mánudagur, 26. júlí 2004

Helgarferðin

Fór austur þarna á föstudaginn í grenjandi roki og hávaða rigningu. Það var mjög erfitt að "sæka" sig upp í það að fara í tjaldútilegu, ég endurtek; mjög erfitt, það eina sem ég sá þegar ég lokaði augunum var myrkur og beinagrindur. Svo kom að því í kringum áttaleytið um kvöldið að ég hringdi í gömlu hjónin, sem voru komin uppeftir, í þeirri von að maður myndi fá jákvæðar veðurfréttir og setningar eins og; "neinei þetta er nú ekkert eins slæmt og þú heldur" en þá var annað uppá teningnum. Mamma sagði orðrétt; "hér er GRENJANDI rigning og allt gjörsamlega á floti!", seinna sagði hún mér að hún hefði farið að hlæja þegar hún sá svæðið. Hlutirnir eru yfirleitt mjög slæmir þegar fólk hoppar yfir "svekkelsis-stigið" og fer beint í það að hlæja. En Dýa var æst í að fara og hún náði einhvernveginn að véla mig í þetta allt saman. Það eina sem huggaði mig var að fræðilega gátum við líka sofið í fellihýsinu hjá mömmu og pabba ásamt Maríu, Mikka og fjölskyldu. Það var einhver von þarna.

Við vorum komin uppeftir á milli tíu og hálf ellefu og sáum strax að þetta voru engar ýkjur með lýsingarnar á svæðinu, það var allt á floti. Við komum beint í volgan grillmat en þannig finnst mér hann bestur. Svo var bara skellt sig öli og reynt að hverfa frá raunveruleikanum. Þetta var allt á rólegu nótunum og það endaði með því að ég og Dýa sváfum í sumarbústað með tvíbreiðu rúmi og sæng og mjúkum og þurrum koddum og laki og ofn inní herberginu og...og...ahhhhh. Það var þá alltaf pláss í bústaðnum sem amma og afi áttu að vera í en það var ekki von á þeim fyrr en á laugardeginum.

Svo vaknaði ég á laugardagsmorgun með hausverk frá helvíti, skil það illa því að ég var mjög hóflegur í drykkjunni kvöldið áður, ca. 5 öldósir og ekkert sterkt. Lífið leitar að "balance" og fyrst að þetta leystist með svefnstaðinn þá hlaut að koma eitthvað til að refsa manni fyrir þægindin sem maður hlaut. Ástandið "hausverkur" tafði mann uppúr rúminu um nokkra klukkutíma þar sem maður lá í Panodilvímu. En svo kom að því að þessi ósynilega ísnál var fjarlægð úr höfuðkúpunni og þá fór ég að pumpa í vindsængina og við fórum i sólbað í blíðunni sem var á laugardeginum, tókum gönguferð meðfram Apavatni og höfðum það gott. Svo var maður bara byrjaður að hella uppá sig kl. ca. 16-17 og var það vel. Sameiginlegur matur svo um kvöldið ásamt ca. 70 manns til viðbótar en meirihlutann þekkti ég ekki, þó átti þetta að vera lítið fjölskyldumót. Sungið, drukkið, hlegið og allt þetta vanalega, bara mjög passlegt og fínt allt saman.

Ég er eiginlega búinn að fá nóg af útilegum þetta sumarið en þá er náttúrulega aðalútileguhelgin framundan...úfff. Hvert er fólk annars að fara svona almennt séð?

Engin ummæli: