fimmtudagur, 4. nóvember 2004

Rest in peace mbl.is

Fyrst og fremst langar mig að fagna væntanlegri bensínstöð Atlantsolíu, vildi óska þess að hún væri komin nú þegar:Jæja Bush hafði þetta nokkuð örugglega, þetta er það sem Kanarnir vilja og lítið við því að segja. Horfði á Ólaf Sigurðsson fréttamann ásamt gestum á Rúv og hann er gjörsamlega snarómögulegur sjónvarpsmaður að mínu viti. Hann hefði átt að vera tilnefndur til Gullkindarinnar, hefði átt góða möguleika þar.


::::Innskot::::

Yoooo, wazzzup Dj Arafat!!:::Innskoti lokið:::
Svo er þetta með friðargæslumennina okkar í Afganistan. Fáránlegt að heyra stjórnarflokkafólk á Alþingi reyna að halda því fram að þetta séu bara venjulegir menn í borgaralegum störfum þarna úti. Þeir mega vera þarna í herleik fyrir mér en það er alveg ömurlegt að vera að reyna að sveigja sannleikann svona með útúrsnúningum og orðaleikjum. Ég er ekki oft sammála Ögmundi Jónassyni og mér finnst hann eiginlega alltaf vera með tómt kjaftæði og aumingjavæl en hann hitti naglann á höfuðið þegar hann spurði hvort að þessir friðargæsluliðar væru venjulegir borgarar dulbúnir sem hermenn...?

Hvað er með mbl.is þessa dagana? Ég skil þá ekki. Þeir eru komnir með aukna þjónustu fyrir áskrifendur þannig að þeir geta sótt fréttir á mbl.is á pdf-formi. Ok, gott og vel. Þetta er fínt og allt það en það er mjög þreytandi fyrir þá sem eru ekki áskrifendur að þurfa að smella á hvern linkinn á fætur öðrum aðeins til að komast að því að hann er aðeins fyrir áskrifendur, það væri lágmark að merkja þessa linka einhvernveginn svo að maður þurfi ekki að fara "linkafýluferð" alltaf hreint. Annars þarf ég ekkert að vera á mbl.is, get fengið fréttirnar annarsstaðar ef ég vill, t.d. á www.visir.is. Þarna held ég að mbl.is sé að grafa sína eigin gröf hraðar en áður.

Uppfært:
Þetta linkavesen sem var í morgun er ekki svona lengur, búið að laga. Greinilegt að ritstjóri Moggans les þessa síðu....

Engin ummæli: