sunnudagur, 31. október 2004

Rökhugsun skal það vera heillin

Það voru eitt sinn 2 lögfræðingar sem voru í safari ferð í Tansaníu. Þeir lögðu bíl sínum og fóru svo að ráfa um svæðið. Allt í einu löbbuðu þeir fram á stórt og mikið ljón, ljónið leit á þá, stóð upp og gerði sig líklegt til að ráðast á þá. Þá hóf annar lögfræðinganna að klæða sig úr þungum stígvélunum sem hann var í. Hinn leit undrandi á hann; "Hvað ertu að gera maður?" spurði hann. Hinn svaraði; "Við verðum að hlaupa að jeppanum og ná í riffil". Hinn leit þá skelfingaraugum á hann og sagði; "Ertu brjálaður maður? Við náum aldrei að hlaupa þangað, ljónið nær okkur". Þá sagði hinn; "Ég veit það vinur minn en ég þarf bara að hlaupa hraðar en þú".

Engin ummæli: