föstudagur, 29. október 2004

Jah! Hver þremillinn!

Veit ekki hvort að allir sem þekkja mig viti að ég er útskrifaður Forritunar- og kerfisfræðingur frá hinum virta skóla NTV. Stundaði námið á kvöldin og um helgar á Selfossi með vinnu í kringum árið 2000. Ég náði öllum prófum en fannst þetta hundleiðinlegt, ekki kannski frá A-Ö en kannski frá F eða eitthvað svoleiðis, ástæðan fyrir því að ég hætti ekki þegar ég fékk ógeð var að það var rukkað fyrir allt námið áður en maður byrjaði. Þannig að það var þrjóskan sem kom mér í gegnum þetta. Kennararnir voru misjafnir en aðallega voru þeir tveir sem kenndu stærstan hluta námsins. Annar var, síðast þegar ég vissi, "óstaðsettur í hús". En menn muna kannski hvað þessi frasi þýðir sem sáu heimildamyndina um Lalla Johns. Það var nokkrum sinnum vínlykt af honum í tímum og þá er ég ekki að tala um Lalla. Þessi kennari var að mínu mati hálfviti og ég var ekki einn um það álit í bekknum. Ég vil ekki vera með nafnabirtingar en ég myndi ekki neita því ef einhver myndi giska á að hann héti Trausti.

Hinn er staddur á öðrum stað, sjá forsíðu DV...Þessi síðarnefndi var ágætur svosem en hann er greinilega búinn að villast af hinni grýttu braut réttvísinnar. Ég ætla ekki að vorkenna honum, hann tók áhættu og verður að taka afleiðingum, góðum eða slæmum. Var búinn að sjá nafnið hans á www.dopsalar.tk að vísu fyrir nokkru.

Var ég svona erfiður nemandi eða er þetta tilviljun? Ja...maður spyr sig.

Engin ummæli: