miðvikudagur, 1. desember 2004

Í tilefni daxinsSamningar náðust 1918 um fullveldi Íslands í konungssambandi við Danmörku. Sambandslagasamningurinn var lögtekinn í báðum löndum og tók gildi 1. desember 1918.

Ísland var nú orðið ríki út af fyrir sig, konungsríkið Ísland, og hafði samningsbundinn rétt til að segja upp sambandinu við Danmörku að 25 árum liðnum.

Fullveldið 1918 var stærsta formlega skrefið til sjálfstæðis landsins. Því var fylgt eftir 1944 með því að slíta sambandinu við Danmörku og stofna sjálfstætt lýðveldi. Það var gert á Þingvöllum á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar 17. júní.

Hundrað árum áður bjuggu Íslendingar við einveldi erlends konungs. Nú nutu þeir óskoraðs sjálfstæðis í eigin þjóðríki.

Engin ummæli: