miðvikudagur, 24. nóvember 2004

Réttu mér vatnskönnuna

Lítið að gerast hjá mér annað en það að ég er þyrstur, alveg moldþyrstur. Eldaði saltkjöt í matinn og baunasúpan mín var alveg gjörsamlega briiimsölt! En hún var góð engu að síður eins og kjötið og allt. Þeir sem ekki vita hvað saltkjöt er þá er það kjöt sem kemur af Saltdýrinu sem lifir villt í Himalayafjöllum í Suður-Asíu milli Kína og Indlands, nánar tiltekið í Nepal. Þá hafið þið það.

Sigvarður stubbur kom í létta pössun í dag, alltaf gaman að fá hann í heimsókn.

Tvær jólaseríur komnar útí glugga, einhver mesta jólaskreyting sem ég hef komið nálægt um ævina, hananú! Hef ekki verið duglegur við þetta í fortíðinni, það verð ég að viðurkenna. Hef yfirleitt verið neyddur til þess. Núna er ég sætta mig við þessar skreytingar loksins og finnst þær hlúa að sálartetrinu í bleksvörtu skammdeginu.

Svo tókum við skötuhjúin göngutúr hér um þveran og endilangan Kópavoginn í kvöld, það var bara hressandi, jájá hressandi bara. Tók með mér vatnsdunk í ferðina, annars hefði ég sennilega farið að sleikja malbikið.


Liverpool-liðið get ég ekki talað um, svo miklar eru hörmungarnar...

Hvað er annars málið með þessar kokteilpylsur hér?


Engin ummæli: