miðvikudagur, 30. júní 2004

Fór í...

klippingu til Maríu í gær og kann ég henni bestu þakkir fyrir, eins og alltaf. Mig minnir að ég hafi gleymt að þakka henni fyrir í gær, maður er svo mikill köttur.
Fór svo í Playstation fótboltamót/keppni við feðgana Mikka og Gabríel, varð neðstur og tapaði í fyrri umferð en meig yfir þá í seinni umferðinni, þó aðallega Mikka, þeir hafa sennilega vanmetið mig eftir fyrri umferðina. :) Þetta var ágætis tilbreyting frá ömurlegum einmannaleikanum sem umlykur mig þessi misserin, bý einn í Hafnarfirðinum og Dýa á Hellu.

En ég er að fara á Hellu á eftir og verð þar í nótt og kem aftur í fyrramálið. Myndi fara á hverjum degi ef helv.... bensínið væri ekki svona dýrt. Afhverju er ekki komið fullkomið hraðlestakerfi hér á þetta land!?...öskra ég á ískalda nóttina sem svarar með tómleika sínum. Þá væri maður bara ca. 12 mínútur á milli Reykjvíkur og Hellu með lest sem fer á 500 km/klst. Allt um það hér

þriðjudagur, 29. júní 2004

Hef verið gerður að lögmanni Góðbjórs, óska sjálfum mér til hamingju með það!

Góðbjór

mánudagur, 28. júní 2004

Reynt að blogga á ný...

Úff jæja er að reyna að koma einhverju bloggi af stað, ætla þó að reyna að fara á fullt gas í haust þegar vonandi nýtt tímabil byrjar mínu lífi.

Hérna fyrir neðan er ég að reyna að koma inn töflu á einhvern vitrænan hátt, rosalegt og óvelkomið bil þarna á milli sem ég skil ekki, er bara að prófa mig áfram og fikta. Þarf að fara að rifja upp html-fræðina sem ég lærði hér um árið. Sláandi tafla engu að síður.Þegar ekið er yfir lögleyfðum hámarkshraða skal beita eftirfarandi töflu. Í fyrstu línu lárétt er lögleyfður hámarkshraði tilgreindur. Raunverulegur hraði ökutækis er tilgreindur í fyrstu línu lóðrétt. Sektarfjárhæð er tilgreind í þúsundum króna og sviptingartími í mánuðum.
Hraði 30355060708090
41-455
46-50105
51-551510
56-602015
61-6525 + 1205
66-7030 + 225 10
71-7540 + 330 + 1155
76-8035 + 22010
81-8545 + 325155
86-90302010
91-953525155
96-10040302010
101-11050 + 140302010
111-12060 + 250 + 1403020
121-13070 + 360 + 250 + 14030
131-14070 + 360 + 250 + 140
141-15070 + 360 + 250 + 1
151-16070 + 360 + 2
161-17070 + 3