þriðjudagur, 28. desember 2004

Sérstaklega fyrir Björn

Síðasta umferð fór þannig að Bjössi og Gúrkan fengu 600 stig og þar af leiðandi flest stig af þeim sem eru í hópnum Apollon. Ég er enn efstur og jók forskot mitt. Ánægður Björn?

Það er önnur umferð í dag og á morgun, ég held að það sé síðasta umferð ársins og því má segja að keppnin sé hálfnuð. Sjáum til hvort að ég taki ekki nettan pistil að þeirri umferð lokinni.

þriðjudagur, 14. desember 2004

AAAAAAAAAAAARRRRG!!!!!


Ég þooooli þetta Liverpool lið ekki mikið lengur!!!
(%$#"/((%)&%#"#!!¨!%"&$##//(**Ritskoðað**

Fantasy blog

Óhætt að segja að skorið hafi verið mjög spes þessa umferðina:Tinni og Wenger's understudy eru jafnir á toppnum, Góðbjór Albions hlýtur að vera súr. Ég dett niður í 5. sæti úr því fjórða, Hudz stóð sig nokkuð vel, of vel. Gúrkan og Butts eru eitthvað að láta vita af sér þarna niðri. Wallabees virðast heillum horfnir, eða hvað? Mendoza skeit alvarlega í sig og er kominn í skorflokk með Ólafsrauð sem hlýtur að teljast mjööög slæmt. Lítur út fyrir að Kingpin sé ekki að spá í þetta.

Ég verða að viðurkenna að ég skil ekki alveg það sem stendur á forsíðunni á Draumadeildarsíðunni. 3 umferðir eftir? Ég skil það að verðlaunum sé skipt fyrir og eftir áramót en munu stig núllast um áramót??? Veit það einhver?


ps.
Er annars bara að lesa og því er ég ekki aktívur í neinu þannig séð - semsagt til að útskýra bloggleysi og annað leysi.

miðvikudagur, 8. desember 2004

Jólin eru komin!

Við unnum 3-1 og það mátti ekki tæpara standa, urðum að vinna með tveimur mörkum.

Þvílíkur leikur!

Læt myndirnar tala, get ekki skrifað meira.Mark Baros dæmt afNúnez ekki að vinna vinsældakosningar 0-1Pongolle jafnar 1-1Mellor kemur okkur yfir 2-1Gerrard klárar dæmið 3-1Gaurinn brosir!

Do or die...

Djöfulsins ruddaleikur í kvöld - púllarar allra landa sameinist! - meistaradeildin eða dauði. Besti leikmaðurinn okkar, Steven Gerrard, búinn að segja beint/óbeint að hann sé farinn í sumar ef við vinnum ekki í kvöld. Ef hann fer þá erum við í mjög vondum málum og brottför hans gæti haft dominó-áhrif í för með sér.

Sagan segir að við verðum að vinna annaðhvort 1-0 eða lágmark með tveimur mörkum ef Olympiakos skorar mark/mörk. Djöfulsins spenna! Djö-ful-sins spenn-AAA! Hvar er Valíumið?


Var annars að vakna á milli 10 og 11 eftir að hafa sofið 2-3 tíma aðfararnótt þriðjudags, nú er lærdómur fram að leik.

Hvar ætla menn að naga neglurnar yfir þessu?


ps.

DV halda áfram að djöflast í Ástþóri - og ég fíla það...hehehe.

mánudagur, 6. desember 2004

Stuð og fjör!...þú skilur...;)

Hvers vegna féll þjóðveldið?

Til að svara þessari spurningu þarf fyrst að komast að niðurstöðu um hvað þjóðveldið var. Þetta geta í raun verið tvær mismunandi spurningar eftir því hvað við teljum þjóðveldið hafa verið.

Við getum litið svo á að þjóðveldið hafi verið það samfélagsform sem var við lýði á Íslandi fram til 1262, þegar landsmenn féllust á yfirráð Noregskonungs, án tillits til þess hvernig stjórnarfar þróaðist á þeim tíma.

Einnig er hægt að líta svo á að þjóðveldið hafi verið það stjórnarform sem lýst er í Grágás, lögbók þjóðveldisins, og öðrum ámóta heimildum og einkenndist af goðorðum. Þetta stjórnarform byggði á persónulegum tengslum goðanna við bændur (þingmenn goðanna) sem tilheyrðu goðorði þeirra. Goðorðin höfðu engin landfræðileg mörk og gátu þingmenn tveggja eða fleiri goðorða búið hverjir innan um aðra þótt yfirleitt byggju flestir þingmenn hvers goðorðs nálægt goðanum. Goðorðin líktust bandalögum þar sem goði og þingmenn voru skuldbundnir til að styrkja hverjir aðra; vernda og verja fyrir ágangi annarra. Þingmenn höfðu síðan rétt (að minnsta kosti í orði kveðnu) til að „færa þingfesti sína”, það er flytja sig úr einu goðorði í annað án þess að færa búsetu sína.

Þetta stjórnkerfi var afar veikt og átti erfitt með að taka á stórum vandamálum, setja niður deilur voldugra manna og tryggja friðinn. Það gekk aðeins meðan valdajafnvægi ríkti meðal goðanna. Menn virðast hafa gert sér grein fyrir þessum veikleika kerfisins og því lagt ríka áherslu á að viðhalda jafnvæginu, sem tókst í stórum dráttum fram undir aldamótin 1200. Engu að síður voru komin fram fáein héraðsríki nokkru fyrir þann tíma; þau helstu í Árnesþingi og í Skagafirði. Héraðsríkin urðu oftast til við samruna tveggja eða fleiri goðorða og voru þeim frábrugðin í því að þau höfðu föst landamæri og því gátu menn ekki lengur fært þingfesti sína heldur réðst hún af búsetu. Með þessu varð mikil breyting á sambandi goða og þingmanna sem fór að líkjast fremur sambandi yfirvalds og þegna. Að forminu til voru yfirmenn héraðsríkjanna aðeins goðar, eins og fyrirrennarar þeirra, en vald þeirra var orðið mun meira en áður enda voru þeir yfirleitt kallaðir höfðingjar fremur en goðar.

Um aldamótin 1200 varð mikil hreyfing á Íslandi í myndun nýrra hérðasríkja. Höfðingjavald efldist þá stórum og um 1220 má segja að nánast allt landið hafi skipst á milli 10 eða 12 ríkja. Ef við eigum við hina fornu stjórnskipun með hugtakinu þjóðveldi má segja að það hafi þegar verið liðið undir lok á þessum tíma. Fram til 1262 má segja að Ísland hafi verið lauslegt samband nokkura smáríkja þar sem sameiginleg yfirstjórn var varla til.

Orsakirnar fyrir þessari breytingu eru umdeildar. Sumir hafa talið að stofnun biskupsstólanna í Árnesþingi (í Skálholti) og í Skagafirði (á Hólum) hafi kallað á samþjöppun veraldarvalda til mótvægis við vaxandi vald biskupanna og því hafi héraðsríki fyrst orðið til í Árnesþingi og Skagafirði. Síðan hafi þetta valdið keðjuverkun þar sem grannar hinna nýju héraðshöfðingja hafi þurft að mynda mótvægi gegn völdum þeirra og þannig hafi goðorðin fallið hvert af öðru eins og dómínókubbar kringum landið. Aðrir hafa bent á að náið samband var á milli fyrstu biskupanna í Skálholti og héraðshöfðingjanna í Árnesþingi enda voru þeir allir af sömu ættinni. Einnig hefur verið á það bent að líklega hafi mismunur ríkra og fátækra farið vaxandi frá landnámstímanum og sífellt auðugri menn voru að koma fram. Stjórnkerfi þjóðveldisins var ekki nægilega öflugt til að halda slíkum mönnum í skefjum ef þeir vildu fá sitt fram með valdi og þessar aðstæður kölluðu á öflugra yfirvald en áður.

Fræðimenn hafa ekki orðið á eitt sáttir um orsakir þess að héraðsríkin mynduðust en ef til vill má segja að allar skýringarnar feli í sér að samfélagið varð sífellt flóknara eftir því sem tíminn leið frá landnámi, hvort sem það var með tilkomu kirkjunnar, eflingu auðmanna eða af öðrum orsökum. Goðorðakerfið var of veikburða til að takast á við þessar breyttu aðstæður og því leituðu menn annarra lausna.

Hér má hafa í huga að goðorðakerfið var einstakt í heiminum en höfðingjaveldið sem við tók var aftur á móti lítt frábrugðið því sem hefur einhvern tíma tíðkast í flestum löndum heims.

Í raun er það svo allt önnur spurning hvers vegna Íslendingar gerðust þegnar Noregskonungs árið 1262. Eftir að héraðsríkin voru orðin allsráðandi leið ekki á löngu þar til þau fóru að berjast sín á milli um forræði á landinu öllu. Með héraðsríkjunum var komið fram mun öflugra valdatæki en verið hafði og höfðingjarnir gátu nú safnað stórum herjum til að koma málum sínum fram með illu ef það tókst ekki með góðu. Valdajafnvægi var úr sögunni og nokkuð augljóst að allt stefndi í að landið yrði sameinað undir eitt vald. Þjóðveldið, í hvaða skilningi sem er, var þegar hér var komið sögu dauðadæmt. Spurningin var aðeins hvað tæki við.

Síðari tíma Íslendingum hættir til að líta á þessa atburði í ljósi sjálfstæðisbaráttu 19. og 20. aldar og telja oft að það mikilvægasta í sambandi við konungshyllinguna 1262 hafi verið „missir sjálfstæðis”. Óhætt er að fullyrða að 13. aldar Íslendingar hafa ekki litið svo á. Nútíma þjóðernishyggja, með höfuðáherslu á sjálfsforræði þjóða, er síðari tíma fyrirbæri og var óþekkt á miðöldum. Vandamálið sem blasti við á Íslandi um miðja 13. öld var fyrst og fremst hvernig ætti að koma á friði í landinu og tryggja um leið sæmilegt öryggi fólks. Hin augljósa leið var að koma öllu landinu undir eina stjórn og sennilega hefur mörgum verið ljóst að þróunin stefndi í þá átt.

Það sameiginlega yfirvald sem komst á var hið norska konungsvald en fræðilega er ekkert því til fyrirstöðu að það hefði getað verið eitthvað annað. Sem dæmi má nefna að landið hefði getað orðið sjálfstætt jarlsdæmi í lauslegum tengslum við Noreg. Ýmsir höfðingjar virðast hafa stefnt að slíkri lausn og konungsvaldið sýnist hafa verið að reyna að koma til móts við slík sjónarmið með hinu skammlífa jarlsdæmi Gissurar Þorvaldssonar sem lauk með dauða hans 1268.

Einnig hefði komið til greina að stofna sérstakt konungsríki á Íslandi en vegna náinna sögulegra og menningarlegra tengsla við Noreg er óvíst að það hafi verið talið raunhæft. Noregskonungur var áhrifamikill á Íslandi frá fornu fari og til hans leituðu Íslandingar í miklum mæli að sækja sér upphefð. Hin augljósa lausn á vanda Íslands á 13. öld hlaut því að felast í því að tengjast Noregskonungi með einhverjum hætti enda vann konungur að því leynt og ljóst um þessar mundir að safna undir sig byggðum norrænna manna við norðanvert Atlantshaf.

föstudagur, 3. desember 2004

G'day sir!

Góðan dag! Er ekki kurteisi að bjóða góðan daginn? Mætti kannski spyrja ákveðinn kennara í Lagadeild að því...

Lítið sem ekkert í gangi annars. Setti lítinn og sætan jólasvein hér í hliðarsvæðið eins og sjá má. Hann lýsir kannski anda jólanna betur en kókakólajólasveinninn. Man annars einhver afhverju jólin eru haldin? Fæddist ekki Jóhannes í Bónus þá...?

Gestabókin er risin upp frá dauðum, situr hún við hægri hönd innleggja almáttugra og mun þaðan koma, að dæma lifendur og dauða. Fann hana útí frosinni mýri og náði að endurlífga hana með því að gefa henni heitt kakó og rauða stafi. Hvet fólk sem ekki hefur skrifað í hana að skilja eftir sporin sín þar, þarf ekki að vera merkilegt til að teljast gilt sem gestabókarskrif.

Er annars farinn austur að gefa rollunum.


ps.
Speki dagsins: "Allt er í eðli sínu einfalt, það er bara einhver búinn að gera það flókið."

miðvikudagur, 1. desember 2004

Í tilefni daxinsSamningar náðust 1918 um fullveldi Íslands í konungssambandi við Danmörku. Sambandslagasamningurinn var lögtekinn í báðum löndum og tók gildi 1. desember 1918.

Ísland var nú orðið ríki út af fyrir sig, konungsríkið Ísland, og hafði samningsbundinn rétt til að segja upp sambandinu við Danmörku að 25 árum liðnum.

Fullveldið 1918 var stærsta formlega skrefið til sjálfstæðis landsins. Því var fylgt eftir 1944 með því að slíta sambandinu við Danmörku og stofna sjálfstætt lýðveldi. Það var gert á Þingvöllum á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar 17. júní.

Hundrað árum áður bjuggu Íslendingar við einveldi erlends konungs. Nú nutu þeir óskoraðs sjálfstæðis í eigin þjóðríki.