þriðjudagur, 28. september 2004

Verkfæri djöfulsins

Fyrirvaralaust bilar bíll og þá eru allar fjárhagsáætlanir, þær litlu hægt var að gera, foknar út um gluggann. Djöfulsins bílar! Eða öllu heldur djöfulsins land sem maður býr á að geta ekki verið bíllaus. Hvernig geta dauðir hlutir étið svona mikið af peningum? Var ég búinn að segja djöfullinn? Djöfulsins andskotans djöfull.

Það er eins og lífið geti aldrei gengið nokkuð vandamálalaust fyrir sig í einhvern smá tíma, ef A er í lagi þá klikkar B, heitir þetta ekki Murphy's Law? Það er örugglega til fullt af öðrum kenningum um þetta og þær eru allar sannar, það er margsannað. Svo segir einhver hálfviti; "það sem ekki drepur mann, styrkir mann". Go fuck yourself!

Svooona svona, alveg slakur.


Annars skilst mér að námið sé að fara í einhverskonar fluggír. Svokölluð Almenn lögfræði að byrja í dag, kúrs sem laganemar skjálfa víst við að heyra minnst á. Sjáum til.

Gerði víst í buxurnar í Draumaleiknum um helgina en það er sem vatn undir brúnna þessa dagana. Verð að athuga það mál seinna, sennilega mistök í stigatalningu síðustjóra... :)

Skemmdarverk framin á Hellu

Skemmdarverk voru framin á ýmsum mannvirkjum á Hellu aðfaranótt sunnudags og einnig var brotist inn í hópferðabíl og m.a. stolið talstöð og farsíma. Lögreglan á Hvolsvelli segir ekki ólíklegt að þessi mál tengist.

Lögreglan segir, að einhverjir hafi gert það að leik að brjóta og skemma ljósastaura framan við KB banka á Hellu. Brotnar voru ljósaperur og kúplar. Þá var símaklefi við Þrúðvang skemmdur og úr honum slitið símtólið. Einnig voru unnin skemmdarverk á umferðarmerkjum við Þrúðvanginn auk þess sem niðurfallsristar höfðu verið rifnar upp úr götunni.

Bíllinn, sem brotist var inn í, stóð við Dynskála. Úr henni voru fjarlægð VHF-talstöð og NMT-farsími auk höfuðsetts, sem ökumaður hópbifreiðarinnar notar þegar rætt er við farþega í bílnum.

Lögreglan biður þá sem eitthvað vita um þessi skemmdarverk eða vita hvar búnaður hópbifreiðarinnar er niðurkominn að hafa samband í síma 488 4111.


Þetta las ég á MBL.is áðan. Kallið mig fordómafullan durt en var Götusmiðjan ekki að planta sér í nágrenni Hellu fyrir ekki svo löngu síðan? Greyin litlu eiga svo bágt... Ætli þau séu ekki löngu búin að finna 14. grein Almennra hegningarlaga:
14. gr. Eigi skal manni refsað fyrir verknað, er hann hefur framið áður en hann varð 15 ára gamall.
Fegnastur væri ég ef ég hefði rangt fyrir mér.

laugardagur, 25. september 2004

Oft veltir lítð marmelaði mörgum commentum

Er kominn hingað á Hellu í rólegheit, var að horfa á Tottenham tapa fyrir ManUre og var það ekki gaman að horfa á. Hefði glatt mig meira að horfa á Liverpool vinna Norwich 3-0 á Anfield þar sem sóknarmenn liðsins skiptu mörkunum bróðurlega á milli sín.

Gríðarlega heitar umræður eru búnar að vera um stóra marmelaðimálið og ekki sér fyrir endann á þeirri heitu deilu. Ég er búinn að fá nafnlaus símtöl þar sem hringjendur hafa ýmist eingöngu andað í símann með hlaupkenndum hætti eða farið með marmelaðisæringar gagnvart mér. Og þegar ég kom út í morgun þá var búið að teikna djöflastjörnuna með marmelaði á bílastæðið.....scary shit!

Jæja haltu áfram að lesa vitleysingurinn þinn.


ps.
Í gærkvöld var Ástþór Magnússon kærður fyrir að skemma ljósmyndavél sem metin er vel á annað hundrað þúsund. Stúlka átti að hafa tekið mynd af honum á Glaumbar og hann tekið af henni vélina og splundrað henni á barborðinu. Í kjölfar þessa var honum hent útaf staðnum og stuttu síðar kom lögreglan með kæru á hann.

fimmtudagur, 23. september 2004

Blóðsúthellingar og marmelaði


Jæja ætli það sé ekki best að blogga eitthvað smá. Kóngurinn spurði mig sérstaklega afhverju ég væri ekki búinn að blogga neitt síðan á mánudeginum. Það má til sanns vegar færa að maður sé búinn að vera hálf tjáningarheftur eftir þennan A-GA-LEG-A leik sem var þarna á mánudagskvöldið. Rotinn hundaskítur í blóðugu rassgati andskotans!!! Mér dettur ekkert viðbjóðslegra blótsyrði í hug í augnablikinu. Djöfullinn hafi það bara. Maður er svosem búinn að þróa ýmsar afsakanir í huganum, til dæmis það að ManUre(manure = mykja kv.; húsdýraáburður k.) URÐU að vinna þennan leik annars hefðu þeir gjörsamlega verið búnir að verpa í sig á þessu leiktímabili, bendi á að við erum tveimur stigum á eftir þeim í dag en eigum leik inni á þá, erum því stigi fyrir ofan þá í raun...eða þannig..svona almennt séð. Önnur afsökun er sú að það voru bara 2 bresk hjörtu í Liverpool-liðinu og restin af liðinu skynjuðu einfaldlega ekki mikilvægi þess að vinna þetta pakk sem þeir voru að keppa við. Er með fleiri svona afsakanir á taktein(un)um en ég læt þessar duga. Það er rematch þann 15. janúar 2005 og þá mun blóóóð drjúpa á graslendur Anfield road, og blóðið mun ekki koma frá heimamönnum.


Þetta er eiginlega það eina sem ég hef að segja við ManUre menn:Síðustu dagar hafa ekki verið merkilegir, bara skólasókn, heimalærdómur og lestur, búinn að vera að dytta að íbúðinni s.s. að negla parketlista og setja saman skrifborð svo eitthvað sé nefnt. Enn vantar sófasett svo að hægt sé að bjóða fleiri en einum í heimsókn í einu.


Hvað er málið með þessa stúlku hér:

Nú er ég ekki neinn sérfræðingur á sviði meðgöngu eða barneigna en hvernig í andskotanum er þetta hægt?! Hún hlýtur að vera annaðhvort spikfeit eða sauðheimsk. Á myndinni virkar hún ekki spikfeit þannig að.......(uppfært: nei andskotinn það eru víst alltaf einhverjar skýringar til. Er að hlusta á endursýningu af þættinum á Skjá 1).


Að öðru leyti hefur maður svosem fátt að segja nema það að ég og frúin erum að fara á morgun á Hellu og verðum við þar um helgina. Hver veit nema að maður fái sér 1 - 2 öl þarna á milli þess sem maður les fræðin, endilega láta vita af sér ef einhver er þarna að þvælast.(uppfært: bíllinn bilaður. Óvíst um allt. Lífið í rúst.)

Enginn leikur með Liverpool í hreyfimyndavarpinu um helgina þannig að maður verður bara að halda með Tottenham á laugardeginum...
Laugardagurinn 25. september
kl. 11:10 Upphitun (e)
kl. 11:40 Middlesbrough - Chelsea
kl. 13:40 Á vellinum með Snorra Má
kl. 14:00 Tottenham - Manchester United
kl. 16:10 Bolton Wanderers - Birmingham

Sunnudagurinn 26. september
kl. 15:00 Portsmouth - Everton

Mánudagurinn 27. september
kl. 22:30 Charlton Athletics - Blackburn Rovers

Og eitt að lokum. Fékk mér ristað brauð með osti og marmelaði í morgun og í tengslum við það langar mig að spyrja þig lesandi góður; setur þú marmelaðið, eða sultuna, ofan á ostinn þinn eða undir hann? Hvort gerir þú og afhverju? Þetta er spurning sem brennur á vörum mínum þessa stundina enda er nauðsynlegt að skera úr þessu sem fyrst hvort er réttara.

mánudagur, 20. september 2004

Along came Ástþór

Jah góðan og belessaðan mánudaginn hér. Helgin er afstaðin og ný og spennandi tækifæri bíða í þessari viku sem framundan er...eða hvað?

Var alveg marandi slakur á föstudagskvöldið, ég og frúin leigðum okkur myndbandssnældu og horfðum á hana, að vísu sofnaði frúin yfir henni eins og svo oft áður :) Myndin hét, og heitir sjálfsagt enn, Along came Polly. Léleg mynd og yfir heildina leiðinleg, einn og einn punktur en skárra væri það nú ef það væri ekki einn og einn punktur í mynd sem búið er að eyða hundruðum milljóna í.

Á laugardagsmorgninum fór ég með vini mínum í smá verkefni og vorum við að því fram að hádegi, græddi á því að vakna snemma þann morguninn. Las fræðin yfir miðjan daginn og svo kom Siggi Sig í Engihjallann og við fengum okkur nokkra öl.

Sá Forsætisráðherra Góðbjórs í viðtali á Stöð 2 í gær, missti að vísu af byrjuninni en mér sýndist hann vera ansi gáfulegur þar sem hann rýndi í kristalskúlu og spáði til um framtíð hins stafræna heims. Smelltu á þessa málsgrein til að sjá kallinn í action.

Verð aðeins að minnast á Ástþór Magnússon "friðarpostula". Hafið þið ekki lesið það nýjasta frá honum? Hér. (eitthvað gallað þó þegar þetta er skrifað) Alltaf að sannast betur og betur að hann er geðveikur, hann gerir lítið annað en að reyna að vekja á sér athygli en þegar honum er sýnd hún þá brjálast hann. Snargeðveikur hálfviti sem á ekkert gott skilið(mín skoðun). Hvar er til dæmis Porche-inn sem hann var búinn að lofa í happdrættinu fyrir kosningarnar síðustu? Og svo er hér umræða um þetta á Málefnin.com sem hann startaði(sennilega hann en þó er það ekki víst).


Myndgátan í dag, hvaða jólasveinn er þetta?

föstudagur, 17. september 2004

Grillið glamraði

Það er oft talað um að allir hafi einn hæfileika eða náðargáfu. Bjórmálaráðherra er með innbyggðan stafrænan afruglara! Spurning hvort að hægt sé að tengja Sýn í gegnum hann og fá óbrenglaða mynd úr sjónvarpinu? Væri gaman að prófa það... Harry Redknapp var góð ágiskun hjá Helga en röng engu að síður.

Hér er upprunalega myndin af John Candy:


Verðlaunin eru notað Mikka Mús-plastglas með allskonar skrúfum í.


Hér er svo Harry Reknapp fyrir þá sem ekki þekkja kauða, ekkert ólíkur brengluðu myndinni :):Annars einkennast dagarnir af því að leita að sófasetti og borðstofuborði. Þannig að ef þú eða einhver í kringum þig lumið á slíku þá er það vel þegið, verðið verður að vera í sögulegu lágmarki að sjálfsögðu. Fórum í Góða hirðinn í dag en okkur leist ekkert sérstaklega vel á það sem þar var, þetta var bara dýrt og pissublettur í öllu. Annars stakk ég upp á því við Dýu að fylgjast með minningargreinunum í Mogganum og hafa svo uppá dánarbússtjóranum og gera bissness við hann. Svolítið nasty en maður verður að reyna að bjarga sér einhvernvegin. Svo er líka hægt setja auglýsingu í DV sem gæti hljómað eitthvað á þessa leið: "Varst þú að deyja? Ef svo er þá get ég losað þig við búslóðina á fljótlegan og auðveldan hátt. Hringdu í síma 699-0799 og ég kem um hæl!" Þeir sem ekki þola svona húmor geta fengið sér tissjú.

Þetta verður að duga i dag, minni á Draumaleikinn fyrir þá sem eru með lið.

ps. mig dreymdi sökkvandi skip og náttúruhamfarir einhverskonar í nótt....úúúúú.

fimmtudagur, 16. september 2004

Hnoðri í norðri verður að veðri þótt síðar verði

Í gær var fyrirlestur um Kröfurétt sem var ansi fróðlegur og nokkur skemmtilegur bara verð ég að segja. Margt í Kröfurétti kemur við okkar daglega líf eins og til dæmis samningar og loforð allskonar. Til dæmis er fróðlegt að vita að munnlegur samningur er alveg jafn rétthár og skriflegur nema hvað að það getur oft verið erfiðara að sanna tilvist munnlegs samnings, þá er gott að hafa pottþétt og hlutlaus vitni. En nóg um það ég var að muna að ég á eftir að bora fyrir hillum og hengja ýmislegt upp á veggi hér. Meira síðar. Adios.

Hver er þetta?:


þriðjudagur, 14. september 2004

Það fer nú að verða verra ferðaveðrið

Michael Landon var það heillin eða Karl Ingalls eins og hann var kallaður á sunnudögum hér í den tid.

Það er ljóst að ég er að vanmeta lesendur og verð því að fara að leggjast undir feld og finna eitthvert algjört skoffín til að breyta. Bjórmálaráðherra fær harðnaða málningarrúllu í verðlaun og getur sótt hana hvenær sem er.


Eins og Palli sagði í commenti við innlegg gærdagsins þá er ég á einhverju "runni" ef "run" má kalla í Draumaleiknum. Er (lang)efstur í lókal-hópnum og í 51. sæti yfir heildina af 4204 liðum. Hérna er staðan svo að ég monti mig aðeins meira, fyrst er nafn liðs svo koma heildarstig og að lokum stig fyrir síðustu umferð.

Hópur: Apollon

Komaso! 1640 540 = ég
Wengers understudy. 1480 380 = Gunnar Þóris
Hudz F.C 1480 480 = Höddi
Winchtestertonfieldville Wallabees 1470 430 = Palli fjallagíraffi
Scotland FC 1450 370 = ???
F.C Tinni 1440 350 = ???
Góðbjór Albions 1440 410 = Kiddi Nonni
Mendozas fat dogs 1320 380 = Guðni Sighvats
Gúrkan 1310 370 = Bjössi lax
Houllier 1230 390 = ???
Butts_BlingBling 1200 340 = Sævar fjallhundur
Ólafsrauður 1030 340 = Haddi Thor
Sir drink alot 460 460 = ???


Þeir sem eru með spurningamerki fyrir aftan veit ég ekki enn hverjir eru og því mega þeir tilkynna sig í commenti hér fyrir neðan.


Ég þurfti að skafa rúðurnar á bílnum í morgun, fari það í kolað.


En nú er kominn tími til að hætta þessu bloggstandi því að þessi stuðbolti hér fyrir neðan er kominn í pössun.

mánudagur, 13. september 2004

Ég mæli með og ekki með

Já þetta var Ingibjörg Sólrún, Dýa sá það á nokkrum sekúndum, nösk sú arna:
Tók því rólega hér á höfuðborgarsvæðinu á föstudagskvöldið. Ég og heitkona mín máluðum fram á kvöld í Engihjalla og gerðum klárt. Borðuðum kvöldmat á Hamragrilli í Hamraborg sem var ekki frásögum færandi nema að þetta er mjög sérstök brasbúlla með "heimilismat" í bland við allskonar jukk. Ég pantaði tvo hamborgara með öllu mögulegu með og borgaði 460 kr. fyrir allt heila klabbið. Gott að versla við staði sem eru með "1"-takkann bilaðan á posanum. Mæli með þessum stað....þannig séð.

Fórum svo í kotið til 4Setans og horfðum á myndina "50 first dates" með Adam Sandler og Drew Barrymore.
Mér leist satt að segja ekkert á þessa mynd þegar ákveðið var að taka hana, en mér var svosem alveg sama eins og alltaf, en svo var hún bara mjög fyndin og góð þannig að ég mæli alveg með henni.

Á laugardeginum barst okkur liðsauki, nánar tiltekið foreldrar mínir, að austan í málverk og allskonar stúss í íbúðinni. Fínn dagur það og maður var orðinn aðeins mildaður á rúllunni í lok dags. Við sváfum í Engihjalla í fyrsta skipti og það var vindsæng sem var á milli okkar og gólfsins á meðan á svefni stóð. Vindsængin var orðinn loftlaus þegar við vöknuðum. Mæli ekki með því.

Á sunnudeginum var verið í flutningum og það er eitt það leiðinlegasta sem ég geri. Mér finnst allt í lagi að hjálpa öðrum að flytja en að vera að standa í því sjálfur finnst mér algjör viðbjóður. Ég endurtek og ítreka og undirstrika og legg áherslu á; aaalgjör viðbjóður. Halldór fékk að kveljast með mér í þessu sem bjargaði sennilega geðheilsunni minni á meðan á þessu brasi stóð. Við höfum lítið breyst frá því að við vorum lillar, síhlæjandi að skrítnu fólki og fyndnum aðstæðum, áttum bágt með okkur þegar einhver vitleysingur fékk far með okkur í lyftunni. Ingi (4Ingi??) var ómetanlegur á flutningabílnum út um allar trissur að sækja búslóð og kann ég honum bestu þakkir fyrir. Svo er 4Setinn búinn að hýsa okkur á meðan maður hefur verið í þessu millibilsástandi og það líka eitthvað sem maður getur ekki þakkað nógu vel fyrir, heldur verður bara að sýna það vonandi í framtíðinni að sá greiði er ekki gleymdur heldur geymdur. Svo er Viddi Kóngur búinn að redda mér í ýmsum símamálum og það var vel þegið því að það getur verið ansi erfitt að gera sig skiljanlegan við þjónustuverin. Hvar væri maður ef maður hefði ekki fjölskyldu og vini? Mæli sterklega með fjölskyldu og vinum.

Að lokum vil ég benda á þetta lag hér(smella á "Download MP3 Now!" á miðri síðu til að sækja) sem er mér framarlega á tungu þessa dagana, rólegt og gott eins og elgur á Valíumi.


Hér er ný myndgáta og ég skal hundur heita ef einhver getur þetta, já hundur.


föstudagur, 10. september 2004

Maður dagsins og gærdagsins

Nenni ekki að blogga en ég verð að líma þetta hér inn sem ég fékk í pósti í dag:

Skilaboð til UNGLINGA og foreldra þeirra.
Bill Gates hélt nýlega fyrirlestur fyrir unglinga í gagnfræðaskóla í
Bandaríkjunum. Hann talaði um reglurnar 11 sem þau hafa ekki og munu ekki læra um í skólanum. Um agaleysi og nýjar áherslur í kennslu sem að munu skila nýrri kynslóð út í þjóðfélagið dæmdri til að mistakast. Elskaðu hann eða hataðu, en víst er að hann hittir hér naglann á höfuðið.


Regla 1: Lífið er ekki réttlátt, reyndu að venjast því.

Regla 2: Veröldinni er sama um þitt sjálfsálit. Allir ætlast til að þú áorkir einhverju áður en þú ferð að vera ánægð/ur með sjálfa/n þig.

Regla 3: Þú munt ekki þéna 4 milljónir á ári strax þegar þú útskrifast úr skóla og þú verður ekki framkvæmdastjóri fyrr en þú hefur unnið fyrir því.

Regla 4: Ef þér finnst kennarinn þinn strangur og erfiður, bíddu þangað til að þú færð yfirmann.

Regla 5: Að snúa hamborgurum á skyndibitastað er ekki fyrir neðan þína virðingu. Amma þín og afi áttu til annað orð yfir það að snúa hamborgurum. Þau kölluðu það TÆKIFÆRI.

Regla 6: Ef þú klúðrar, þá er það ekki foreldrum þínum að kenna svo hættu að væla og lærðu af mistökunum.

Regla 7: Áður en þú fæddist þá voru foreldrar þínir ekki svona leiðinleg eins og þau eru núna. Þau urðu svona eftir að: hafa borgað fyrir uppeldi þitt, þvo fötin þín, þrífa til draslið eftir þig og hlusta á hvað þú ert COOL og þau eru hallærisleg. Svo áður en þú og vinir þínir bjargið regnskógunum og leysið heimsmálin, reyndu þá að taka til og koma reglu á herbergið þitt.

Regla 8: Það getur vel verið að skólinn útskrifi bæði sigurvegara og tapara en lífið gerir það EKKI. Í sumum skólum er hægt að taka sama prófið aftur og aftur.Þannig er þetta ekki úti í atvinnulífinu.

Regla 9: Lífið skiptist ekki í annir og þú munt ekki hafa frí öll sumur. Mjög fáir samstarfsmenn munu hafa áhuga á að hjálpa þér að finna sjálfanþig. Gerðu það í þínum eigin tíma.

Regla 10: Sjónvarpið er ekki raunveruleikinn. Í raunveruleikanum þarf fólk í alvörunni að yfirgefa kaffihúsið og fara í vinnuna.

Regla 11: Vertu NICE við nördana í skólanum, það endar mjög líklega með því að þú þarft að vinna hjá einhverjum þeirra.


Bill Gates, nörd í skóla.

Hér er næsta gáta:Er að fara að mála, þeir sem vilja hjálpa mér eru velkomnir.
S: 699-0799.


fimmtudagur, 9. september 2004

Ýrist nánast ekki neitt!

Enginn skóli í dag frekar en aðra fimmtudaga og því fór dagurinn í undirbúning á nýjum dvalarstað. Spartla, mála, skera, kroppa, skrúfa, slíta, skafa og fleira í þeim dúr. 4Setinn málaði og ég var eitthvað að flækjast fyrir honum á meðan. Það er gott að hafa svona vanan mann á rúllunni, hann talaði fjálglega um málninguna og hafði það á orði að hún ýrðist nánast ekki neitt. Verkin eftir hann eru víða og er eitt af hans bestu verkum þakið á Ljósá sf. Dynskálum 26, Hellu. Ég hvet fólk til að gera sér sérstaka ferð þarna austur til að berja þetta listaverk augum. Ótrúlega vel að verki staðið.

Nú þurfa þeir sem ekki eru búnir að stilla upp liði sínu í Draumliðskeppninni að fara að gera það, það líður að næstu umferð.

Mæli með þessu hér.

Nokkrir tóku þátt í myndagetrauninni sem ég setti fram í gær. Danakonungur þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvort þurfi að varpa hlutkesti um svarið, því hann hafði rangt fyrir sér eins og Dýa. Hins vegar höfðu 4Setinn og Forsætisráðherra Góðbjórs RÉTT FYRIR SÉR og óska ég þeim innilega til hamingju. Forsætisráðherra fær fullt hús en þó mínusstig fyrir að nefna tvo menn, en reddar sér með því að fá plússtig fyrir að spotta Sammy Lee fyrir aftan Myndgautinn. 4Setinn fær fullt hús án allra málalenginga, hann nefndi Owen og engan annan. Þeir hljóta naflaló í verðlaun og geta sótt hana úr naflanum á mér hvenær sem er.

Hér er Owen fyrir og eftir:Nú hristi ég fram úr erminni aðra myndgátu. Hver er maðurinn?

miðvikudagur, 8. september 2004

Getraun dagsins

Núna er maður hér í Hafnarfirðinum að hlusta á Michael Jackson með 4Setanum, hver veit nema að við tökum nokkur dansspor þegar líður á daginn. Ekki mikið að gerast en þó er ég sennilega að fara austur á Hellu í kvöld. Það líður að flutningum í aðra íbúð sem verður staðsett í Engihjalla í Kópavogi, þá getur 4Setinn kannski átt eitthvað einkalíf loksins. Hann er sjóðandi heitur piparsveinn um þessar mundir og þarf space til að athafna sig...

Talandi um space, það verður sennilega of mikið af því í nýrri íbúð og við þurfum að redda okkur sófasetti ódýrt eða gefins sem gott er að hlamma sér í fyrir framan sjónvarpið. Áttu eitthvað?

Svo er hér myndgetraun að lokum. Var að fikta í Photoshop með frægan erlendan einstakling. Hver er maðurinn?

mánudagur, 6. september 2004

Þjófur um hábjartan dag

Gott kvöld.

Helgin þessi var ansi róleg og græt ég það ekki. Fínt að taka svona gersamlega steindauða helgi svona öðru hvoru. Horfði á landsleikinn í fótbolta og þeir klikkuðu ekki frekar en fyrri daginn, vitna í bloggið mitt frá því á föstudaginn:
"Auðvitað vona ég að þeir vinni en ég er ansi hræddur um að við hrökkvum í sama farið og áður þ.e.a.s. að sýna ekki okkar besta leik þegar á reynir."
Já það getur verið þreytandi að hafa alltaf rétt fyrir sér

Fór í skólann í morgun eins og lög gerðu ráð fyrir, þetta ætlar að verða ansi mikill lestur sýnist mér og ég held bara að ég verði að hafa mig allan við að skipuleggja tímann næstu daga. Brjálað að gera.

Nú fer að líða að næstu umferð í Enska boltanum og Draumadeildin er enn í fullum gangi þótt að það sé búin að vera ansi löng pása núna vegna landsleikja. Minnir mig á það að ég sá að það var eitt lið búið að bætast í hópinn; Sir Drink alot. Hver er eigandi þess liðs, veit það einhver? Ég veit heldur ekki ennþá hverjir eiga liðin F.C. Tinni, Scotland FC og Houllier. Ef þeir eru að lesa þá mega þeir láta ljós sitt skína.

Var að skoða dóma á Hæstiréttur.is og vantaði eitthvað leitarorð til að prófa leitarvélina, það eina sem mér datt í hug var Árni Johnsen. Þvílík lesning, kallinn hefur verið ansi bissí þegar hann var uppá sitt besta. Hér er smá sýnishorn úr ákærum fyrir héraðsdómi, gamalt en sígilt:
1. eldhús- og baðinnréttingu sem hann tók út hjá Samnorræna, Reykjavík, í viðskiptareikning Ístaks hf. samkvæmt beiðni Ístaks h.f. til sölufyrirtækisins.

2. ýmis hreinlætistæki og pípulagningaefni sem hann tók út hjá Tengi ehf., Kópavogi, samkvæmt reikningi dagsettum 8. júlí 1997 að fjárhæð kr. 231.810 og lét greiða af fjárveitingum byggingarnefndarinnar.

3. fánastöng, límtrésbita, sem hann tók út hjá Stálsmiðjunni hf., Reykjavík, í viðskiptareikning Ístaks hf. samkvæmt beiðni Ístaks hf. til sölufyrirtækisins.

4. álstiga sem hann tók út hjá Húsasmiðjunni hf., Reykjavík, í viðskiptareikning Ístaks hf. samkvæmt beiðni Ístaks hf. til sölufyrirtækisins.

5. þjóðfána og veifur sem hann tók út hjá Íslensku fánasaumastofunni, Hofsósi, samkvæmt reikningi dagsettum 16. ágúst 1999 að fjárhæð kr. 247.133 og lét greiða af fjárveitingum byggingarnefndarinnar.

Og svo framvegis..........og svo framvegis..............

Ég nennti náttúrulega ekki að lesa þetta allt en dómurinn er hér ef þið hafið nægan tíma. Munið eftir þessu þegar hann býður sig fram í næstu alþingiskosningum.

laugardagur, 4. september 2004

Hryðjuverkin í Beslan

Að minnsta kosti 322 fórust þegar blóðug endalok urðu á gíslatökunni í gær. Um helmingur hinna látnu voru börn.Upphaf

The attackers had stormed into the school on Wednesday, forcing everyone into the gym.
Aðstæður
The hostages are held in a small gymnasium, more than 1,000 of them crammed into a room not much bigger than a basketball court.
Snúningspunktur
Just before 0900 GMT, emergency workers enter the school to recover the bodies of dead hostages, thought to be about 15.
Minutes later, explosions and gunfire are heard and, at about 0915, a group of hostages of different ages manages to escape.
Árás
Special forces storm the school. However, the security cordon is breached by relatives, many of them armed, who mingle with the troops running towards the buildings.
Russian President Vladimir Putin later says the decision to go in was unplanned and taken after the attackers started shooting at children.
Flótti
As troops move in, half-naked and bloodied children begin running out of the school. Others are carried out by adults.
"Endalok"
In the confusion that follows the storming of the school, a group of attackers manages to flee, apparently by mixing in with hostages and relatives flooding the area.
Some of the attackers reportedly head south and take refuge in a nearby house where they are surrounded by special forces and later killed.


Tekið af http://news.bbc.co.uk/1/shared/spl/hi/world/04/russian_s/html/1.stm

föstudagur, 3. september 2004

Ekki trúa öllu sem þér er sagt

Það var mjög leiðinlegt á þessari kynningu fyrir nýnema í HÍ á miðvikudaginn. Ræðuhöld og almenn leiðindi. Ég vissi ca. 90% af því sem verið var að kynna þarna, enda búinn að vera að kynna mér málin upp á eigin spýtur undanfarið og hefði alveg eins getað sleppt því að fara. Græddi þó eina kenningu af rektorum, hún var um gagnrýna hugsun og var eitthvað á þá leið að maður ætti aldrei að trúa neinu eða að sætta sig það við fyrr en maður skilur það. Man ekki alveg hvernig þetta var orðað hjá honum en ég skildi hvað hann var að fara. Þetta er sennilega ástæðan fyrir því að ég trúi ekki á Guð.

Í gær voru rólegheit þannig séð. Var bara hér heima við að glugga í bækur og skipuleggja. Skutlaði svo 4Setanum og Birki útí Breiðholt til Sjallans þar sem þeir ætluðu að hefja steggjun á vini þeirra, Trausta. Skutlaði þeim svo seinna um daginn í Kringluna, þar var sprellað og steypuhrærivélin mátti hafa sig alla við til að taka við þessu bulli öllu saman. Ég hélt mig alltaf í passlegri fjarlægð frá þeim því að ég var edrú og þar af leiðandi ekki mjög aktívur í almennum fíflagangi. Þetta heppnaðist samt mjög vel hjá þeim og margt fyndið brallað. Fékk mér nokkra öl með þeim um kvöldið.

Það er landsleikur í fótaknattþeytu á morgun. Ísland og Búlgaría munu etja kappi og nú er bara að sjá úr hverju íslensku strákarnir eru gerðir. Auðvitað vona ég að þeir vinni en ég er ansi hræddur um að við hrökkvum í sama farið og áður þ.e.a.s. að sýna ekki okkar besta leik þegar á reynir.

Ég heyrði ansi góðan brandara um daginn.

Hitti Sævar í Kringlunni í dag eftir langt hlé. Við ræddum stuttlega um það sem efst var á baugi, gaman að hitta kauða og við gömlu fjallhundarnir eigum vonandi eftir að hittast oftar í vetur enda erum við orðnir skólabræður.

Ég veit ekki hvað ég á að segja meira því það er ekkert í gangi. Ekkert eitt sem er að pirra mig þessa dagana, nokkuð sáttur við dýr og menn. Vil þó benda fólki á að kaupa sér ekki jarðarberjaskyrsjeik á Boozt-barnum í Kringlunni, hann var snarvondur og fokdýr, minnsta dollan ca. 0,4 L. á 440 kr. Ég segi nei við svoleiðis "ripp-offi".

miðvikudagur, 1. september 2004

Breikdans og barsmíðar

Er á Þjóðarbókhlöðunni núna og er að velta því fyrir mér hvern andskotann ég á að gera hérna.

Vaknaði fyrir kl. sjö í morgun, skutlaði konunni í skólann og fór svo í fyrsta tímann á þessari önn kl. 8.15 en hann var frekar stuttur og núna er ég að bíða eftir almennum kynningarfundi sem byrjar kl. 14 í hátíðarsalnum í aðalbyggingu HÍ. Ég hef aldrei á ævinni komið inní aðalbyggingu Háskóla Íslands...ég hlýt að finna þennan sal.

Fyrsti tíminn hræddi mig ekki mikið, þetta var svona almennt séð eins og ég bjóst við, vissulega verður þetta strembið og allt það en það eru engar nýjar fréttir. Kennarinn sem mun kenna 80% af önninni, Róbert R. Spanó, virkaði ágætur og ég skildi það sem hann var að segja, hann talaði mannamál. Hann talaði meðal annars um að það væri ekki endilega gott að glósa á fyrirlestrum eins og tryllt hæna heldur að vera frekar búinn að lesa efnið sem á að taka fyrir í tímanum og hlusta, skilja og taka þátt í fyrirlestrinum með fyrirspurnum og slíku. Þetta er eitthvað sem ég var búinn að ímynda mér að væri réttast að gera og þarna fékk ég staðfestingu á því. Ég var ekki aldursforsetinn í nemendahópnum sýndist mér en ég er sennilega nær efri mörkunum. Ég var einn af fáum sem kom með spurningu í morgun, hún tengdist því hvenær væri frí að sjálfsögðu :).

Annars minnir mig að einhver breikari hafi heitað Róbert Spanó hér á níunda áratugnum, breikaði í Galtalæk og í Tónabæ meðal annars, spurning hvort að þetta sé hann? Hann á kannski eftir að taka nokkur spor á sviðinu í Háskólabíói í vetur, hver veit? Var líka að velta því fyrir mér að það getur í raun hver sem er labbað þarna inn í Sal 2 í Háskólabíó og hlustað á fyrirlestra á morgnanna því það eru 214 nemendur skráðir á fyrsta ár og því þarf kennarinn að vera verulega mannglöggur ef hann ætlar að "spotta" einn úr hópnum sem er ekki skráður í námskeiðið. Því hvet ég hér með áhugasama að skella sér með mér einn morguninn og hlusta á einn fyrirlestur eða svo. Annars líst mér bara vel á þetta eins og staðan er.

Það er ein kona hér inni sem hóstar leiðinlega hátt og oft. Og svo sýgur hún uppí nefið með reglulegu millibili líka. Er að hugsa um að lemja hana í hausinn með músarmottunni eða reglustiku sem einhver hefur gleymt hér. Vildi bara koma þessu að. Reglustikan er glær, 20 cm. á lengd og talsvert mikið notuð sýnist mér. Ef einhver saknar hennar þá er hún við tölvu "alm4h12" á 4. hæð Þjóðarbókhlöðunnar Arngrímsgötu 3, 107 Reykjavík, sími 525-5779.


Jæææja......hvað á maður nú að gera núna?