fimmtudagur, 18. nóvember 2004

"Halda mætti fram þeirri fullyrðingu að..."


Þetta er fantasían......og hér er raunveruleikinn


Já nú heyrir maður bara "spól-hljóð" daginn út og inn. Ég ætla ekki að agnúast mikið yfir snjónum en ég væri alveg sáttur ef hann héldi sig upp til fjalla. Þetta kostar endalausan pening; snjómokstur, árekstrar og andleg veikindi landans í kjölfarið. Annars vantar mig vetrardekk, ef þú átt 14" nothæfar druslur einhversstaðar þá er ég til í að skoða það mál.

Svona er annars veðrið í Færeyjum ef þið voruð að spá í það:
Veðrið
Eitt lágtrýst, 994 hPa. millum Íslands og Føroya fer skjótt eystureftir og dýpist. Vestan fyri lágtrýstið rekur køld luft móti Føroyum. Lágtrýstið við Lofoten fer spakuliga í landsynning. Hátrýstið yvir Grønlandi fer somuleiðis í landsynning og verður væntandi yvir Føroyum leygardagin.Er voðalega eitthvað andlaus í blogginu núna. Er byrjaður að læra fyrir prófið stóra í desember. Á mjög erfitt með að byrja að læra fyrir próf sem er ekki fyrr en eftir 5 vikur, allan minn lærdómsferil hef ég annaðhvort lítið sem ekkert lært fyrir próf og ef það var lært þá var það yfirleitt síðustu 24 tímana fyrir próf. Það gengur að sjálfsögðu ekki í þessu fagi því að efnið er of-boðs-leg-a mikið sem þarf að fara yfir.

Annars má ég til með að nefna að ég tel mig hafa tekið eftir ákveðnu mynstri í málfari lögfræðinga og nefni ég nokkur dæmi hér því til stuðnings (tekið upp úr bók á hundavaði). Þetta kemur best í ljós við upphaf setninga:
"Hugsanlegt er að lagaákvæði..."
"Rétt getur verið að víkja frá þeirri reglu að..."
"Almennt er viðurkennt að..."
"Það er álitamál hvort telja beri..."
"Óhætt þykir að slá því föstu..."(nærri þvi fullyrðing!)
"Orða má það sem almenna reglu að..."
"Því hefur verið haldið fram að..."
"Orða má það sem almennt sjónarmið..."
"Segja má að..."
Það er einhver svona undirliggjandi tónn í þessu sem er að fullyrða aldrei um neitt. Það er svosem skiljanlegt í ljósi endanlausra undantekninga í lagafrumskóginum. Samt fyndið. Og svo toppar einn virtasti lagaskápur landsins þetta í Fréttablaðinu í gær með því að segja þetta um ímynduð veikindi kennarana: "Ég fæ ekki betur séð en að þetta sé mjög nærri því að vera ólöglegt". Það er gaman að þessu, þetta á eftir að gera mann snarruglaðan allt saman. Þó er ekki gott að fullyrða neitt um það.....

Engin ummæli: