mánudagur, 20. september 2004

Along came Ástþór

Jah góðan og belessaðan mánudaginn hér. Helgin er afstaðin og ný og spennandi tækifæri bíða í þessari viku sem framundan er...eða hvað?

Var alveg marandi slakur á föstudagskvöldið, ég og frúin leigðum okkur myndbandssnældu og horfðum á hana, að vísu sofnaði frúin yfir henni eins og svo oft áður :) Myndin hét, og heitir sjálfsagt enn, Along came Polly. Léleg mynd og yfir heildina leiðinleg, einn og einn punktur en skárra væri það nú ef það væri ekki einn og einn punktur í mynd sem búið er að eyða hundruðum milljóna í.

Á laugardagsmorgninum fór ég með vini mínum í smá verkefni og vorum við að því fram að hádegi, græddi á því að vakna snemma þann morguninn. Las fræðin yfir miðjan daginn og svo kom Siggi Sig í Engihjallann og við fengum okkur nokkra öl.

Sá Forsætisráðherra Góðbjórs í viðtali á Stöð 2 í gær, missti að vísu af byrjuninni en mér sýndist hann vera ansi gáfulegur þar sem hann rýndi í kristalskúlu og spáði til um framtíð hins stafræna heims. Smelltu á þessa málsgrein til að sjá kallinn í action.

Verð aðeins að minnast á Ástþór Magnússon "friðarpostula". Hafið þið ekki lesið það nýjasta frá honum? Hér. (eitthvað gallað þó þegar þetta er skrifað) Alltaf að sannast betur og betur að hann er geðveikur, hann gerir lítið annað en að reyna að vekja á sér athygli en þegar honum er sýnd hún þá brjálast hann. Snargeðveikur hálfviti sem á ekkert gott skilið(mín skoðun). Hvar er til dæmis Porche-inn sem hann var búinn að lofa í happdrættinu fyrir kosningarnar síðustu? Og svo er hér umræða um þetta á Málefnin.com sem hann startaði(sennilega hann en þó er það ekki víst).


Myndgátan í dag, hvaða jólasveinn er þetta?

Engin ummæli: