þriðjudagur, 9. nóvember 2004

Akkúrat!

Ég veit ekki hvort að einhver man eftir þessu hjá mér, skrifað 27. október síðastliðinn. Þar sem ég talaði um hvað mér finnst einfaldir hlutir vera oft gerðir flóknir í bollaleggingum ýmissa fræðinga, sjá úrdrátt úr bloggi þess dags hér:
"Mér finnst ótrúlegt hvað fræðingar geta flækt einfalda hluti fram og aftur, og þá er ég sennilega aðallega að tala um lögfræðinga. Ég hef oft verið í þeirri stöðu að vera ansi sáttur með einhverja lærdómslotu þar sem ég tel mig hafa komist að einhverri "solid" niðurstöðu um eitthvað ákveðið atriði, tel mig hafa skilgreint eitthvað sem ég hafði ekki hugmynd um hvað var áður en ég fór að lesa, svo fer ég að lesa aðeins meira. Og þá gerist það, hugtakið er tekið og krufið gjörsamlega niður í kvarka. Tökum dæmi um fordæmi í Hæstarétti; það eru nákvæmlega 153 blaðsíður í kennslubókum sem ég er búinn að vera að lesa um hvað sé fordæmi síðustu daga, ásamt öðru ítarefni. Eftir að hafa lesið þetta þvælda efni eftir sitthvorn fræðinginn er ég ekki miklu nær, farinn að halda að þetta sé fordæming..."

Rakst svo á þessa tilvitnun sem á að vera frá Albert Einstein, ég tek undir það sem hún segir og hún er í takt við það sem ég var að meina hér að ofan:
"Any intelligent fool can make things bigger and more complex... It takes a touch of genius - and a lot of courage to move in the opposite direction."
Albert Einstein

Eins og talað úr mínu hjarta.

Engin ummæli: