föstudagur, 23. júlí 2004

Af öpum, öfum, mönnum, ömmum og apamönnum

Er að fara á Hellu á eftir aðeins til þess að fara þaðan aftur þar sem leið liggur til Apavatns.  Þar verður svona "mini" ættar/fjölskyldumót til þess að heiðra ömmu og afa á brúðkaupsafmælisdaginn, mig minnir að það sé 60 ára, semsagt demantsbrúðkaup.  Ansi vel af sér vikið hjá þeim þykir mér.  Mig kvíðir bara strax fyrir tjaldverunni, loftleysi og annar viðbjóður.

1 árs: Pappírsbrúðkaup
2 ára: Bómullarbrúðkaup
3 ára: Leðurbrúðkaup
4 ára: Blóma- og ávaxtabrúðkaup
5 ára: Trébrúðkaup
6 ára: Sykurbrúðkaup
7 ára: Ullarbrúðkaup
8 ára: Bronsbrúðkaup
9 ára: Leirbrúðkaup/pílubrúðkaup
10 ára: Tinbrúðkaup
11 ára: Stálbrúðkaup
12 ára: Silkibrúðkaup
12½ ára: Koparbrúðkaup
13 ára: Knipplingabrúðkaup (!?)
14 ára: Fílabeinsbrúðkaup
15 ára: Kristalsbrúðkaup
20 ára: Póstulínsbrúðkaup
25 ára: Silfurbrúðkaup
30 ára: Perlubrúðkaup
35 ára: Kóralbrúðkaup
40 ára: Rúbínbrúðkaup
45 ára: Safírbrúðkaup
50 ára: Gullbrúðkaup
55 ára: Smaragðsbrúðkaup
60 ára: Demantsbrúðkaup
65 ára: Króndemantsbrúðkaup
70 ára: Platínubrúðkaup/járnbrúðkaup
75 ára: Gimsteinabrúðkaup/atómbrúðkaup

--------------------------------------------------------------------------


Lögmaður Góðbjórs gjörir kunnugt:

Nú er mikið í umræðunni hvort að Skjár 1 hafi rétt til þess að senda út leiki í enska boltanum með enskum þulum.  Ég kíkti aðeins á málið og fann þetta í Útvarpslögunum(stytti þetta aðeins og feitletra það sem mér finnst athyglisvert):

IV. kafli. Skyldur útvarpsstöðva.
7. gr. Dagskrárframboð.
Útvarpsstöðvar skulu stuðla að almennri menningarþróun og efla íslenska tungu. Þó skal heimilt, ef sérstaklega stendur á, að veita leyfi til útvarps á öðrum tungumálum en íslensku. Sjónvarpsstöðvar skulu kosta kapps um að meiri hluta útsendingartíma sé varið í íslenskt dagskrárefni og annað dagskrárefni frá Evrópu. Með útsendingartíma er í þessu sambandi átt við heildarútsendingartíma sjónvarpsstöðva að frádregnum þeim tíma sem varið er til frétta, íþróttaviðburða, leikja, auglýsinga, textavarpsþjónustu og fjarsölu.
 
8. gr. Tal og texti á íslensku.
Efni á erlendu máli, sem sýnt er á sjónvarpsstöð, skal jafnan fylgja íslenskt tal eða texti á íslensku eftir því sem við á hverju sinni. Það á þó ekki við þegar fluttir eru erlendir söngtextar eða þegar dreift er viðstöðulaust um gervitungl og móttökustöð fréttum eða fréttatengdu efni sem sýnir að verulegu leyti atburði sem gerast í sömu andrá. Við þær aðstæður skal sjónvarpsstöð, eftir því sem kostur er, láta fylgja endursögn eða kynningu á íslensku á þeim atburðum sem orðið hafa. Skal lögð áhersla á að allt tal og texti sé á lýtalausu íslensku máli. Ákvæði greinar þessarar eiga ekki við þegar um er að ræða endurvarp frá erlendum sjónvarpsstöðvum, enda sé um að ræða viðstöðulaust, óstytt og óbreytt endurvarp heildardagskrár sjónvarpsstöðva. Þau eiga ekki heldur við þegar útvarpsstöð hefur fengið leyfi til útvarps á öðrum tungumálum en íslensku, sbr. 1. mgr. 7. gr.


Þessi lög eru, eins og mér sýnist flest lög vera sem ég hef gluggað í, bæði loðin og teygjanleg.  Maður veit svosem ekkert hvaða samninga eða leyfi Skjár 1 hefur fengið til undantekninga ef þá einhver eru.  Spurning hvað Brellu-Björn gerir, eru þeir honum hliðhollir eða ekki?  Mér finnst þetta annars ágætis fyrirkomulag hjá Skjá 1 sem að ég hef heyrt talað um, þ.e. að vera með íslenska lýsingu á "stærri" leikjunum en enska þuli á þeim "minni".

Lögmaður Góðbjórs hefur talað, takk fyrir.


Engin ummæli: