þriðjudagur, 31. ágúst 2004

Lífið...

Fer í skólann í fyrramálið, valhoppandi með skólatöskuna í annarri og rautt epli í hinni. Finnst eins og ég sé hálfstressaður en það er örugglega einhver vitleysa í mér. Kannski renn ég á bananahýði þegar ég labba inn í salinn og rotast og þetta verður það fyrsta sem ég sé þegar ég opna augun aftur...

Nei enga svartsýni hér og hræðslu! Ég er bestur þangað til að einhver sannar annað! Upp með sjálfstraustið!


"Ég augum lít fólkið, ályktun dreg, 
bara einmanna mannverur rétt eins og ég."

Engin ummæli: