þriðjudagur, 5. október 2004

Af hundum heitum og afbrigðilegheitum

Það er orðið ansi langt á milli blogginnleggja hjá manni, sennilega er það vegna þess að tíminn er ekki mikill til að standa í þessu, allt á botni í skólanum. Ekki svosem mikið meira um það að segja.

Menn eru farnir að hnýta í mig varðandi Draumaleikinn þar sem ég er búinn að missa af toppsætinu og það allrosalega. Hér er staðan:

Lið í þessum hóp - Stig - Stig í síðustu umferð
Wengers understudy. 2710 450
Winchtestertonfieldville Wallabees 2690 440
Góðbjór Albions 2620 410
F.C Tinni 2570 320
Hudz F.C 2540 350
Scotland FC 2510 360
Komaso! 2500 280
Gúrkan 2350 350
Mendozas fat dogs 2260 210
Ólafsrauður 2210 350
Houllier 2060 250
Butts_BlingBling 2050 320
Sir drink alot 1290 190
Mök í Flösku 650 320
Jón Hanson 340 340
kingpin fc 0 0
Gunni Þóris er í 1. sæti, Palli G. er í 2., Kiddi Nonni er í 3., Höddi er í 5. og ég er fallinn niður í 7. sæti. Öðruvísi mér áður brá, en núna bregður mér svona. Fyrir aðeins tveimur umferðum síðan var ég í toppsætinu og ekkert virtist ætla að stugga við mér en þessir andskotar sitja um mann eins og hrægammar og bíða eftir að maður misstígi sig. Þetta er ekki búið og ég mun sýna mitt rétta andlit í næstu umferð.

Fór á tónleika með Van Morrison á laugardagskvöldið. Pabbi er mikill Van Morrison aðdáandi og bauð hann okkur Dýu með. Við skunduðum í Laugardalinn ásamt fríðu föruneyti. Það er skemmst frá því að segja að tónleikarnir voru mjög góðir og eðaltónlistarmaður þarna á ferðinni. Svo var farið á skrall á eftir. Marmelaðiumræðan kom við sögu í upphitun fyrir tónleikana og spannst hún út í pylsuumræðu, þ.e. hvað fólk notar á pylsuna sína. Fólk talaði fjálglega um sósur og annað sem það vill nota á bjúgað sitt og kom þar margt athyglisvert fram. Frændi minn hélt því fram að hann notaði eingöngu steiktan lauk á pylsuna en hann hlýtur að hafa mismælt sig eitthvað því að það er aðeins ein formúla til;
brauð,
tómatsósa,
steiktur laukur,
smá remúlaði,
pylsa
og vel af sinnepi ofan á. ATH ekkert nema sinnep ofan á pylsuna! Ég heyrði ein rök fyrir því að það ætti ekkert að vera ofan á pylsunni og þau voru tengd nefstærð, það er eina undantekningin sem hægt væri að gera frá meginreglunni sem ég greindi frá áðan.


ps. Það ku vera falleg hross í Þorlákshöfn...

Engin ummæli: