föstudagur, 3. desember 2004

G'day sir!

Góðan dag! Er ekki kurteisi að bjóða góðan daginn? Mætti kannski spyrja ákveðinn kennara í Lagadeild að því...

Lítið sem ekkert í gangi annars. Setti lítinn og sætan jólasvein hér í hliðarsvæðið eins og sjá má. Hann lýsir kannski anda jólanna betur en kókakólajólasveinninn. Man annars einhver afhverju jólin eru haldin? Fæddist ekki Jóhannes í Bónus þá...?

Gestabókin er risin upp frá dauðum, situr hún við hægri hönd innleggja almáttugra og mun þaðan koma, að dæma lifendur og dauða. Fann hana útí frosinni mýri og náði að endurlífga hana með því að gefa henni heitt kakó og rauða stafi. Hvet fólk sem ekki hefur skrifað í hana að skilja eftir sporin sín þar, þarf ekki að vera merkilegt til að teljast gilt sem gestabókarskrif.

Er annars farinn austur að gefa rollunum.


ps.
Speki dagsins: "Allt er í eðli sínu einfalt, það er bara einhver búinn að gera það flókið."

Engin ummæli: