laugardagur, 25. september 2004

Oft veltir lítð marmelaði mörgum commentum

Er kominn hingað á Hellu í rólegheit, var að horfa á Tottenham tapa fyrir ManUre og var það ekki gaman að horfa á. Hefði glatt mig meira að horfa á Liverpool vinna Norwich 3-0 á Anfield þar sem sóknarmenn liðsins skiptu mörkunum bróðurlega á milli sín.

Gríðarlega heitar umræður eru búnar að vera um stóra marmelaðimálið og ekki sér fyrir endann á þeirri heitu deilu. Ég er búinn að fá nafnlaus símtöl þar sem hringjendur hafa ýmist eingöngu andað í símann með hlaupkenndum hætti eða farið með marmelaðisæringar gagnvart mér. Og þegar ég kom út í morgun þá var búið að teikna djöflastjörnuna með marmelaði á bílastæðið.....scary shit!

Jæja haltu áfram að lesa vitleysingurinn þinn.


ps.
Í gærkvöld var Ástþór Magnússon kærður fyrir að skemma ljósmyndavél sem metin er vel á annað hundrað þúsund. Stúlka átti að hafa tekið mynd af honum á Glaumbar og hann tekið af henni vélina og splundrað henni á barborðinu. Í kjölfar þessa var honum hent útaf staðnum og stuttu síðar kom lögreglan með kæru á hann.

Engin ummæli: