fimmtudagur, 21. október 2004

To serve and protect

Fimmtudagar eru dagarnir á eftir miðvikudögum og einnig þeir sem á undan föstudögum koma, ósköp leiðinleg rútína ef maður spáir í það. En við sættum okkur við það. Þannig hefur þetta verið lengi og þannig mun þetta verða lengi. Það eru 7 dagar í vikunni en flest okkar hafa ekki hugmynd um afhverju, allavega ekki ég. En afhverju er talan sjö svona algeng? Tökum nokkur dæmi:

7 vikudagar.
7 undur veraldar.
Guð skapaði heiminn á 7 dögum er haldið fram.
Dauðasyndirnar 7.
7 hliðar á sjöhyrningi.
7 horn á sjöhyrningi.
7up drykkurinn.
Dvergarnir 7.

Svona mætti lengi telja...


Hélstu virkilega að ég væri með eitthvað djúpt þarna á ferðinni? Nei, þar skjátlaðist þér.


Annars er ég að lesa Sögu Íslands III. bindi, um lögfestingu konungsvalds. Geeeeiiiisp! Sagan hefur einstakt lag á að vera jafn leiðinleg og hún er skemmtileg.


Þú ert á valdi mínu...Þig langar að geispa...Láttu vaða það sér það enginn...

AAAAAAAA...DV/handrukkaramálið vindur upp á sig og sér ekki fyrir endann á því. Sigurður Líndal lagaskápur er alltaf að koma með leiðsögutilgátur sem við eigum að spá í, hann kom með eina í gær sem við áttum að rannsaka í hugskoti okkar í framtíðinni. Hún var svona: "Eftir því sem ágreiningsefnið er óljósara, þeim mun illskeyttari og harðvítugri verður deilan." Ég hef ekki hugleitt þetta mikið, sjálfsagt er þetta stundum svona og stundum ekki eins og allt í þessu lífi. En ég er með aðra tilgátu sem hljómar svona: "Eftir því sem brotin eru alvarlegri, þeim mun meira helvítis klúður og getuleysi er á löggæslunni!" Hver kannast ekki við það að vera tekinn á aðeins of miklum hraða eða að fá stöðumælasekt, vera ekki með bílbelti eða að gleyma ökuskírteininu og fá sekt fyrir það allt saman án þess að fá rönd við reist. Einu sinni var ég stoppaður með þokuljósin á bílnum í akstri á Selfossi, löggan stoppaði mig og virðulegur lögreglumaðurinn var með stæla við mig þegar ég sagði honum að ég hafi ekki vitað af því! Djöfull hugsaði ég honum þegjandi þörfina... Stofnum dauðasveit sem er friðhelg frá lögum, svo gæti hún líka bara látið það líta út eins og sjálfsmorð. Það virðist vera aðferðin sem menn nota...

2. Mósebók 21:24
"...auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, hönd fyrir hönd, fót fyrir fót,..."

Læt hér að lokum fylgja með 1. grein, 2. tölulið Lögreglulaga til umhugsunar:

2. Hlutverk lögreglu er:
a. að gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu, leitast við að tryggja réttaröryggi borgaranna og vernda eignarrétt, opinbera hagsmuni og hvers konar lögmæta starfsemi,
b. að stemma stigu við afbrotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins,
c. að vinna að uppljóstran brota, stöðva ólögmæta háttsemi og fylgja málum eftir í samræmi við það sem mælt er fyrir um í lögum um meðferð opinberra mála eða öðrum lögum,
d. að greiða götu borgaranna eftir því sem við á og aðstoða þá þegar hætta steðjar að,
e. að veita yfirvöldum vernd eða aðstoð við framkvæmd starfa sinna samkvæmt fyrirmælum laga eða venju eftir því sem þörf er á,
f. að starfa í samvinnu við önnur stjórnvöld og stofnanir sem hafa með höndum verkefni sem tengjast starfssviði lögreglu,
g. að sinna öðrum verkefnum sem henni eru falin í lögum eða leiðir af venju.

Engin ummæli: