þriðjudagur, 30. nóvember 2004

Afturhaldskommatittsflokkur...

...eða afturhaldshommatittsflokkur eins og virðulegur fréttamaðurinn á Rás 2 sagði í fjögurfréttum í gær...mismælti sig greyið. Alltaf fjör á Alþingi þegar Davíð verður pirraður. Öllu fjörugra en til dæmis fyrirspurnin sem Björgvin G. Sigurðsson kom með á Alþingi til iðnaðarráðherra þann 7. okt síðastliðinn, endilega kíkið á hana með því að smellla hér.


Annars er nú meira vælið í Arsenal-mönnum í dag, tek hér eitt dæmi;

Henry: Injuries to blame
Arsenal striker Thierry Henry believes a catalogue of injury problems have contributed to the Gunners' slump in form of late.

Einmitt vinur, injuries my ass! Ekki tala um injuries við okkur Liverpool-menn. Ætli þeir þurfi bara ekki eitt gott faðmlag frá mömmu þessir kjóar.......hehehe.


Var í síðasta tímanum í morgun í Almennri lögfræði. Nú er upplestrarfríið formlega byrjað í því fagi en þarf samt að fara í einn tíma enn í Réttarsögu á föstudaginn. Nú hefst lesturinn ofurlegi.

Talandi um lestur. Keypti bók Jóns Steinars Gunnlaugssonar um daginn, "Um fordæmi og valdmörk dómstóla", sem hann gaf út í fyrra. Þessi bók er snilld og einmitt bókin sem ég þurfti á að halda á þessu stigi í náminu. Hann dregur hlutina saman á hnitmiðaðan og "einfaldan" hátt, allavega miðað við fyrirrennara hans í lagabókaskrifum. Þeir sem hafa lesið eitthvað undanfarið hér á síðunni hafa eflaust tekið eftir því að ég hef mikið vælt um langlokuskrif og þvælt orðalag í þessum fræðibókum í lögfræði. Í innganginum í bók Jón Steinars fékk ég eins konar "backup" á þessari skoðun minni. Hér er tilvitnun í innganginn;
"Mér finnst þeir sem skrifa um lögfræði hafa nú fremur en áður tilhneigingu til að skrifa langt og stundum fremur óskýrt mál þar sem meginefni hverfur í málæði um einskis verða hluti og aragrúa tilvitnana í aðra höfunda sem sagt hafa það sama á undan. Það er eins og menn telji að fræði þeirra verði metin af lengdinni og umfangi umbúðanna."
Nákvæmlega, takk fyrir þetta.

Engin ummæli: