þriðjudagur, 23. nóvember 2004

"Heitasta" málið í dag?!!

Lesist í æsifréttastíl!! Dragið djúpt andann þegar upphrópunarmerki koma-->!!

Bloggsíðan garon.blogspot.com bregst ekki lesendum sínum frekar en fyrri daginn!! “Með puttann á púlsinum”, það eru lýsandi orð yfir síðuna þessa dagana!! Eins og flestir vita þá hefur verið mikill bruni niðri á Klettagörðum í nótt og í dag og hvað gerir fréttaritari garon.blogspot.com annað en að fara á staðinn til að færa lesendum stemninguna beint í æð!! Í myndböndunum sem hér fylgja koma við sögu slökkvilið, lögregla, höfrungur, útvarpsviðtal, ríkisútvarpsbifreið, vegtálmar og fleira!!


Ég veit að svona GIF-myndir eru óþolandi á vefsíðum þannig að ég ákvað að setja eina inn...

Hér er smá nasasjón!!
Sjá hér fyrir neðan myndböndin(íslenskt niðurhal)!! Í Myndbandi 2 fór ég nærri brunastað og tók þar með mikinn séns bæði fyrir heilsu mína og líka fyrir þær sakir að lögreglan var á hverju strái!! Lyktinni er ekki hægt að koma til skila í mynbandinu en hún var rosaleg og minnti helst á lyktina af...eeeehh...brennandi dekkjum!! En ég harkaði þetta af mér enda hef ég nú migið í saltan sjó og þetta var barnaleikur miðað við það. En semsagt, þetta hafðist og ég komst heill heilsu í hús með þessar sláandi myndir. Ótrúlegt þrekvirki en hvað gerir maður ekki fyrir lesendur?!?!

Fyrra myndbandið er ca 8 MB en það seinna er 26 MB þannig að þeir sem eru með slow netsamband ættu bara að sleppa þessu.

Myndband 1

Myndband 2

Athyglisvert er að skoða þessa atburði í ljósi vísunnar sem ég orti hér á blogginu þann 5. nóvember, það er greinilega eitthvað yfirskilvitslegt þar í gangi...Nú getur fólk róað sig niður...og þó!?

Ekki má gleyma að minnast á Draumaleikinn. Hér fyrir neðan má sjá skor helgarinnar.

Ekki þarf að rýna lengi í þetta til að sjá að undirritaður og hans lið, Komaso!, fengu langflest stig, langflest! Eru nú aðeins 90 stigum frá toppsætinu og einungis skitnum 20 stigum frá 2. sætinu. Nú er þetta aðeins spurning hvort að ég nái toppsætinu í næstu umferð eða þarnæstu. Komaso! eru komnir í 81. sæti af 6024 liðum á landsvísu, jájájájájá.

Liðin í 1. og 2. sæti og eigendur þeirra geta unað sáttir við að halda sætum sínum þessa umferð en þeir ætla að vera erfiðir ljáir í þúfu...&%($#((&!!

Athyglisvert er að sjá að Góðbjór Albions guldu afhroð og fengu aðeins 290 stig sem hlýtur að teljast...jahh...skelfilegt þegar litið er á heildarpakkann enda lýsir eigandi liðsins bræði sinni með það í commenti hér neðar (18. nóvember).

Það er ljóst að Winchtestertonfieldville Wallabees, og stjóri þeirra Palli G., eru loks að sýna sitt rétta andlit og eru að hrapa niður töfluna eins og....jahh...eins og eitthvað sem hrapar mjög hratt niður töflur - sama er að segja um Hudz F.C., bara spursmál hvenær þeir verða komnir í Stubbadeildina þarna niðri. Um aðra er ekkert að segja að þessu sinni.

Engin ummæli: