góð engu að síður eins og kjötið og allt. Þeir sem ekki vita hvað saltkjöt er þá er það kjöt sem kemur af Saltdýrinu sem lifir villt í Himalayafjöllum í Suður-Asíu milli Kína og Indlands, nánar tiltekið í Nepal. Þá hafið þið það.

Sigvarður stubbur kom í létta pössun í dag, alltaf gaman að fá hann í heimsókn.

Tvær jólaseríur komnar útí glugga, einhver mesta jólaskreyting sem ég hef komið nálægt um ævina, hananú! Hef ekki verið duglegur við þetta í fortíðinni, það verð ég að viðurkenna. Hef yfirleitt verið neyddur til þess. Núna er ég sætta mig við þessar skreytingar loksins og finnst þær hlúa að sálartetrinu í bleksvörtu skammdeginu.

Svo tókum við skötuhjúin göngutúr hér um þveran og endilangan Kópavoginn í kvöld, það var bara hressandi, jájá hressandi bara. Tók með mér vatnsdunk í ferðina, annars hefði ég sennilega farið að sleikja malbikið.


Liverpool-liðið get ég ekki talað um, svo miklar eru hörmungarnar...

Hvað er annars málið með þessar kokteilpylsur hér?


þriðjudagur, 23. nóvember 2004

"Heitasta" málið í dag?!!

Lesist í æsifréttastíl!! Dragið djúpt andann þegar upphrópunarmerki koma-->!!

Bloggsíðan garon.blogspot.com bregst ekki lesendum sínum frekar en fyrri daginn!! “Með puttann á púlsinum”, það eru lýsandi orð yfir síðuna þessa dagana!! Eins og flestir vita þá hefur verið mikill bruni niðri á Klettagörðum í nótt og í dag og hvað gerir fréttaritari garon.blogspot.com annað en að fara á staðinn til að færa lesendum stemninguna beint í æð!! Í myndböndunum sem hér fylgja koma við sögu slökkvilið, lögregla, höfrungur, útvarpsviðtal, ríkisútvarpsbifreið, vegtálmar og fleira!!


Ég veit að svona GIF-myndir eru óþolandi á vefsíðum þannig að ég ákvað að setja eina inn...

Hér er smá nasasjón!!
Sjá hér fyrir neðan myndböndin(íslenskt niðurhal)!! Í Myndbandi 2 fór ég nærri brunastað og tók þar með mikinn séns bæði fyrir heilsu mína og líka fyrir þær sakir að lögreglan var á hverju strái!! Lyktinni er ekki hægt að koma til skila í mynbandinu en hún var rosaleg og minnti helst á lyktina af...eeeehh...brennandi dekkjum!! En ég harkaði þetta af mér enda hef ég nú migið í saltan sjó og þetta var barnaleikur miðað við það. En semsagt, þetta hafðist og ég komst heill heilsu í hús með þessar sláandi myndir. Ótrúlegt þrekvirki en hvað gerir maður ekki fyrir lesendur?!?!

Fyrra myndbandið er ca 8 MB en það seinna er 26 MB þannig að þeir sem eru með slow netsamband ættu bara að sleppa þessu.

Myndband 1

Myndband 2

Athyglisvert er að skoða þessa atburði í ljósi vísunnar sem ég orti hér á blogginu þann 5. nóvember, það er greinilega eitthvað yfirskilvitslegt þar í gangi...Nú getur fólk róað sig niður...og þó!?

Ekki má gleyma að minnast á Draumaleikinn. Hér fyrir neðan má sjá skor helgarinnar.

Ekki þarf að rýna lengi í þetta til að sjá að undirritaður og hans lið, Komaso!, fengu langflest stig, langflest! Eru nú aðeins 90 stigum frá toppsætinu og einungis skitnum 20 stigum frá 2. sætinu. Nú er þetta aðeins spurning hvort að ég nái toppsætinu í næstu umferð eða þarnæstu. Komaso! eru komnir í 81. sæti af 6024 liðum á landsvísu, jájájájájá.

Liðin í 1. og 2. sæti og eigendur þeirra geta unað sáttir við að halda sætum sínum þessa umferð en þeir ætla að vera erfiðir ljáir í þúfu...&%($#((&!!

Athyglisvert er að sjá að Góðbjór Albions guldu afhroð og fengu aðeins 290 stig sem hlýtur að teljast...jahh...skelfilegt þegar litið er á heildarpakkann enda lýsir eigandi liðsins bræði sinni með það í commenti hér neðar (18. nóvember).

Það er ljóst að Winchtestertonfieldville Wallabees, og stjóri þeirra Palli G., eru loks að sýna sitt rétta andlit og eru að hrapa niður töfluna eins og....jahh...eins og eitthvað sem hrapar mjög hratt niður töflur - sama er að segja um Hudz F.C., bara spursmál hvenær þeir verða komnir í Stubbadeildina þarna niðri. Um aðra er ekkert að segja að þessu sinni.

Sláandi!

Sláandi blogg framundan hér...haldið ykkur fast í lyklaborðið. Er að smíða það saman umfangið er gríðarlegt. Ég endurtek, sláandi blogg!

fimmtudagur, 18. nóvember 2004

"Halda mætti fram þeirri fullyrðingu að..."


Þetta er fantasían......og hér er raunveruleikinn


Já nú heyrir maður bara "spól-hljóð" daginn út og inn. Ég ætla ekki að agnúast mikið yfir snjónum en ég væri alveg sáttur ef hann héldi sig upp til fjalla. Þetta kostar endalausan pening; snjómokstur, árekstrar og andleg veikindi landans í kjölfarið. Annars vantar mig vetrardekk, ef þú átt 14" nothæfar druslur einhversstaðar þá er ég til í að skoða það mál.

Svona er annars veðrið í Færeyjum ef þið voruð að spá í það:
Veðrið
Eitt lágtrýst, 994 hPa. millum Íslands og Føroya fer skjótt eystureftir og dýpist. Vestan fyri lágtrýstið rekur køld luft móti Føroyum. Lágtrýstið við Lofoten fer spakuliga í landsynning. Hátrýstið yvir Grønlandi fer somuleiðis í landsynning og verður væntandi yvir Føroyum leygardagin.Er voðalega eitthvað andlaus í blogginu núna. Er byrjaður að læra fyrir prófið stóra í desember. Á mjög erfitt með að byrja að læra fyrir próf sem er ekki fyrr en eftir 5 vikur, allan minn lærdómsferil hef ég annaðhvort lítið sem ekkert lært fyrir próf og ef það var lært þá var það yfirleitt síðustu 24 tímana fyrir próf. Það gengur að sjálfsögðu ekki í þessu fagi því að efnið er of-boðs-leg-a mikið sem þarf að fara yfir.

Annars má ég til með að nefna að ég tel mig hafa tekið eftir ákveðnu mynstri í málfari lögfræðinga og nefni ég nokkur dæmi hér því til stuðnings (tekið upp úr bók á hundavaði). Þetta kemur best í ljós við upphaf setninga:
"Hugsanlegt er að lagaákvæði..."
"Rétt getur verið að víkja frá þeirri reglu að..."
"Almennt er viðurkennt að..."
"Það er álitamál hvort telja beri..."
"Óhætt þykir að slá því föstu..."(nærri þvi fullyrðing!)
"Orða má það sem almenna reglu að..."
"Því hefur verið haldið fram að..."
"Orða má það sem almennt sjónarmið..."
"Segja má að..."
Það er einhver svona undirliggjandi tónn í þessu sem er að fullyrða aldrei um neitt. Það er svosem skiljanlegt í ljósi endanlausra undantekninga í lagafrumskóginum. Samt fyndið. Og svo toppar einn virtasti lagaskápur landsins þetta í Fréttablaðinu í gær með því að segja þetta um ímynduð veikindi kennarana: "Ég fæ ekki betur séð en að þetta sé mjög nærri því að vera ólöglegt". Það er gaman að þessu, þetta á eftir að gera mann snarruglaðan allt saman. Þó er ekki gott að fullyrða neitt um það.....

sunnudagur, 14. nóvember 2004

Annaðhvort eða - ekkert hálf

Ahhh hvað er gott að vera ekki eitthvað ryðgaður og ómögulegur á þessum sunnudegi þar sem vetur konungur hamast við að kæla landann og fólkið á neðri hæðinni er að leggja parket...eða að gera eitthvað sem krefst tíðra hamarshögga. Á ekki að sleppa öllu svona hamarsbrölti á sunnudögum? Það virðast ekki vera nein lög yfir þetta í "Lögum um fjöleignahús" en ég rak augun í það að það þurfa aðeins að vera reglur um hunda-og/eða kattahald í húsreglum fjölbýlishúsa. Þá má maður semsagt vera með krókódíl eða geit hér en ekki hunda og/eða ketti.
74.grein, 3.mgr.
Í húsreglum fjölbýlishúsa skal m.a. fjalla um neðangreind atriði:
1. Umgengni um sameign og um afnot hennar og hagnýtingu.
2. Bann við röskun á svefnfriði í húsinu a.m.k. frá miðnætti til kl. 7 að morgni og undanþágur frá því banni.
3. Skiptingu afnota sameiginlegs þvottahúss.
4. Hvernig þrifum sameignar og umhirðu lóðar skuli háttað og hverjar séu skyldur eigenda í því efni.
5. Reglur um hunda- og/eða kattahald sé það leyft, sbr. 13. tölul. A-liðar 41. gr.
6. Reglur um afnot sameiginlegra bílastæða.
7. Reglur um hagnýtingu séreigna að því marki sem unnt er.
Ég á ekki orð yfir siðleysi Kristins Björnssonar fyrrverandi forstjóra Skeljungs og núverandi hálfvita. Talaði um í viðtali við Stöð 2 í vikunni að "sér hafi orðið hált á svellinu", HÁLT Á SVELLINU?! Hvað er að þessu kvikindi? Og svo toppaði hann þegar hann sagði við fréttamanninn að sér þætti "ósmekklegt" að það væri verið að blanda konunni hans í þetta mál. Kallast þetta ekki að kasta steinum úr glerhúsi? Eða að kasta kleinum úr bakaríi jafnvel?


Liverpool náði með herkjum í gær að vinna "stórliðið" Crystal Palace sem voru án aðalmarkaskorara síns, alltaf sama brasið að vinna þessi skítalið. Í þessum leik skoraði Baros þrennu og í tilefni þess langar mig að velta einu fyrir mér. Það er mjög oft talað um í íslenskum íþróttafjölmiðlum um að "fullkomna þrennuna", sbr. "Milan Baros skoraði á 90. mínútu og fullkomnaði þar með þrennuna." Hvernig er hægt að fullkomna þrennu? Var einhver þrenna í gangi áður en hann skoraði þriðja markið? Nei ekki að mínu áliti, áður en hann skoraði þriðja markið þá var hann bara búinn að skora tvö mörk og því var engin þrenna í spilinu. Þegar hann skoraði þriðja markið þá var hann kominn með svokallaða þrennu, punktur. Áður en þrennan kom þá var hann búinn að skora tvennu.

Þetta er eins og þegar menn tala um að einhver hafi dáið snögglega - annaðhvort er maður lifandi eða dauður, það er ekki hægt að deyja öðruvísi en snögglega.

Lifið heil kæra mannfólk.

þriðjudagur, 9. nóvember 2004

Akkúrat!

Ég veit ekki hvort að einhver man eftir þessu hjá mér, skrifað 27. október síðastliðinn. Þar sem ég talaði um hvað mér finnst einfaldir hlutir vera oft gerðir flóknir í bollaleggingum ýmissa fræðinga, sjá úrdrátt úr bloggi þess dags hér:
"Mér finnst ótrúlegt hvað fræðingar geta flækt einfalda hluti fram og aftur, og þá er ég sennilega aðallega að tala um lögfræðinga. Ég hef oft verið í þeirri stöðu að vera ansi sáttur með einhverja lærdómslotu þar sem ég tel mig hafa komist að einhverri "solid" niðurstöðu um eitthvað ákveðið atriði, tel mig hafa skilgreint eitthvað sem ég hafði ekki hugmynd um hvað var áður en ég fór að lesa, svo fer ég að lesa aðeins meira. Og þá gerist það, hugtakið er tekið og krufið gjörsamlega niður í kvarka. Tökum dæmi um fordæmi í Hæstarétti; það eru nákvæmlega 153 blaðsíður í kennslubókum sem ég er búinn að vera að lesa um hvað sé fordæmi síðustu daga, ásamt öðru ítarefni. Eftir að hafa lesið þetta þvælda efni eftir sitthvorn fræðinginn er ég ekki miklu nær, farinn að halda að þetta sé fordæming..."

Rakst svo á þessa tilvitnun sem á að vera frá Albert Einstein, ég tek undir það sem hún segir og hún er í takt við það sem ég var að meina hér að ofan:
"Any intelligent fool can make things bigger and more complex... It takes a touch of genius - and a lot of courage to move in the opposite direction."
Albert Einstein

Eins og talað úr mínu hjarta.

föstudagur, 5. nóvember 2004

Jájájájá....

Austur núna förum við,
gott er það að gera.
Rímar það við slökkvilið?
Og kartöfluuppskera?


Jæja, dýrt kveðið, góða helgi.

fimmtudagur, 4. nóvember 2004

Rest in peace mbl.is

Fyrst og fremst langar mig að fagna væntanlegri bensínstöð Atlantsolíu, vildi óska þess að hún væri komin nú þegar:Jæja Bush hafði þetta nokkuð örugglega, þetta er það sem Kanarnir vilja og lítið við því að segja. Horfði á Ólaf Sigurðsson fréttamann ásamt gestum á Rúv og hann er gjörsamlega snarómögulegur sjónvarpsmaður að mínu viti. Hann hefði átt að vera tilnefndur til Gullkindarinnar, hefði átt góða möguleika þar.


::::Innskot::::

Yoooo, wazzzup Dj Arafat!!:::Innskoti lokið:::
Svo er þetta með friðargæslumennina okkar í Afganistan. Fáránlegt að heyra stjórnarflokkafólk á Alþingi reyna að halda því fram að þetta séu bara venjulegir menn í borgaralegum störfum þarna úti. Þeir mega vera þarna í herleik fyrir mér en það er alveg ömurlegt að vera að reyna að sveigja sannleikann svona með útúrsnúningum og orðaleikjum. Ég er ekki oft sammála Ögmundi Jónassyni og mér finnst hann eiginlega alltaf vera með tómt kjaftæði og aumingjavæl en hann hitti naglann á höfuðið þegar hann spurði hvort að þessir friðargæsluliðar væru venjulegir borgarar dulbúnir sem hermenn...?

Hvað er með mbl.is þessa dagana? Ég skil þá ekki. Þeir eru komnir með aukna þjónustu fyrir áskrifendur þannig að þeir geta sótt fréttir á mbl.is á pdf-formi. Ok, gott og vel. Þetta er fínt og allt það en það er mjög þreytandi fyrir þá sem eru ekki áskrifendur að þurfa að smella á hvern linkinn á fætur öðrum aðeins til að komast að því að hann er aðeins fyrir áskrifendur, það væri lágmark að merkja þessa linka einhvernveginn svo að maður þurfi ekki að fara "linkafýluferð" alltaf hreint. Annars þarf ég ekkert að vera á mbl.is, get fengið fréttirnar annarsstaðar ef ég vill, t.d. á www.visir.is. Þarna held ég að mbl.is sé að grafa sína eigin gröf hraðar en áður.

Uppfært:
Þetta linkavesen sem var í morgun er ekki svona lengur, búið að laga. Greinilegt að ritstjóri Moggans les þessa síðu....

mánudagur, 1. nóvember 2004

Verðum að gera eitthvað...ekki svo galið

Póstur sem er að ganga:

Þetta var að berast mér og ég ákvað senda þetta áfram, enda ekki fráleit hugmynd...


Olíufélögin stálu af okkur peningum í mörg ár. Það liggur skýrt fyrir í niðurstöðum samkeppnisstofnunar. Þeir viðurkenna það, en segja að málið sé fyrnt.
Þeir vilja ekki borga sektir eða skaðabætur vegna þess að það er svo langt síðan þeir stálu frá okkur.

Við getum svarað fyrir okkur.

Það þýðir ekkert að hafa bensínlausan dag. Það er bara rugl því þá verslum við bara meira á morgun.
Við refsum þeim með buddunni og kaupum BARA BENSÍN!
Alveg þangað til þeir hætta að röfla og borga sínar sektir og skammast sín þá kaupum við BARA BENSÍN. Ekki sígarettur, ekki pylsur, ekki hreinsiefni, leikföng, nammi, mat, hanska, grill né neitt annað, við kaupum allt slíkt annars staðar.

Hjá olíufélögunum kaupum við BARA BENSÍN! EKKERT ANNAÐ! Þeir finna fyrir því.

Dreifðu þessu á þína vini og stattu við það að kaupa BARA BENSÍN.
Næst þegar þú freistast til þess að kaupa eitthvað annað á bensínstöð en BARA BENSÍN þá sannar þú orð markaðsstjóra OLÍS sem sagði í samráðinu "Fólk er fífl".

Vilt þú láta hafa þig af fífli? Ef ekki þá kaupir þú BARA BENSÍN.

Almenningur.

Félögin sem um ræðir eru:
Skeljungur(Shell), OLÍS og ESSO

sunnudagur, 31. október 2004

Rökhugsun skal það vera heillin

Það voru eitt sinn 2 lögfræðingar sem voru í safari ferð í Tansaníu. Þeir lögðu bíl sínum og fóru svo að ráfa um svæðið. Allt í einu löbbuðu þeir fram á stórt og mikið ljón, ljónið leit á þá, stóð upp og gerði sig líklegt til að ráðast á þá. Þá hóf annar lögfræðinganna að klæða sig úr þungum stígvélunum sem hann var í. Hinn leit undrandi á hann; "Hvað ertu að gera maður?" spurði hann. Hinn svaraði; "Við verðum að hlaupa að jeppanum og ná í riffil". Hinn leit þá skelfingaraugum á hann og sagði; "Ertu brjálaður maður? Við náum aldrei að hlaupa þangað, ljónið nær okkur". Þá sagði hinn; "Ég veit það vinur minn en ég þarf bara að hlaupa hraðar en þú".

föstudagur, 29. október 2004

Jah! Hver þremillinn!

Veit ekki hvort að allir sem þekkja mig viti að ég er útskrifaður Forritunar- og kerfisfræðingur frá hinum virta skóla NTV. Stundaði námið á kvöldin og um helgar á Selfossi með vinnu í kringum árið 2000. Ég náði öllum prófum en fannst þetta hundleiðinlegt, ekki kannski frá A-Ö en kannski frá F eða eitthvað svoleiðis, ástæðan fyrir því að ég hætti ekki þegar ég fékk ógeð var að það var rukkað fyrir allt námið áður en maður byrjaði. Þannig að það var þrjóskan sem kom mér í gegnum þetta. Kennararnir voru misjafnir en aðallega voru þeir tveir sem kenndu stærstan hluta námsins. Annar var, síðast þegar ég vissi, "óstaðsettur í hús". En menn muna kannski hvað þessi frasi þýðir sem sáu heimildamyndina um Lalla Johns. Það var nokkrum sinnum vínlykt af honum í tímum og þá er ég ekki að tala um Lalla. Þessi kennari var að mínu mati hálfviti og ég var ekki einn um það álit í bekknum. Ég vil ekki vera með nafnabirtingar en ég myndi ekki neita því ef einhver myndi giska á að hann héti Trausti.

Hinn er staddur á öðrum stað, sjá forsíðu DV...Þessi síðarnefndi var ágætur svosem en hann er greinilega búinn að villast af hinni grýttu braut réttvísinnar. Ég ætla ekki að vorkenna honum, hann tók áhættu og verður að taka afleiðingum, góðum eða slæmum. Var búinn að sjá nafnið hans á www.dopsalar.tk að vísu fyrir nokkru.

Var ég svona erfiður nemandi eða er þetta tilviljun? Ja...maður spyr sig.

miðvikudagur, 27. október 2004

Hertar aðgerðir og Steingrímur

Jæja fyrsta mál á dagskrá er að ég boða hertar aðgerðir varðandi Draumaleikinn, þ.e. varðandi þá sem ekki hafa tilkynnt sig sem eigendur liða í hópnum Apollon. Sendi vefstjóranum póst með tilheyrandi yfirlýsingu, sjá hér.

Annars er allt við sama heygarðshornið; læra, sofa, borða, fara á klósettið, fara á fyrirlestra, spekúlera, geðsveiflast, þrífa sig, blikka augunum, spá, draga andann og eitthvað.

Verð aðeins að létta af mér varðandi eitt atriði. Mér finnst ótrúlegt hvað fræðingar geta flækt einfalda hluti fram og aftur, og þá er ég sennilega aðallega að tala um lögfræðinga. Ég hef oft verið í þeirri stöðu að vera ansi sáttur með einhverja lærdómslotu þar sem ég tel mig hafa komist að einhverri "solid" niðurstöðu um eitthvað ákveðið atriði, tel mig hafa skilgreint eitthvað sem ég hafði ekki hugmynd um hvað var áður en ég fór að lesa, svo fer ég að lesa aðeins meira. Og þá gerist það, hugtakið er tekið og krufið gjörsamlega niður í kvarka. Tökum dæmi um fordæmi í Hæstarétti; það eru nákvæmlega 153 blaðsíður í kennslubókum sem ég er búinn að vera að lesa um hvað sé fordæmi síðustu daga, ásamt öðru ítarefni. Eftir að hafa lesið þetta þvælda efni eftir sitthvorn fræðinginn er ég ekki miklu nær, farinn að halda að þetta sé fordæming...

Skynsemin segir manni þó að þetta sé eitthvað sem smellur svo einn góðan veðurdag eða slæman en það breytir því ekki að ég er með miklar efasemdir um hæfni þessarra manna sem skrifa fræðiritin til að koma frá sér efni á mannamáli um hluti sem eru tiltölulega einfaldir, þannig séð. Ætli þetta sé ekki hluti af menntasnobbi að gefa frá sér einhvern ógurlegan doðrant sem enginn skilur almennilega. Sjá dæmi hér fyrir neðan úr aðalkennslubókinni, ekki um fordæmi þó:
"Bent hefur verið á að árið 1740 hafi skozki heimspekingurinn David Hume (1711-1776) haldið því fram að ekki sé unnt að leiða það sem "ber" af því sem "er", eða með öðrum orðum að fullyrðing reist á reglu eða fyrirmælum yrði ekki leidd af staðreynd, óbrúanlegt bil væri milli verkunar reglu (norms) og staðreyndar. Það merki þó ekki að staðhæfing um það sem "ber" feli í sér vísan til sérstakrar tilveru fjarri öllum áþreifanlegum veruleika. Þótt slík staðhæfing lýsi ekki staðreynd, þá feli hún í sér fyrirmæli um hegðunarferli reist á viðmiðum sem leggja má til grundvallar við mat á því ferli."
Einmitt......eeeiiiinmitt. Góður punktur þetta Herra geimvera.

Annars held ég að lögfræðingar séu ekki einir um þetta, sá í Fréttablaðinu í dag að kynlífsfræðingur var að tala um "kynverund". Einmitt já, kynverund...hafðu það eins og þú vilt væna.

Það á ekki að skilja mig þannig að ég sé eitthvað að tapa mér yfir þessu öllu saman en ég varð bara að létta þessu af mér.


Þegar ég er ekki viss um eitthvað, sem er ansi oft, þá spyr ég bara Steingrím hvert svarið sé. Hann er sköpunarverk mitt og við erum ágætis vinir. Hann vakir yfir mér hér við skrifborðið þar sem ég dvel jafnan. Það er eitthvað við hann Steingrím sem ég kem ekki fingri á, ætli það sé ekki bara það að hann er bæði í senn sorgmæddur og glaður, svona rétt eins og ég...Steingrímurföstudagur, 22. október 2004

Að venda kúm

Er farinn austur á bóginn til að halda tengsl við uppruna minn og rækta átthagana. Römm er sú taug sem rekka dregur, föðurtúna til. Jájájá...

Draumaleiksmenn! Búið ykkur undir kúvendingu.

fimmtudagur, 21. október 2004

To serve and protect

Fimmtudagar eru dagarnir á eftir miðvikudögum og einnig þeir sem á undan föstudögum koma, ósköp leiðinleg rútína ef maður spáir í það. En við sættum okkur við það. Þannig hefur þetta verið lengi og þannig mun þetta verða lengi. Það eru 7 dagar í vikunni en flest okkar hafa ekki hugmynd um afhverju, allavega ekki ég. En afhverju er talan sjö svona algeng? Tökum nokkur dæmi:

7 vikudagar.
7 undur veraldar.
Guð skapaði heiminn á 7 dögum er haldið fram.
Dauðasyndirnar 7.
7 hliðar á sjöhyrningi.
7 horn á sjöhyrningi.
7up drykkurinn.
Dvergarnir 7.

Svona mætti lengi telja...


Hélstu virkilega að ég væri með eitthvað djúpt þarna á ferðinni? Nei, þar skjátlaðist þér.


Annars er ég að lesa Sögu Íslands III. bindi, um lögfestingu konungsvalds. Geeeeiiiisp! Sagan hefur einstakt lag á að vera jafn leiðinleg og hún er skemmtileg.


Þú ert á valdi mínu...Þig langar að geispa...Láttu vaða það sér það enginn...

AAAAAAAA...DV/handrukkaramálið vindur upp á sig og sér ekki fyrir endann á því. Sigurður Líndal lagaskápur er alltaf að koma með leiðsögutilgátur sem við eigum að spá í, hann kom með eina í gær sem við áttum að rannsaka í hugskoti okkar í framtíðinni. Hún var svona: "Eftir því sem ágreiningsefnið er óljósara, þeim mun illskeyttari og harðvítugri verður deilan." Ég hef ekki hugleitt þetta mikið, sjálfsagt er þetta stundum svona og stundum ekki eins og allt í þessu lífi. En ég er með aðra tilgátu sem hljómar svona: "Eftir því sem brotin eru alvarlegri, þeim mun meira helvítis klúður og getuleysi er á löggæslunni!" Hver kannast ekki við það að vera tekinn á aðeins of miklum hraða eða að fá stöðumælasekt, vera ekki með bílbelti eða að gleyma ökuskírteininu og fá sekt fyrir það allt saman án þess að fá rönd við reist. Einu sinni var ég stoppaður með þokuljósin á bílnum í akstri á Selfossi, löggan stoppaði mig og virðulegur lögreglumaðurinn var með stæla við mig þegar ég sagði honum að ég hafi ekki vitað af því! Djöfull hugsaði ég honum þegjandi þörfina... Stofnum dauðasveit sem er friðhelg frá lögum, svo gæti hún líka bara látið það líta út eins og sjálfsmorð. Það virðist vera aðferðin sem menn nota...

2. Mósebók 21:24
"...auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, hönd fyrir hönd, fót fyrir fót,..."

Læt hér að lokum fylgja með 1. grein, 2. tölulið Lögreglulaga til umhugsunar:

2. Hlutverk lögreglu er:
a. að gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu, leitast við að tryggja réttaröryggi borgaranna og vernda eignarrétt, opinbera hagsmuni og hvers konar lögmæta starfsemi,
b. að stemma stigu við afbrotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins,
c. að vinna að uppljóstran brota, stöðva ólögmæta háttsemi og fylgja málum eftir í samræmi við það sem mælt er fyrir um í lögum um meðferð opinberra mála eða öðrum lögum,
d. að greiða götu borgaranna eftir því sem við á og aðstoða þá þegar hætta steðjar að,
e. að veita yfirvöldum vernd eða aðstoð við framkvæmd starfa sinna samkvæmt fyrirmælum laga eða venju eftir því sem þörf er á,
f. að starfa í samvinnu við önnur stjórnvöld og stofnanir sem hafa með höndum verkefni sem tengjast starfssviði lögreglu,
g. að sinna öðrum verkefnum sem henni eru falin í lögum eða leiðir af venju.

mánudagur, 18. október 2004

Notið scrolltakkann...

Ja góðan daginn hér og nú góðir hálsar og aðrir líkamshlutar. Ég ætla að reyna að halda áfram þessu stopula bloggi mínu.

Maður virðist hafa eitthvað lítið að segja þegar maður er á kafi í lærdómi og því hef ég verið að koma með einhverskonar gátur og aðra vitleysu svona öðru hvoru til að halda einhverju smá flæði inn á þessa síðu. Helgi Jóns vissi svarið við fyrri gátunni og það var að sjálfsögðu Helgi Hóseason nafni hans sem skvetti tjörukenndu efni á Stjórnarráðið til að mótmæla einhverjum andskotanum. Seinni gátan innihélt einhverskonar textabrot úr dómi yfir Steingrími Njálssyni þar sem siðblinda hans var til umfjöllunar. Bjórmálaráðherra sá við mér þar og var ekki lengi að giska á rétt svar. Bjórmálaráðherra virðist vera mikill gátumeistari en er alveg snarómögulegur í Draumaleiknum okkar...

(tenging...jájá)

Talandi um Draumaleikinn, ég tel mig nokkuð vissan um að ég muni ekki hljóta jafn mikið afhroð þessa vikuna eins og síðustu tvær. Að vísu setti Chelsea-leikurinn svolítið strik í reikninginn hjá mér en ég vona bara að einhverjir aðrir hafi stigið í sama drullupoll og ég þar. Það er aðeins einn leikur eftir í umferðinni og hann er í kvöld. Nú verður spennandi að sjá hver fær flestu stigin og keppikefli mitt er að fá fleiri stig í umferðinni heldur en Forsætisráðherra Góðbjórs og Palli G. en þeir hafa verið hvað duglegastir við að hreyta í mig ónotum síðustu vikur... :) Ekki illa meint eins og Þórhallur miðill segir óþolandi oft.

(tenging...jájájá)

Og talandi um hann þá er ég orðinn mjög leiður á hans málflutningi og það er ótrúlegt hvað dautt fólk hefur frá litlu að segja. Helst snýst það um hvað lifandi menn eru góðir eða slæmir söngvarar, hvar myndir eru staðsettar á veggjum og annað svipað ómerkilegt. Það var meiri dulúð yfir Þórhalli þegar hann var í útvarpinu og maður heyrði minna og sá af honum. Komdu með eitthvað krassandi Þórhallur annars geturðu gleymt þessu hvað mig varðar.

Annars var það að gerast um helgina að ég fór í þetta blessaða próf þarna á laugardagsmorgninum kl. 9. Annað veigamesta prófið á önninni og ég var búinn að vera í viku að læra fyrir það. Mér fannst ganga vel að læra svona framan af vikunni en svo á fimmtudeginum fannst mér eins og ég væri að heimskast í þessu upp á nýtt, kominn í hring einhvernveginn. Manni finnst kannski eitthvað vera borðleggjandi til að byrja með en svo les maður bollaleggingar fræðimanna um þennan "einfalda" hlut og þá eru þeir allir á öndverðum meiði gagnvart því og maður hendist á milli skoðana eins og tryllt hæna. Já, tryllt hæna. Mér fannst prófið vera erfiðara en þau gömlu sem ég hafði tekið til að æfa mig á, kannski er það einhver ímyndun í mér og ég er gríðarlega spenntur að heyra hvað öðrum nemendum fannst um þetta próf. Ég ætla ekki að vera með neinar stórar yfirlýsingar með útkomuna úr þessu og ég skipti um skoðun á 5 mínútna fresti um það hvort að mér finnist ég hafa náð eða ekki. Það kemur víst í ljós innan 3ja vikna og ekki getur maður breytt neinu héðan af, það er eitthvað sem maður veit upp á hár.

Mamma, pabbi, María, Mikki og Gabríel voru hjá okkur í Engihjallanum á laugardagskvöldið. Við borðuðum saman og ræddum um allt á milli himins og jarðar. Það er mikið búið að ganga á í þeirra lífi síðustu misserin eins og komið hefur fram og virðist nú vera að lægja vind eitthvað, sem betur fer. María er sveitt í námi eins og ég og ég óska henni góðs gengis í prófinu sem hún er að fara í á morgun.

Svo horfði ég á Silfur Egils á sunnudeginum og þar horfði ég á Bjarna Harðarson reyna að gera lítið úr Mikka með gjörsamlega ömurlegum hætti. Bjarni reyndi að gera því skóna að Mikki ætti ekki að ala upp börn vegna þessa að hann væri ritstjóri á DV. Það er kannski hægt að segja margt misjafnt um DV en að reyna að bera saman að jöfnu föðurhlutverk hans við ritstjórahlutverkið var alveg fáránlegt og honum til mjög mikillar minnkunar. Það er jafn fáránlegt að reyna að halda því fram að fólk sem borðar tómata séu lélegir bílstjórar. Ég get vottað það að Mikki sinnir föðurhlutverki sínu af mikilli ástríðu og það var örugglega þess vegna sem hann æsti sig ekki upp í þættinum. Þeir sem vita betur þurfa ekki að svara dylgjum annarra. Ég var búinn að finna e-mailið hjá Bjarna og var með það fyrir framan mig og ætlaði að senda honum nokkur vel valin orð en svo hætti ég við, hefnd á að bera fram sem kaldan rétt á hlaðborði lífsins (speki). Og svo kemur þetta mér ekki beint við, Mikki er fullfær um að há sínar orrustur sjálfur.

Ég ætla ekki að hafa þennan pistil lengri í dag, sæl að sinni.Uppfært! (á þriðjudegi)miðvikudagur, 13. október 2004

Önnur gáta

Innsæi í eigin mál var lítið og dómgreind léleg, f.o.f. í málum, sem sneru að félagslegum högum hans og mannlegum samskiptum. Kom þetta m.a. vel fram, þegar framtíðaráform voru rædd við hann. Áberandi var nú eins og áður, hve afneitandi X er á eigin vandamál, hve hann réttlætir eigin hegðun ákaft, jafnvel þegar hann sér, að öllum öðrum sé ljóst, að hann hafi gerst brot­legur. Hann forðast í lengstu lög að taka ábyrgð á eigin gerðum og virðist lítið læra af því, sem áður hefur gerst í hans lífi. Og þegar þörf og möguleikar á meðferð eru ræddir, þá á hann erfitt með að fjalla um þau mál út frá vandamálum sínum, heldur lítur hann á þannig umræðu sem tækifæri til að semja um stöðu sína.

Um hvern er verið að tala þarna?


þriðjudagur, 12. október 2004

Gáta

Samkvæmt rannsóknargögnum málsins var kærði staðinn að verki við að sletta tjörukenndu efni á veggi Stjórnarráðshússins við Lækjargötu hinn 23. þ. m. Er í skýrslu lögreglu haft eftir honum, að hann væri með þessu að „mótmæla því, að nafn hans væri skráð í Þjóðskrá, og einnig tók hann fram, að hann æti ekki úldið hrossakjöt." Kærði var færður í fangsgeymslu lög­reglunnar, en síðan í fangelsið við Síðumúla, og þurfti að flytja hann þangað á börum, þar sem hann neitaði að ganga. Rann­sóknarlögreglumenn reyndu samdægurs að ræða við kærða í fangaklefa hans, en hann svaraði þeim engu.


Hver lét svo ófriðlega? Veit það einhver?


Firefox og Thunderbird

Get Firefox!

Smelltu á myndina hér fyrir ofan og fáðu þér Firefox vafrann í tölvuna þína. Ég er búinn að vera að nota hann í þónokkurn tíma og hann er bullandi góður, trust me. Ekkert vesen eins og með Internet Explorer vafrann sem Microsoft er með. Svo er ég líka með Mozilla Thunderbird e-mail forrit sem er snilld, frá sama fyrirtæki og vafrinn. Þú getur flutt favorites, póstföng og allt svoleiðis á milli í báðum forritum þannig að þú þurfir ekki að byrja upp á nýtt aftur í því ferli. Til að ná í póstforritið er smellt á myndina hér fyrir neðan.

Get Thunderbird

mánudagur, 11. október 2004

Borða læri og læri

Jæja nú er maður bara heima að læra fyrir sveitt próf á laugardaginn. Maður tekur þetta svona í rispum, lærir í ca. 40 mínútur í senn og tekur sér svo létta pásu á milli. Núna er einmitt ein slík í framkvæmd.

Er núna að lesa um "stjórnsýslukerfið og meðferð mála fyrir stjórnvöldum". Rak augun í setningar sem eru hér í kennsluheftinu sem segja; "...ráðherra...er æðsti embættismaður ráðuneytis. Ráðuneytið fer ávallt með vald ráðherrans..." Þetta orðalag hljómar kannski kunnuglega í eyrum sumra ef það er tengt við fjölmiðlamálið síðasta sumar. Mikið var þrasað um það hvort að forsetinn hefði í raun eitthvert vald eða ekki. Okkur er kennt í lagadeildinni að forsetinn hafi í raun ekkert vald því að hann lætur ráðherrana fara með vald sitt; "13. gr. Stjórnarskrárinnar: Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt." Það efast enginn um vald ráðherra en afhverju er þá efast um vald forseta? Menn vildu meina að forsetinn hefði ekkert vald því að hann láti aðra framkvæma valdið. Ókei. Ef ég er forstjóri í mínu eigin stórfyrirtæki þá mun ég sennilega ráða til mín framkvæmdarstjóra sem ég mun láta fara með vald mitt. En hann má ekki gleyma því að hann væri valdlaus ef að ég myndi ekki láta hann framkvæma mitt vald. (Við skulum ekki blanda persónum inní málið því að það vekur upp tilfinningar og þær er bannað að hafa þegar þú ert að spá í lögfræðilegum málum, þess vegna eru lögfræðingar svona leiðinlegir...)

Þetta eru stafkrókapælingar hjá mér og ekki má gleyma því að þetta eru orð kennarans í heftinu á móti grein í Stjórnarskránni. Ekki alveg sambærilegt en þó kennsluefni bæði. Það má kannski spá í það hvað það þýði að "fara með vald" vs. "að framkvæma vald". Er það sami hluturinn? Og svo þegar allt kemur til alls þá er valdið að sjálfsögðu hjá okkur almúganum því að við erum hlutahafar í þessu fyrirtæki sem kallast Ísland og kjósum menn til að reka þetta fyrirtæki á fjögurra til tveggja ára fresti(forseti eða alþingismenn). Ég er orðinn alveg ruglaður á þessu en kannski er bara best að gera það sem kennararnir segja og vilja til að byrja með og ekki rugga bátnum... Maður verður kannski aðeins að stúdera þetta betur til þess að geta talað af fullri sannfæringu. En nóg um það.

Það var matarboð hérna í Engihjallanum í gær. Ingi, Heiðbjört, Sigvarður litli og Atli komu í mat og það heppnaðist mjög vel. Það eina sem vantaði var Laxi, sonur Atla.

Hér er mynd af tvífara Laxa.Lambalæri, brúnaðar kartöflur, endalaust meðlæti, eftirréttur og allur pakkinn...úff ég var alveg búinn eftir þetta og maginn var eitthvað vafasamur í gærkvöldi og nótt. Hérna eru myndir úr Reyðarvatnsréttum til heiðurs öllum lambalærum framtíðarinnar.Ég ætla ekki að minnast á handrukkara eða annan úrgang mannkynsins því að þá gæti ég sagt eitthvað sem hentar ekki öllum að lesa.

fimmtudagur, 7. október 2004

Ronaldinho

Í tilefni af kjöri á FIFA World Player of the year 2004 vill ég gefa þessum manni atkvæði mitt(sem er einskis virði) Smellið hér!

þriðjudagur, 5. október 2004

Af hundum heitum og afbrigðilegheitum

Það er orðið ansi langt á milli blogginnleggja hjá manni, sennilega er það vegna þess að tíminn er ekki mikill til að standa í þessu, allt á botni í skólanum. Ekki svosem mikið meira um það að segja.

Menn eru farnir að hnýta í mig varðandi Draumaleikinn þar sem ég er búinn að missa af toppsætinu og það allrosalega. Hér er staðan:

Lið í þessum hóp - Stig - Stig í síðustu umferð
Wengers understudy. 2710 450
Winchtestertonfieldville Wallabees 2690 440
Góðbjór Albions 2620 410
F.C Tinni 2570 320
Hudz F.C 2540 350
Scotland FC 2510 360
Komaso! 2500 280
Gúrkan 2350 350
Mendozas fat dogs 2260 210
Ólafsrauður 2210 350
Houllier 2060 250
Butts_BlingBling 2050 320
Sir drink alot 1290 190
Mök í Flösku 650 320
Jón Hanson 340 340
kingpin fc 0 0
Gunni Þóris er í 1. sæti, Palli G. er í 2., Kiddi Nonni er í 3., Höddi er í 5. og ég er fallinn niður í 7. sæti. Öðruvísi mér áður brá, en núna bregður mér svona. Fyrir aðeins tveimur umferðum síðan var ég í toppsætinu og ekkert virtist ætla að stugga við mér en þessir andskotar sitja um mann eins og hrægammar og bíða eftir að maður misstígi sig. Þetta er ekki búið og ég mun sýna mitt rétta andlit í næstu umferð.

Fór á tónleika með Van Morrison á laugardagskvöldið. Pabbi er mikill Van Morrison aðdáandi og bauð hann okkur Dýu með. Við skunduðum í Laugardalinn ásamt fríðu föruneyti. Það er skemmst frá því að segja að tónleikarnir voru mjög góðir og eðaltónlistarmaður þarna á ferðinni. Svo var farið á skrall á eftir. Marmelaðiumræðan kom við sögu í upphitun fyrir tónleikana og spannst hún út í pylsuumræðu, þ.e. hvað fólk notar á pylsuna sína. Fólk talaði fjálglega um sósur og annað sem það vill nota á bjúgað sitt og kom þar margt athyglisvert fram. Frændi minn hélt því fram að hann notaði eingöngu steiktan lauk á pylsuna en hann hlýtur að hafa mismælt sig eitthvað því að það er aðeins ein formúla til;
brauð,
tómatsósa,
steiktur laukur,
smá remúlaði,
pylsa
og vel af sinnepi ofan á. ATH ekkert nema sinnep ofan á pylsuna! Ég heyrði ein rök fyrir því að það ætti ekkert að vera ofan á pylsunni og þau voru tengd nefstærð, það er eina undantekningin sem hægt væri að gera frá meginreglunni sem ég greindi frá áðan.


ps. Það ku vera falleg hross í Þorlákshöfn...

sunnudagur, 3. október 2004

Áhugavert...?

Innlent | mbl.is | 3.10.2004 | 12:19

Sneri sig illa á fæti við fall í Kárahnjúkum

Lögregla á Egilsstöðum fékk tilkynningu á tíunda tímanum í morgun um að starfsmaður við Kárahnjúkavirkjun hefði fallið niður af steypujárnageymslu og meiðst. Í ljós kom að maðurinn hafði snúið sig illa á fæti við fallið. Ekki þurfti að fara með manninn til skoðunar á Egilsstöðum vegna slyssins.

þriðjudagur, 28. september 2004

Verkfæri djöfulsins

Fyrirvaralaust bilar bíll og þá eru allar fjárhagsáætlanir, þær litlu hægt var að gera, foknar út um gluggann. Djöfulsins bílar! Eða öllu heldur djöfulsins land sem maður býr á að geta ekki verið bíllaus. Hvernig geta dauðir hlutir étið svona mikið af peningum? Var ég búinn að segja djöfullinn? Djöfulsins andskotans djöfull.

Það er eins og lífið geti aldrei gengið nokkuð vandamálalaust fyrir sig í einhvern smá tíma, ef A er í lagi þá klikkar B, heitir þetta ekki Murphy's Law? Það er örugglega til fullt af öðrum kenningum um þetta og þær eru allar sannar, það er margsannað. Svo segir einhver hálfviti; "það sem ekki drepur mann, styrkir mann". Go fuck yourself!

Svooona svona, alveg slakur.


Annars skilst mér að námið sé að fara í einhverskonar fluggír. Svokölluð Almenn lögfræði að byrja í dag, kúrs sem laganemar skjálfa víst við að heyra minnst á. Sjáum til.

Gerði víst í buxurnar í Draumaleiknum um helgina en það er sem vatn undir brúnna þessa dagana. Verð að athuga það mál seinna, sennilega mistök í stigatalningu síðustjóra... :)

Skemmdarverk framin á Hellu

Skemmdarverk voru framin á ýmsum mannvirkjum á Hellu aðfaranótt sunnudags og einnig var brotist inn í hópferðabíl og m.a. stolið talstöð og farsíma. Lögreglan á Hvolsvelli segir ekki ólíklegt að þessi mál tengist.

Lögreglan segir, að einhverjir hafi gert það að leik að brjóta og skemma ljósastaura framan við KB banka á Hellu. Brotnar voru ljósaperur og kúplar. Þá var símaklefi við Þrúðvang skemmdur og úr honum slitið símtólið. Einnig voru unnin skemmdarverk á umferðarmerkjum við Þrúðvanginn auk þess sem niðurfallsristar höfðu verið rifnar upp úr götunni.

Bíllinn, sem brotist var inn í, stóð við Dynskála. Úr henni voru fjarlægð VHF-talstöð og NMT-farsími auk höfuðsetts, sem ökumaður hópbifreiðarinnar notar þegar rætt er við farþega í bílnum.

Lögreglan biður þá sem eitthvað vita um þessi skemmdarverk eða vita hvar búnaður hópbifreiðarinnar er niðurkominn að hafa samband í síma 488 4111.


Þetta las ég á MBL.is áðan. Kallið mig fordómafullan durt en var Götusmiðjan ekki að planta sér í nágrenni Hellu fyrir ekki svo löngu síðan? Greyin litlu eiga svo bágt... Ætli þau séu ekki löngu búin að finna 14. grein Almennra hegningarlaga:
14. gr. Eigi skal manni refsað fyrir verknað, er hann hefur framið áður en hann varð 15 ára gamall.
Fegnastur væri ég ef ég hefði rangt fyrir mér.

laugardagur, 25. september 2004

Oft veltir lítð marmelaði mörgum commentum

Er kominn hingað á Hellu í rólegheit, var að horfa á Tottenham tapa fyrir ManUre og var það ekki gaman að horfa á. Hefði glatt mig meira að horfa á Liverpool vinna Norwich 3-0 á Anfield þar sem sóknarmenn liðsins skiptu mörkunum bróðurlega á milli sín.

Gríðarlega heitar umræður eru búnar að vera um stóra marmelaðimálið og ekki sér fyrir endann á þeirri heitu deilu. Ég er búinn að fá nafnlaus símtöl þar sem hringjendur hafa ýmist eingöngu andað í símann með hlaupkenndum hætti eða farið með marmelaðisæringar gagnvart mér. Og þegar ég kom út í morgun þá var búið að teikna djöflastjörnuna með marmelaði á bílastæðið.....scary shit!

Jæja haltu áfram að lesa vitleysingurinn þinn.


ps.
Í gærkvöld var Ástþór Magnússon kærður fyrir að skemma ljósmyndavél sem metin er vel á annað hundrað þúsund. Stúlka átti að hafa tekið mynd af honum á Glaumbar og hann tekið af henni vélina og splundrað henni á barborðinu. Í kjölfar þessa var honum hent útaf staðnum og stuttu síðar kom lögreglan með kæru á hann.

fimmtudagur, 23. september 2004

Blóðsúthellingar og marmelaði


Jæja ætli það sé ekki best að blogga eitthvað smá. Kóngurinn spurði mig sérstaklega afhverju ég væri ekki búinn að blogga neitt síðan á mánudeginum. Það má til sanns vegar færa að maður sé búinn að vera hálf tjáningarheftur eftir þennan A-GA-LEG-A leik sem var þarna á mánudagskvöldið. Rotinn hundaskítur í blóðugu rassgati andskotans!!! Mér dettur ekkert viðbjóðslegra blótsyrði í hug í augnablikinu. Djöfullinn hafi það bara. Maður er svosem búinn að þróa ýmsar afsakanir í huganum, til dæmis það að ManUre(manure = mykja kv.; húsdýraáburður k.) URÐU að vinna þennan leik annars hefðu þeir gjörsamlega verið búnir að verpa í sig á þessu leiktímabili, bendi á að við erum tveimur stigum á eftir þeim í dag en eigum leik inni á þá, erum því stigi fyrir ofan þá í raun...eða þannig..svona almennt séð. Önnur afsökun er sú að það voru bara 2 bresk hjörtu í Liverpool-liðinu og restin af liðinu skynjuðu einfaldlega ekki mikilvægi þess að vinna þetta pakk sem þeir voru að keppa við. Er með fleiri svona afsakanir á taktein(un)um en ég læt þessar duga. Það er rematch þann 15. janúar 2005 og þá mun blóóóð drjúpa á graslendur Anfield road, og blóðið mun ekki koma frá heimamönnum.


Þetta er eiginlega það eina sem ég hef að segja við ManUre menn:Síðustu dagar hafa ekki verið merkilegir, bara skólasókn, heimalærdómur og lestur, búinn að vera að dytta að íbúðinni s.s. að negla parketlista og setja saman skrifborð svo eitthvað sé nefnt. Enn vantar sófasett svo að hægt sé að bjóða fleiri en einum í heimsókn í einu.


Hvað er málið með þessa stúlku hér:

Nú er ég ekki neinn sérfræðingur á sviði meðgöngu eða barneigna en hvernig í andskotanum er þetta hægt?! Hún hlýtur að vera annaðhvort spikfeit eða sauðheimsk. Á myndinni virkar hún ekki spikfeit þannig að.......(uppfært: nei andskotinn það eru víst alltaf einhverjar skýringar til. Er að hlusta á endursýningu af þættinum á Skjá 1).


Að öðru leyti hefur maður svosem fátt að segja nema það að ég og frúin erum að fara á morgun á Hellu og verðum við þar um helgina. Hver veit nema að maður fái sér 1 - 2 öl þarna á milli þess sem maður les fræðin, endilega láta vita af sér ef einhver er þarna að þvælast.(uppfært: bíllinn bilaður. Óvíst um allt. Lífið í rúst.)

Enginn leikur með Liverpool í hreyfimyndavarpinu um helgina þannig að maður verður bara að halda með Tottenham á laugardeginum...
Laugardagurinn 25. september
kl. 11:10 Upphitun (e)
kl. 11:40 Middlesbrough - Chelsea
kl. 13:40 Á vellinum með Snorra Má
kl. 14:00 Tottenham - Manchester United
kl. 16:10 Bolton Wanderers - Birmingham

Sunnudagurinn 26. september
kl. 15:00 Portsmouth - Everton

Mánudagurinn 27. september
kl. 22:30 Charlton Athletics - Blackburn Rovers

Og eitt að lokum. Fékk mér ristað brauð með osti og marmelaði í morgun og í tengslum við það langar mig að spyrja þig lesandi góður; setur þú marmelaðið, eða sultuna, ofan á ostinn þinn eða undir hann? Hvort gerir þú og afhverju? Þetta er spurning sem brennur á vörum mínum þessa stundina enda er nauðsynlegt að skera úr þessu sem fyrst hvort er réttara.

mánudagur, 20. september 2004

Along came Ástþór

Jah góðan og belessaðan mánudaginn hér. Helgin er afstaðin og ný og spennandi tækifæri bíða í þessari viku sem framundan er...eða hvað?

Var alveg marandi slakur á föstudagskvöldið, ég og frúin leigðum okkur myndbandssnældu og horfðum á hana, að vísu sofnaði frúin yfir henni eins og svo oft áður :) Myndin hét, og heitir sjálfsagt enn, Along came Polly. Léleg mynd og yfir heildina leiðinleg, einn og einn punktur en skárra væri það nú ef það væri ekki einn og einn punktur í mynd sem búið er að eyða hundruðum milljóna í.

Á laugardagsmorgninum fór ég með vini mínum í smá verkefni og vorum við að því fram að hádegi, græddi á því að vakna snemma þann morguninn. Las fræðin yfir miðjan daginn og svo kom Siggi Sig í Engihjallann og við fengum okkur nokkra öl.

Sá Forsætisráðherra Góðbjórs í viðtali á Stöð 2 í gær, missti að vísu af byrjuninni en mér sýndist hann vera ansi gáfulegur þar sem hann rýndi í kristalskúlu og spáði til um framtíð hins stafræna heims. Smelltu á þessa málsgrein til að sjá kallinn í action.

Verð aðeins að minnast á Ástþór Magnússon "friðarpostula". Hafið þið ekki lesið það nýjasta frá honum? Hér. (eitthvað gallað þó þegar þetta er skrifað) Alltaf að sannast betur og betur að hann er geðveikur, hann gerir lítið annað en að reyna að vekja á sér athygli en þegar honum er sýnd hún þá brjálast hann. Snargeðveikur hálfviti sem á ekkert gott skilið(mín skoðun). Hvar er til dæmis Porche-inn sem hann var búinn að lofa í happdrættinu fyrir kosningarnar síðustu? Og svo er hér umræða um þetta á Málefnin.com sem hann startaði(sennilega hann en þó er það ekki víst).


Myndgátan í dag, hvaða jólasveinn er þetta?