sunnudagur, 14. nóvember 2004

Annaðhvort eða - ekkert hálf

Ahhh hvað er gott að vera ekki eitthvað ryðgaður og ómögulegur á þessum sunnudegi þar sem vetur konungur hamast við að kæla landann og fólkið á neðri hæðinni er að leggja parket...eða að gera eitthvað sem krefst tíðra hamarshögga. Á ekki að sleppa öllu svona hamarsbrölti á sunnudögum? Það virðast ekki vera nein lög yfir þetta í "Lögum um fjöleignahús" en ég rak augun í það að það þurfa aðeins að vera reglur um hunda-og/eða kattahald í húsreglum fjölbýlishúsa. Þá má maður semsagt vera með krókódíl eða geit hér en ekki hunda og/eða ketti.
74.grein, 3.mgr.
Í húsreglum fjölbýlishúsa skal m.a. fjalla um neðangreind atriði:
1. Umgengni um sameign og um afnot hennar og hagnýtingu.
2. Bann við röskun á svefnfriði í húsinu a.m.k. frá miðnætti til kl. 7 að morgni og undanþágur frá því banni.
3. Skiptingu afnota sameiginlegs þvottahúss.
4. Hvernig þrifum sameignar og umhirðu lóðar skuli háttað og hverjar séu skyldur eigenda í því efni.
5. Reglur um hunda- og/eða kattahald sé það leyft, sbr. 13. tölul. A-liðar 41. gr.
6. Reglur um afnot sameiginlegra bílastæða.
7. Reglur um hagnýtingu séreigna að því marki sem unnt er.
Ég á ekki orð yfir siðleysi Kristins Björnssonar fyrrverandi forstjóra Skeljungs og núverandi hálfvita. Talaði um í viðtali við Stöð 2 í vikunni að "sér hafi orðið hált á svellinu", HÁLT Á SVELLINU?! Hvað er að þessu kvikindi? Og svo toppaði hann þegar hann sagði við fréttamanninn að sér þætti "ósmekklegt" að það væri verið að blanda konunni hans í þetta mál. Kallast þetta ekki að kasta steinum úr glerhúsi? Eða að kasta kleinum úr bakaríi jafnvel?


Liverpool náði með herkjum í gær að vinna "stórliðið" Crystal Palace sem voru án aðalmarkaskorara síns, alltaf sama brasið að vinna þessi skítalið. Í þessum leik skoraði Baros þrennu og í tilefni þess langar mig að velta einu fyrir mér. Það er mjög oft talað um í íslenskum íþróttafjölmiðlum um að "fullkomna þrennuna", sbr. "Milan Baros skoraði á 90. mínútu og fullkomnaði þar með þrennuna." Hvernig er hægt að fullkomna þrennu? Var einhver þrenna í gangi áður en hann skoraði þriðja markið? Nei ekki að mínu áliti, áður en hann skoraði þriðja markið þá var hann bara búinn að skora tvö mörk og því var engin þrenna í spilinu. Þegar hann skoraði þriðja markið þá var hann kominn með svokallaða þrennu, punktur. Áður en þrennan kom þá var hann búinn að skora tvennu.

Þetta er eins og þegar menn tala um að einhver hafi dáið snögglega - annaðhvort er maður lifandi eða dauður, það er ekki hægt að deyja öðruvísi en snögglega.

Lifið heil kæra mannfólk.

Engin ummæli: