miðvikudagur, 13. október 2004

Önnur gáta

Innsæi í eigin mál var lítið og dómgreind léleg, f.o.f. í málum, sem sneru að félagslegum högum hans og mannlegum samskiptum. Kom þetta m.a. vel fram, þegar framtíðaráform voru rædd við hann. Áberandi var nú eins og áður, hve afneitandi X er á eigin vandamál, hve hann réttlætir eigin hegðun ákaft, jafnvel þegar hann sér, að öllum öðrum sé ljóst, að hann hafi gerst brot­legur. Hann forðast í lengstu lög að taka ábyrgð á eigin gerðum og virðist lítið læra af því, sem áður hefur gerst í hans lífi. Og þegar þörf og möguleikar á meðferð eru ræddir, þá á hann erfitt með að fjalla um þau mál út frá vandamálum sínum, heldur lítur hann á þannig umræðu sem tækifæri til að semja um stöðu sína.

Um hvern er verið að tala þarna?


Engin ummæli: