mánudagur, 5. júlí 2004

Gamall skápur

Laugardagskvöldið á landsmótinu var ekki með jafnháan stuðsstuðul eins og föstudagskvöldið. Hápunkturinn var eiginlega þegar ég, Grettir og Siggi sátum inni í bíl í dágóða stund og fórum yfir stöðuna, ræddum málin og létum allt flakka.

Fór svo í gær á Metallica tónleikana með Ásgeiri frænda, við fengum frímiða sem frænka okkar reddaði óvænt. Vorum ca. 2 tíma í bæinn vegna umferðar, manni leist ekki á blikuna þegar við blasti að tónleikagestir voru að leggja bílnum sínum nánast út við Vestulandsveg, án gríns. Ákvað að skoða málið betur og endaði í löglegu stæði ca. 100 metrum frá aðalinnganginum á besta stað. Þegar maður kom inn fann maður til smæðar sinnar því að annað eins mannhaf hef ég ekki séð áður með berum augum, 18.000 manns í 10 - 11 þúsund fermetra gufubaði. Ég kannaðist við eitt lag...held ég...og aðalmálið var að rekast ekki utan í löðrandi sveitta unglingana, var aðallega úti í anddyri að skoða mannlífið. Ásgeir fann félaga sína að norðan og þeir sáu um sig. Þraukaði til kl. 23 og þá fórum við á Hellu aftur. Sofnaði í kringum eitt leytið og vaknaði kl. 6 til að keyra í bæinn aftur. Ég er þreyttur gamall skápur í dag.

Engin ummæli: