föstudagur, 23. júlí 2004

Nú er ég glaður í hjarta, það er að koma helgi og línuritið er á leiðinni upp.Par á besta aldri á von á barni og eru á undirbúningsnámskeiði fyrir fæðinguna þar sem verið er að kenna rétta öndun og slíkt.

"Dömur mínar," segir kennarinn, "hreyfing er holl fyrir ykkur. Göngutúrar eru sérlega góðir. Og herrar mínir, þið ættuð að gefa ykkur tíma til að fara út að labba með konunum ykkar."

Alger þögn ríkir í smástund, þar til einn karlanna réttir upp hönd.

"Já?" spyr kennarinn.

"Er í lagi að hún dragi golftösku á meðan við göngum?"

Engin ummæli: