laugardagur, 24. desember 2005

Gleðileg jól allir

Brandari í anda jólanna...

Hver er munurinn á Jesú og mynd af Jesú?

Svar: Það þarf bara einn nagla til að hengja upp mynd af Jesú. Hahahahaha.... :/Smá fróðleikur...

Hvers vegna er hátíðlegast hjá okkur á aðfangadag þegar við opnum pakkana, en á jóladag víða annars staðar?

Fæðingarhátíð Jesú Krists, jólin, er haldin 25. desember. Undirbúningur hátíðahaldsins er aðventan eða jólafastan og lokadagur hennar, 24. desember, nefnist hjá okkur aðfangadagur jóla. Nafnið er gagnsætt. Þá skal undirbúningi lokið og aðföng öll komin til hátíðahaldsins. Helgin hefst síðan um miðjan aftan eða kl. 18. Þá er orðið heilagt og í hönd fer jólanóttin.

Í þessu fylgjum við Íslendingar fornum sið. Helgidaga- og hátíðahald kristinna manna studdist upprunalega við gyðinglegt tímatal, en hjá þeim hefst dagurinn við sólsetur. Þetta kemur fram í sköpunarsögunni þar sem segir um hvern dag: „Það varð kveld og það varð morgunn ...“ Utan gyðinglegs landsvæðis var hins vegar ekki miðað við sólsetur heldur við miðaftan. Þetta er í fullu gildi hjá okkur um jólin. Um miðaftan 24. desember er orðið heilagt, jólin komin með aftansöngnum í kirkjunum, 25. desember runnin upp. Að loknum aftansöng hefst aðalveisla jólanna og eftir það eru pakkarnir opnaðir. Að fornu var aðalmessa jólanna um miðnættið eins og fram kemur í mörgum íslenskum þjóðsögum og hefur sá siður víða verið tekinn upp að nýju í þjóðkirkjunni okkar.

Okkar siðir eru skemmtilegir og styðjast við forna venju, en við þurfum jafnframt að gæta merkingar þeirra og láta jólahaldið sjálft ekki hefjast of snemma. Jóladagurinn er 25. desember. Við teljum hann renna upp kl. 18 þann 24. Sama gildir um aðra hátíðisdaga kirkjuársins og raunar sunnudagana líka. Hátíðin hefst um miðjan aftan daginn áður. Áður fyrr — og sums staðar enn meðal nágrannaþjóðanna — er kirkjuklukkum hringt um miðaftan á laugardögum og aðfangadögum hátíðanna til að minna á upphaf helginnar. Í fornum reglum sagði að hátíðirnar jól, páska og hvítasunnu ætti að hringja inn milli kl. 17 og 18 á aðfangadag þeirra. Ég held að þessi venja hafi lagst niður víðast hvar á landinu, en mér er í barnsminni þegar kirkjuklukkum í Reykjavík var hringt í klukkutíma á aðfangadögum hátíða.

*af Vísindavefnum.

mánudagur, 28. nóvember 2005

þriðjudagur, 4. október 2005

Ávarp

Góðir íslendingar!

Ég bið ykkur öll að minnast áa okkar og ættjarðar.

Megi blessun Guðs og gjöful náttúra færa Íslendingum gæfu um alla framtíð.

Varist hljóðláta trompetinn, og munið, að á bakvið fjallið er annað fjall.

laugardagur, 21. maí 2005

fimmtudagur, 5. maí 2005

Kristi Himmalsferðadagurinn

Já það er uppstigningadagur í dag eins og fyrirsögnin segir. Einhverntíman var logið að mér að uppstigningadagur myndi útleggjast á færeysku "jesúfertilhimnaferðalagadagurinn" en ég hef aldrei séð eða heyrt það í ræðu né riti síðan þannig að ég held að það sé bara kjaftæði, en hugmyndin var góð.

Nú er rúmur mánuður síðan ég setti eitthvað hérna inn og það mætti segja mér að bloggferillinn sé mikilli niðurleið þessi misserin og ég get ekki séð að hann sé eitthvað á leiðinni upp aftur á næstunni því að sumarið er að smella á og þá verður maður sennilega minna við tölvuna. Sjáum til.

Það hefur verið mikið að gera í vinnunni og ég er búinn að læra mikið um fasteignaviðskipti á þessum tveimur mánuðum sem ég hef verið í þessari vinnu. Að vísu hefur það tekið mikinn tíma að taka fólk í atvinnuviðtöl og er lúmskt gaman að því að vera hinum megin við borðið hvað þetta varðar. Maður hefur stundum átt bágt með sig að fara ekki að hlæja þegar maður sér hvernig fólk bregst við þegar það er stressað og þarf að innbyrða mikið af upplýsingum á stuttum tíma. Það virðist til dæmis vera mjög sterkt í mannskepnunni að viðurkenna ekki fávisku sína heldur reyna að láta líta svo út að allt sé "under control". Maður hefur nú svosem oft verið í þeirri aðstöðu í lífinu þó svo að ég reyni að halda því í lágmarki. Það er fátt leiðinlegra en að hlusta á fólk sem þykist vita eitthvað. Heimspekingurinn Sókrates lagði mikið á sig til að rannsaka þennan þátt í mannskepnunni og uppskar dauðadóm fyrir....minnir mig....þannig að þetta er ekkert nýtt af nálinni.

Ég vona að ég sé ekki sá eini sem á eftir að taka nagladekkin undan bílnum en það hefur eitthvað verið á reiki hvaða lög og reglur gilda um sektir hvað þetta varðar þannig að ég fór á stúfana og þetta er niðurstaðan:

Ráðherra virðist hafa heimild í umferðarlögum til að setja reglur um búnað ökutækja
VIII. Um ökutæki.
Gerð og búnaður.
59. gr. [Ökutæki skal svo gert og því haldið í þannig ástandi að nota megi án þess að af því leiði hættu eða óþægindi fyrir aðra eða skemmd á vegi.]1)
Eigandi eða umráðamaður ber ábyrgð á, að ökutæki sé í lögmæltu ástandi.
Ökumaður skal gæta þess, að ökutæki sé í góðu [ástandi].1) Sérstaklega skal þess gætt, að stýrisbúnaður, hemlar, merkjatæki og ljósabúnaður séu í lögmæltu ástandi og virki örugglega. Sama á við um eftirvagn og tengitæki, svo og tengingu þeirra og tengibúnað.
1)L. 44/1993, 14. gr.
60. gr. [Ráðherra]1) setur reglur2) um gerð ökutækja og búnað þeirra og öryggis- og verndarbúnað fyrir ökumann og farþega, svo og hvaða áletranir og merki skuli setja á ökutæki vegna skráningar eða eftirlits.

Þá er að skoða reglugerð ráðherra, tók það helsta úr
16.02 Hjólbarðar með nöglum eða keðjum.
(1) Þegar snjór eða ísing er á vegi skal hafa snjókeðjur á hjólum eða eftir akstursaðstæðum annan búnað, t.d. grófmynstraða hjólbarða (vetrarmynstur), með eða án nagla, sem veitt getur viðnám. Óheimilt er að nota keðjur þegar hætta er á að það valdi skemmdum á vegi.
(6) Keðjur og neglda hjólbarða má ekki nota á tímabilinu frá og með 15. apríl til og með 31. október nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna.

Aha! Hvenær er þörf?

Og hér er reglugerðin sem kveður á um sektir vegna brota á umferðarlögum
VIII. KAFLI (59. – 70. gr.). Um ökutæki.

59. gr. Gerð og búnaður (sbr. 1. mgr. 60. gr.):
1. mgr.: Hætta eða óþægindi leiða af ökutæki 5.000
-hélaðar rúður 5.000
2. mgr.: Gerð og búnaði ökutækis áfátt.
Eigandi/umráðamaður:
a) Áletranir eða merki 5.000
b) Stýrisbúnaður 10.000
c) Hemlar 10.000
d) Ljósker eða glitaugu 10.000
e) Aðbúnaður ökumanns eða farþega 5.000
f) Útsýn 5.000
g) Öryggisbúnaður 5.000
h) Hraðamælir 5.000
i) Hjólabúnaður
- fyrir hvern óhæfan hjólbarða 5.000
- nagladekk án heimildar 5.000
j) Tengibúnaður 10.000
k) Búnaði fyrir farm áfátt 10.000
l) Hljóðmerkisbúnaður 5.000
m) Útblásturskerfi í ólagi 5.000
Ökumaður: Helmingur af tilgreindri upphæð
Reiðhjól:
a) hemlabúnaði áfátt 5.000
b) ljósum og glitmerkjum áfátt 5.000
c) annað 5.000


Þannig að þá er málið að vera alltaf með það á hreinu á hvaða heiðum er snjór og hálka þangað til maður setur sumardekkin undir og segjast vera á leiðinni þangað ef löggan stoppar mann.

þriðjudagur, 22. mars 2005

Kílówattastundir djöfulsins

Í tilefni viðbjóðslegs rafmagnsreiknings sem kom til mín í dag fór ég á stúfana og fann þetta hér að neðan, langaði að deila því með yður ef ég mætti. Einnig fann ég þetta fyrir þá sem vilja sleppa við seðilgjöldin ef greitt er á heimabanka.

Hver er annars meðalnotkun/áætlun lesenda hér á mánuði? Mín(áætlun) var að hoppa uppí 272 KWh fyrir mars, ætli það sé mikið eða lítið? Áætlun í janúar var 186 KWh þannig að þetta er mikil aukning. Ég var að borga rúmlega 2.000 kall í rafmagn á mánuði en um næstu mánaðamót þarf ég að borga 5.800 kall vegna uppgjörs.

Þeir geta í raun rukkað mann um hvað sem er því hvernig á maður að sannreyna notkunina? Ég vissi nú að maður væri orkulaus yfir skammdegismánuðina en það virðist vera að maður sé farinn að soga rafmagnið úr innstungunum hérna til að halda sér gangandi.

Ekki skemmtilegasti bloggpistillinn hingað til en hvað um það.


Hvernig spara ég rafmagn?

Slökkvið á eftir ykkur

Munið að slökkva á eftir ykkur. Oft loga ljós að óþörfu þar sem engin hefst við. Slíkt getur einnig skapað eldhættu.

Þvottavélin

Fyllið vélina af þvotti. Það kostar álíka mikið að þvo lítinn og mikinn þvott. Hafið ekki of hátt hitastig. Vélin notar 30% minni orku, ef hitinn er lækkaður um þriðjung. Sleppið forþvotti, ef þvotturinn er lítið óhreinn. Það sparar 20% orku. Skolun með köldu vatni fyrir þvott getur sparað orku. Hvort sem um er að ræða þvottavél fyrir klæðnað eða leirtau, er hægt að sleppa forþvotti fyrir vikið.

Þurrkarinn
Vindið þvottinn sem best áður en hann er settur í þurrkarann Hreinsið lósíuna eftir hverja notkun. Setjið hæfilegt magn af þvotti í þurrkarann, hvorki of mikið né of lítið. Hvort tveggja veldur meiri orkunotkun en ef þurrkað er hæfilegt magn í einu. Notið sparnaðarstillingu þegar henni verður við komið.

Örbylgjuofninn
Tími og orka sparast þegar matreitt er í örbylgjuofni. Það tekur 7 mínútur (0,14 kWh) að matreiða 250g af kartöflum í örbylgjuofni, en 25 mínútur (0,22 kWh) á eldavél. Notið eldunaráhöld sem henta örbylgjuofninum. Sjóðið eða hitið matinn í lokuðum ílátum, þannig helst hitinn betur á matnum og orka sparast. Með því að nota lítið vatn þarf styttri suðutíma. Oft er hægt að sleppa vatninu alveg þegar matreitt er í örbylgjuofni.

Eldavélin
Gætið þess að potturinn sé hæfilega stór á helluna. T.d. fer 20% orkunnar til spillis ef potturinn er 2 cm minni í þvermál en hellan. Ósléttur botn á potti eða pönnu getur valdið 40% meiri rafmagnsnotkun. Notið þétt lok á pottinn og takið það ekki af meðan soðið er. Ef lokið er ekki á pottinum þarf tvöfalt meiri orku en ella. Það þarf tvisvar til þrisvar sinnum meiri orku að glóðarsteikja í ofninum en að steikja á hefðbundinn hátt.

Ísskápurinn
Hæfilegt hitastig í kæliskápnum er 4-5°C. Rafmagnsnotkun eykst um 4% fyrir hvert stig sem hitinn er lækkaður. Gætið þess að loftræsting sé nægjanleg bak við kæliskápinn. Léleg loftræsting getur valdið 5-10% meiri rafmagnsnotkun. Kæliskápa sem ekki eru með sjálfvirka afhrímingu þarf að þíða reglulega.

Gleymd notkun
Mörg heimilistæki nota rafmagn jafnvel þó að þau séu ekki í gangi. Þetta eru tæki sem búin eru fjarstýringu og eru tilbúin til að hlýða skipun frá henni t.d. sjónvörp, hljómtæki, myndbandstæki o.fl. Öll þessi tæki auka orkunotkunina. Þó svo að þau taki lítið afl er oftast kveikt á þeim allan sólarhringinn allan ársins hring.

Sjónvörp
Í sjónvarpi getur aflið, sem tækið notar þó slökkt sé á því með fjarstýringu, verið frá 3 til 18 Wött sem þýðir að orkunotkun þessa tækis verður milli 25 og 160 kWh á ári ef tækið er í sambandi allt árið. Þessa eyðslu má spara með því að slökkva alveg á sjónvarpinu auk þess sem það minnkar hættu á íkveikju.

Myndbandstæki
Myndbandstæki sem stjórnað er með fjarstýringu notar um 100 kWh á ári. Það að slökkva alveg á myndbandstækinu hefur bæði kosti og galla. Ef slökkt er alveg á tækinu sparast þessar 100 kWh en á móti þarf oft að endurstilla klukku og dagsetningu þegar kveikt er næst.

Önnur tæki
Spennar fyrir amerísk 110 volta heimilistæki nota orku þó svo að þau séu ekki í gangi. Þá er rétt að átta sig á því að ýmis tæki gætu verið tengd án þess að við munum eftir því t.d. loftnetsmagnarar, rafmagnsklukkur og klukkur í ýmsum tækjum eins og t.d. í örbylgjuofnum, eldavélum og útvarpsklukkum.

mánudagur, 21. mars 2005

Langaði bara að...

...segja Hæ. Alive með Pearl Jam hljómar nú í eyrum mér á meðan ég rita þessi fyrstu orð og það á vel við, ég held að ég sé að lifna við. Er búinn að vera heiladauður nánast síðustum misseri og hef ekki fundið ástæðu til að vera mikið að tjá mig. Það er reyndar ekki nein sérstök ástæða núna heldur nema sú kannski að stundum verður maður bara að láta vita að maður sé til. Get varla útskýrt það öðruvísi. :)

Byrjaði í nýrri og spennandi vinnu með skólanum um mánaðamótin síðustu og er núna titlaður gæða- og starfsmannastjóri á fasteignasölu hér í borg, og svo var ég að frétta það í dag að ég muni vera vefstjóri yfir sjö misstórum vefsíðum á þeirra vegum þannig að það ætti að vera nóg að gera á næstunni. Eins og sést þá er mikið af stjóratitlum í þessu en það er nú bara fyndið og skiptir engu máli en þó segir það meira en orðið fulltrúi. Ég var tryggingafulltrúi í Tryggingastofnun Ríkisins en ég vissi aldrei hvað orðið fulltrúi þýddi almennilega. Stjóri stýrir en hvað gerir fulltrúinn? Fulltrúir hann? Trúir hann á fullu? Hvað er til dæmis markaðsfulltrúi?Hér er Draumadeildin, nennti ekki að föndra mynd copy/paste verður að duga:


Lið í þessum hóp Stig Stig í síðustu umferð

Butts_BlingBling 2780 340 [Eyða þessum úr hópnum]
kingpin fc 2620 490 [Eyða þessum úr hópnum]
Góðbjór Albions 2620 340 [Eyða þessum úr hópnum]
Komaso! 2610 320 [Eyða þessum úr hópnum]
Mendozas fat dogs 2610 300 [Eyða þessum úr hópnum]
Wengers understudy. 2550 280 [Eyða þessum úr hópnum]
Hudz F.C 2540 290 [Eyða þessum úr hópnum]
Winchtestertonf 2540 460 [Eyða þessum úr hópnum]
F.C Tinni 2500 340 [Eyða þessum úr hópnum]
Gúrkan 2400 410 [Eyða þessum úr hópnum]
Ólafsrauður 2010 300 [Eyða þessum úr hópnum]


Sævar er á toppnum, Haddi í duftinu. Aðrir eru þar á milli. Punktur.Speki í lokin:
Lífið er allt í strikum, á maður að forðast þau eða á maður að fara yfir þau? Á maður að taka sénsa?

fimmtudagur, 10. febrúar 2005

H-karl

Jæja lífið æðir áfram eins og stjórnlaus göngugrind og lítið hægt að gera við því.

Ég er búinn að vanrækja update á Draumadeildinni en nú er komið að úrbótum. Hér eru úrslit síðustu helgar og staðan eins og hún er í dag:Eins og sést þá ætti þessi mynd að snúa akkúrat öfugt þetta ætti að vera í einhverju samhengi við gengi liða fyrir áramót. Nema Ólafsrauður, hann er á sínum stað. Guðni/Fat Dog... er á toppnum eins og er og Höddi/Hudz bróðir hans skrefinu á eftir. Palli/Winchtestertonfieldville Wallabees fengu fæst stig og verður að segjast að brokkgengið er mikið á þeim bænum. En ég get nú lítið sagt víst því að ég er næstlægstur, en það mun breytast áður en yfir líkur. Mér sýnist umferð helgarinnar ætla að vera frekar erfið því spái ég miklum sætaskiptum eftir hana. Sjáum til.


Þorrablót í sveitinni á laugardaginn. Hefur gjarnan verið mikið um kæsta hákarla og æsta karla, spurning hvernig þetta verður núna.

Hér má hins vegar sjá æstan hórkarl:

Þetta var nú sérdeilis fyndið.


Annars er lítið að frétta, nú eru kosningar í H.Í.. Fjórir listar berjast um sæti í Stúdentaráði og einhverju fleiru. Ég get ómögulega æst mig mikið yfir þessum kosningum frekar en öðrum pólitískum kosningum en hef þó tekið afstöðu með Vöku aðallega vegna þess að ég þekki nokkra mæta menn sem styðja Vöku og því er ég í raun að styðja þá frekar en aðra. Viðurkenni það fúslega að ég er hálfgerður vindhani í þessari háskólapólitík og fer frekar eftir tilfinningu en málefnum. Málefnin eru nú líka ósköp svipuð eftir því sem ég fæ best séð, enda er það eðlilegt, allir að vinna að því sama og rótgróin pólitísk hugmyndafræði(sbr. hægri-vinstri) kemur málinu ekki við. Allavega er enginn að boða einkavæðingu eða eitthvað álíka, enda væri það svolítið kjánalegt að einkavæða klósettin eða ljósritunarvélarnar...eða hvað?

fimmtudagur, 27. janúar 2005

Skrýtnivísitalan

Ég virðist vera svona þokkalega normal, bjóst samt við að ég væri meiri meðaljón. Vill einhver vera meðaljón? Viltu meðal Jón? Jæja hafðu það eins og þú vilt.

Taktu prófið með því að smella á myndina neðst í pistlinum og segðu svo frá í comment.


Thanks for taking the Weird Quotient test

Your score is:

93

Of all the weird test takers:

61% are more weird,
11% are just as weird, and
27% are more normal than you!
mánudagur, 17. janúar 2005

Loðinn lúsífer

Þó að ég sé ekki í miklu bloggstuði þessa dagana þá finn ég mig knúinn til að halda áfram birtingu á vikulegum úrslitum í Draumaleiknum sem við nokkrir félagar erum að keppa í til dægrastyttingar.

Leiknum var skipt í tvennt, fyrri og seinni umferð, og lauk fyrri umferð um áramót. FC Hudz(Höddi frá Lyngási) skaut eldri og reyndari mönnum ref fyrir rass á lokasprettinum og sigraði semsagt þessa fyrri umferð. Ég þykist vita að aðrir keppendur séu ekki alveg sáttir við þessi úrslit og ætli að hefna ófaranna, ég er þar á meðal. Eins og sést á færslunni frá 23. des 2004 þá var ég efstur og nokkuð brattur með mig en allt kom fyrir ekki.

En nú er búið að núlla allt heila klabbið og þá sitja allir við sama borð á nýju ári. Þeir sem voru í neðri hlutanum í hópnum hljóta að vera hæstánægðir með þetta fyrirkomulag, t.d. Gúrkan(Bjössi) og Butts_BlingBling(Sævar fjallahundur).

En eins og sjá má hér á myndinni fyrir neðan þá skeit ég á mig bleyjulaus í þessari fyrstu umferð ársins og er langneðstur. Ég gæti kannski reynt að koma með einhverjar afsakanir en þegar öllu er á botninn hvolft þá valdi ég bara vitlaust í liðið. Ég er vanur því að fara ekki alveg hefðbundnar leiðir í mannavali þegar ég er að keppa í svona leikjum og það hefur reynst mér happadrjúgt hingað til þó að stöku sinnum klikki það eins og t.a.m. núna. Mér til málsbóta þá get ég upplýst um það að ég er með tvö önnur lið í Draumaleiknum og annað þeirra fékk 480 stig, sem hefði dugað til að lenda í öðru sæti í hópnum Apollon eftir þessa umferð.En semsagt FC Tinni(Ívar Örn frá Hellu) er maður vikunnar en það má í raun segja að þeir sem náðu yfir 400 stiga múrinn séu yfirmennirnir þangað til að næsta umferð rennur upp.

Ég vil taka það fram að ég þoli ekki að byrja illa í keppnum sem þessum. Þetta minnir mig á þegar maður fer í golfmót í góðum fíling og ætlar að vanda sig og vera skynsamur, 18 holur framundan, 5 klukkutímar af vonandi góðu golfi en svo fær maður sprengju á fyrstu holu og eyðileggur skorið gjörsamlega. Dagurinn ónýtur. Þetta minnir mig semsagt á það en það sem bjargar þessu varðandi þennan Draumaliðsleik er að keppinautarnir eru svo miklar pissudúkkur að það er ennþá góður möguleiki að sigra þetta...

föstudagur, 7. janúar 2005

Æ

Tók bloggpennann úr öskjunni, settist við bloggborðið og ætlaði að blogga. Þetta er útkoman. Blogggyðjan hefur yfirgefið mig.