miðvikudagur, 30. júní 2004

Fór í...

klippingu til Maríu í gær og kann ég henni bestu þakkir fyrir, eins og alltaf. Mig minnir að ég hafi gleymt að þakka henni fyrir í gær, maður er svo mikill köttur.
Fór svo í Playstation fótboltamót/keppni við feðgana Mikka og Gabríel, varð neðstur og tapaði í fyrri umferð en meig yfir þá í seinni umferðinni, þó aðallega Mikka, þeir hafa sennilega vanmetið mig eftir fyrri umferðina. :) Þetta var ágætis tilbreyting frá ömurlegum einmannaleikanum sem umlykur mig þessi misserin, bý einn í Hafnarfirðinum og Dýa á Hellu.

En ég er að fara á Hellu á eftir og verð þar í nótt og kem aftur í fyrramálið. Myndi fara á hverjum degi ef helv.... bensínið væri ekki svona dýrt. Afhverju er ekki komið fullkomið hraðlestakerfi hér á þetta land!?...öskra ég á ískalda nóttina sem svarar með tómleika sínum. Þá væri maður bara ca. 12 mínútur á milli Reykjvíkur og Hellu með lest sem fer á 500 km/klst. Allt um það hér

Engin ummæli: