mánudagur, 11. október 2004

Borða læri og læri

Jæja nú er maður bara heima að læra fyrir sveitt próf á laugardaginn. Maður tekur þetta svona í rispum, lærir í ca. 40 mínútur í senn og tekur sér svo létta pásu á milli. Núna er einmitt ein slík í framkvæmd.

Er núna að lesa um "stjórnsýslukerfið og meðferð mála fyrir stjórnvöldum". Rak augun í setningar sem eru hér í kennsluheftinu sem segja; "...ráðherra...er æðsti embættismaður ráðuneytis. Ráðuneytið fer ávallt með vald ráðherrans..." Þetta orðalag hljómar kannski kunnuglega í eyrum sumra ef það er tengt við fjölmiðlamálið síðasta sumar. Mikið var þrasað um það hvort að forsetinn hefði í raun eitthvert vald eða ekki. Okkur er kennt í lagadeildinni að forsetinn hafi í raun ekkert vald því að hann lætur ráðherrana fara með vald sitt; "13. gr. Stjórnarskrárinnar: Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt." Það efast enginn um vald ráðherra en afhverju er þá efast um vald forseta? Menn vildu meina að forsetinn hefði ekkert vald því að hann láti aðra framkvæma valdið. Ókei. Ef ég er forstjóri í mínu eigin stórfyrirtæki þá mun ég sennilega ráða til mín framkvæmdarstjóra sem ég mun láta fara með vald mitt. En hann má ekki gleyma því að hann væri valdlaus ef að ég myndi ekki láta hann framkvæma mitt vald. (Við skulum ekki blanda persónum inní málið því að það vekur upp tilfinningar og þær er bannað að hafa þegar þú ert að spá í lögfræðilegum málum, þess vegna eru lögfræðingar svona leiðinlegir...)

Þetta eru stafkrókapælingar hjá mér og ekki má gleyma því að þetta eru orð kennarans í heftinu á móti grein í Stjórnarskránni. Ekki alveg sambærilegt en þó kennsluefni bæði. Það má kannski spá í það hvað það þýði að "fara með vald" vs. "að framkvæma vald". Er það sami hluturinn? Og svo þegar allt kemur til alls þá er valdið að sjálfsögðu hjá okkur almúganum því að við erum hlutahafar í þessu fyrirtæki sem kallast Ísland og kjósum menn til að reka þetta fyrirtæki á fjögurra til tveggja ára fresti(forseti eða alþingismenn). Ég er orðinn alveg ruglaður á þessu en kannski er bara best að gera það sem kennararnir segja og vilja til að byrja með og ekki rugga bátnum... Maður verður kannski aðeins að stúdera þetta betur til þess að geta talað af fullri sannfæringu. En nóg um það.

Það var matarboð hérna í Engihjallanum í gær. Ingi, Heiðbjört, Sigvarður litli og Atli komu í mat og það heppnaðist mjög vel. Það eina sem vantaði var Laxi, sonur Atla.

Hér er mynd af tvífara Laxa.Lambalæri, brúnaðar kartöflur, endalaust meðlæti, eftirréttur og allur pakkinn...úff ég var alveg búinn eftir þetta og maginn var eitthvað vafasamur í gærkvöldi og nótt. Hérna eru myndir úr Reyðarvatnsréttum til heiðurs öllum lambalærum framtíðarinnar.Ég ætla ekki að minnast á handrukkara eða annan úrgang mannkynsins því að þá gæti ég sagt eitthvað sem hentar ekki öllum að lesa.

Engin ummæli: