þriðjudagur, 28. september 2004

Verkfæri djöfulsins

Fyrirvaralaust bilar bíll og þá eru allar fjárhagsáætlanir, þær litlu hægt var að gera, foknar út um gluggann. Djöfulsins bílar! Eða öllu heldur djöfulsins land sem maður býr á að geta ekki verið bíllaus. Hvernig geta dauðir hlutir étið svona mikið af peningum? Var ég búinn að segja djöfullinn? Djöfulsins andskotans djöfull.

Það er eins og lífið geti aldrei gengið nokkuð vandamálalaust fyrir sig í einhvern smá tíma, ef A er í lagi þá klikkar B, heitir þetta ekki Murphy's Law? Það er örugglega til fullt af öðrum kenningum um þetta og þær eru allar sannar, það er margsannað. Svo segir einhver hálfviti; "það sem ekki drepur mann, styrkir mann". Go fuck yourself!

Svooona svona, alveg slakur.


Annars skilst mér að námið sé að fara í einhverskonar fluggír. Svokölluð Almenn lögfræði að byrja í dag, kúrs sem laganemar skjálfa víst við að heyra minnst á. Sjáum til.

Gerði víst í buxurnar í Draumaleiknum um helgina en það er sem vatn undir brúnna þessa dagana. Verð að athuga það mál seinna, sennilega mistök í stigatalningu síðustjóra... :)

Skemmdarverk framin á Hellu

Skemmdarverk voru framin á ýmsum mannvirkjum á Hellu aðfaranótt sunnudags og einnig var brotist inn í hópferðabíl og m.a. stolið talstöð og farsíma. Lögreglan á Hvolsvelli segir ekki ólíklegt að þessi mál tengist.

Lögreglan segir, að einhverjir hafi gert það að leik að brjóta og skemma ljósastaura framan við KB banka á Hellu. Brotnar voru ljósaperur og kúplar. Þá var símaklefi við Þrúðvang skemmdur og úr honum slitið símtólið. Einnig voru unnin skemmdarverk á umferðarmerkjum við Þrúðvanginn auk þess sem niðurfallsristar höfðu verið rifnar upp úr götunni.

Bíllinn, sem brotist var inn í, stóð við Dynskála. Úr henni voru fjarlægð VHF-talstöð og NMT-farsími auk höfuðsetts, sem ökumaður hópbifreiðarinnar notar þegar rætt er við farþega í bílnum.

Lögreglan biður þá sem eitthvað vita um þessi skemmdarverk eða vita hvar búnaður hópbifreiðarinnar er niðurkominn að hafa samband í síma 488 4111.


Þetta las ég á MBL.is áðan. Kallið mig fordómafullan durt en var Götusmiðjan ekki að planta sér í nágrenni Hellu fyrir ekki svo löngu síðan? Greyin litlu eiga svo bágt... Ætli þau séu ekki löngu búin að finna 14. grein Almennra hegningarlaga:
14. gr. Eigi skal manni refsað fyrir verknað, er hann hefur framið áður en hann varð 15 ára gamall.
Fegnastur væri ég ef ég hefði rangt fyrir mér.

Engin ummæli: