fimmtudagur, 22. júlí 2004

Knattþeyta

Ef þú hefur ekki áhuga á fótbolta hættu þá að lesa núna, smelltu frekar hér eða hér.

Liverpool vann sinn fyrsta æfingaleik á móti Wrexham í gær og er það vel.  Af viðtölum við leikmenn og þjálfara þá finnst mér allt vera hið jákvæðasta á vígstöðvum míns liðs.  Mig langar að vísu að minnast á eftirfarandi setningar sem stungu mig í viðtali sem ég las við þjálfarann Rafael Benitez í gær eftir leikinn, þær voru/eru svona:

"Igor Biscan did well in the first half playing central midfield which is his position. That is a good position for him and I want to see more of him playing there."


Þetta skilja þeir sem þekkja sögu Igors.  Orðin "did well" hef ég aldrei séð í sömu málsgrein og nafnið hans er í.  Orðin "his position" ekki heldur, man ekki betur en að hann hafi verið prófaður í ca. 5 stöðum á vellinum síðustu misserin.  Og enginn hefur sagt orðin "I want to see more of him" áður um hann eftir að hann kom til Liverpool þori ég að fullyrða.  Þetta er allt mjög súrrealískt og að sjálfsögðu vonar maður að hann sé loksins að fara að líkjast fótboltamanni.  Þetta var að vísu bara Wrexham og því hlakkar mig til að sjá leikina á móti sterkari liðunum á æfingatímabilinu, ég ætla að hafa sérstakt auga með Igor Biscan því að hann hefur örugglega bara ekki verið með sjálfum sér í þessum leik í gær(ég held að ég hafi fengið smá gæsahúð núna rétt í þessu bara við það að skrifa fullt nafn hans). 
 

Hann er sauðslegur,
á því er enginn vafi.
Annars er lítið að frétta, hef ekkert gaman af að blogga um sjálfan mig þegar lífsbaráttan gengur brösulega, það kemur alltaf út eins og eitthvað vorkunnarvæl finnst mér. En ég held að þetta sé bara eðlileg þróun í lífi hvers manns, hver lifir þannig lífi að það komi ekki niður- og uppsveiflur á línuritinu? Vandamál eru bara verkefni sem þarf að leysa blablabla...


Engin ummæli: