fimmtudagur, 23. september 2004

Blóðsúthellingar og marmelaði


Jæja ætli það sé ekki best að blogga eitthvað smá. Kóngurinn spurði mig sérstaklega afhverju ég væri ekki búinn að blogga neitt síðan á mánudeginum. Það má til sanns vegar færa að maður sé búinn að vera hálf tjáningarheftur eftir þennan A-GA-LEG-A leik sem var þarna á mánudagskvöldið. Rotinn hundaskítur í blóðugu rassgati andskotans!!! Mér dettur ekkert viðbjóðslegra blótsyrði í hug í augnablikinu. Djöfullinn hafi það bara. Maður er svosem búinn að þróa ýmsar afsakanir í huganum, til dæmis það að ManUre(manure = mykja kv.; húsdýraáburður k.) URÐU að vinna þennan leik annars hefðu þeir gjörsamlega verið búnir að verpa í sig á þessu leiktímabili, bendi á að við erum tveimur stigum á eftir þeim í dag en eigum leik inni á þá, erum því stigi fyrir ofan þá í raun...eða þannig..svona almennt séð. Önnur afsökun er sú að það voru bara 2 bresk hjörtu í Liverpool-liðinu og restin af liðinu skynjuðu einfaldlega ekki mikilvægi þess að vinna þetta pakk sem þeir voru að keppa við. Er með fleiri svona afsakanir á taktein(un)um en ég læt þessar duga. Það er rematch þann 15. janúar 2005 og þá mun blóóóð drjúpa á graslendur Anfield road, og blóðið mun ekki koma frá heimamönnum.


Þetta er eiginlega það eina sem ég hef að segja við ManUre menn:Síðustu dagar hafa ekki verið merkilegir, bara skólasókn, heimalærdómur og lestur, búinn að vera að dytta að íbúðinni s.s. að negla parketlista og setja saman skrifborð svo eitthvað sé nefnt. Enn vantar sófasett svo að hægt sé að bjóða fleiri en einum í heimsókn í einu.


Hvað er málið með þessa stúlku hér:

Nú er ég ekki neinn sérfræðingur á sviði meðgöngu eða barneigna en hvernig í andskotanum er þetta hægt?! Hún hlýtur að vera annaðhvort spikfeit eða sauðheimsk. Á myndinni virkar hún ekki spikfeit þannig að.......(uppfært: nei andskotinn það eru víst alltaf einhverjar skýringar til. Er að hlusta á endursýningu af þættinum á Skjá 1).


Að öðru leyti hefur maður svosem fátt að segja nema það að ég og frúin erum að fara á morgun á Hellu og verðum við þar um helgina. Hver veit nema að maður fái sér 1 - 2 öl þarna á milli þess sem maður les fræðin, endilega láta vita af sér ef einhver er þarna að þvælast.(uppfært: bíllinn bilaður. Óvíst um allt. Lífið í rúst.)

Enginn leikur með Liverpool í hreyfimyndavarpinu um helgina þannig að maður verður bara að halda með Tottenham á laugardeginum...
Laugardagurinn 25. september
kl. 11:10 Upphitun (e)
kl. 11:40 Middlesbrough - Chelsea
kl. 13:40 Á vellinum með Snorra Má
kl. 14:00 Tottenham - Manchester United
kl. 16:10 Bolton Wanderers - Birmingham

Sunnudagurinn 26. september
kl. 15:00 Portsmouth - Everton

Mánudagurinn 27. september
kl. 22:30 Charlton Athletics - Blackburn Rovers

Og eitt að lokum. Fékk mér ristað brauð með osti og marmelaði í morgun og í tengslum við það langar mig að spyrja þig lesandi góður; setur þú marmelaðið, eða sultuna, ofan á ostinn þinn eða undir hann? Hvort gerir þú og afhverju? Þetta er spurning sem brennur á vörum mínum þessa stundina enda er nauðsynlegt að skera úr þessu sem fyrst hvort er réttara.

Engin ummæli: