þriðjudagur, 12. október 2004

Gáta

Samkvæmt rannsóknargögnum málsins var kærði staðinn að verki við að sletta tjörukenndu efni á veggi Stjórnarráðshússins við Lækjargötu hinn 23. þ. m. Er í skýrslu lögreglu haft eftir honum, að hann væri með þessu að „mótmæla því, að nafn hans væri skráð í Þjóðskrá, og einnig tók hann fram, að hann æti ekki úldið hrossakjöt." Kærði var færður í fangsgeymslu lög­reglunnar, en síðan í fangelsið við Síðumúla, og þurfti að flytja hann þangað á börum, þar sem hann neitaði að ganga. Rann­sóknarlögreglumenn reyndu samdægurs að ræða við kærða í fangaklefa hans, en hann svaraði þeim engu.


Hver lét svo ófriðlega? Veit það einhver?


Engin ummæli: