föstudagur, 13. ágúst 2004

Töðugjöld 2004

Hér fyrir neðan er dagskrá Töðugjalda um helgina. Er ekki búinn að skoða hana mikið en sá þegar ég renndi yfir þetta að hljómsveitirnar Æla og Hölt hóra eru að spila á föstudagskvöldið, held að ég sleppi því að kíkja á það. Svo er Beljubingó(?!) á laugardeginum, mig langar að sjá það. Atli Snær verður ánægður að sjá goðið sitt, Gísla Einarsson, fara á kostum í kvöld, föstudagskvöld, með átthagaorgíu einhverja. Góða helgi mannfólk.
Fimmtudagur 12. ágúst
Kl. 20:00
Tónleikar í Hellum á Landi.
Tvöfaldur kvartett úr Öðlingum syngja fjölbreytt sönglög undir stjórn Halldórs Óskarssonar. Einsöngur; Gísli Stefánsson.
Aðgangseyrir kr. 500,- pr mann.

Föstudagur 13. ágúst
Í samstarfi við Töðugjöld veður víkingahátíð, á Sögusetrinu á Hvolsvelli.
Kl.18:00 við Sögusetrið
Víkingamarkaður, matur, handverk, sverð og skildir, spákona, hestaleiga og Njáluferðir
Kl. 18:00 – 20:00) Ormsvellir
Víkingagarður fyrir börnin, flatkökubakstur yfir opnum eldi, kappleikar, reiptog, grjótkast, leiga á sverðum, skjöldum og búningum á börnin..
,,Leggir og skeljar” samkeppni í búgarðagerð, heygaltar til að ærslast í, víkingar verða með börnunum.
Kl. 20:00
Forsvarsmenn sveitarfélaga í Rangárþingi keppa í landnámi og það á algjörum jafnréttisgrundvelli.
Sögualdarskálinn
Léttar veitingar, viðeigandi drykkir, söngur og sannkölluð fornmanna-stemning. Bjarni Harðarson, ritstjóri Sunnlenska og Rangæingur og Gísli Einarsson, ritstj. Skessuhorns og sjónvarps-fréttamaður ,,fara á kostum” í átthaga-ánægju sinni .
Njálsbrenna

Kl. 20:00-00:00 Gaddstaðaflatir
Í samstarfi við Töðugjöld hafa þrír ungir menn, Sigurjón, Hrafnkell og Arnór skipulagt tónleikum sem þeir hafa kosið að gefa nafnið Anti Hnakk Fest.

Kl. 20:00 og til miðnættis:
Hljómsveitirnar sem spila á Anti Hnakk Fest eru Hölt Hóra, Æla, Lokbrá, Shoot 2 kill, Hr. Möller hr. Möller, Gavrilo Princip, Út-exit, 4stórir, Pind, Mania, og fleiri.
Anti Hnakk Fest mun verða á föstudaginn og á laugardaginn.
Gjald á tónleikana kr. 1.000,-

Hljómsveitin Ernir leika fyrir dansi í tjaldi en Bandamenn á Gaddstaðaflötum á miðnætti.
Aðgangseyrir á þessa dansleiki kr. 1.500,-

Laugardagur 14.ágúst
Kl. 10:00-17:00 Rangæingabúð á Gaddstaðaflötum
Sölumarkaður
Kl. 12:30.
Íþróttin Boccia kynnt af Íþróttafélag Fatlaðra, Suðri á Selfossi og fólki leyft að spreyta sig
Kl. 14:00.
Rangæingabúð vígð
Hestasýning
Kassabílarallí
Andlitsmálun fyrir börn
Söngvakeppni barna yngri en 12 ára
Gömul handbrögð sýnd
Góðakstur traktora
Stóðhestur að störfum
Beljubingó
Jóki trúður á línuskautum
Leitin að saumnál í heystakki
Stultuhlaup
Keppni og kynning á fjarstýrðum bílum (RC).
Leiktæki fyrir börn og hestaleiga á svæðinu.

Kl. 14:00 - 17:00, Bumbuboltamót 18+ Helluvelli
Boðað er til knattspyrnumóts 18 ára og eldri. Leikið verður í 1-2 riðlum eftir fjölda þátttakanda í sjö manna liðum. Leikið 2 x 12 mín. Veglegur bikar til eignar verður í verðlaun. Þáttökugjald 7.000,-á lið. Skráning í síma 893 0233 / 893 4721 eða á netfang kfrang@kfrang.is, fyrir kl. 18:00 á föstudag.

Kl 17:00. Æskulýðsmessa Rangæingabúð
Sr. Halldóra J. Þorvaldsdóttir messar.
Tónlist í höndum hjónanna Auðar Halldórsdóttur og Jens Sigurðssonar

Kl. 18:00-19:30 Barnaball í Rangæingabúð. Frítt inn.

Kl. 18:00
Matreiðslumeistarinn Anton Viggósson með grillveislu,-býður uppá lambalæri og meðlæti.
Verð kr 1.500,- pr.mann

Kl. 20:30. Gaddstaðaflötum
Kvöldvaka:
Hreimur frumflytur Töðugjaldalagið 2004 ásamt hljómsveitinni Ernir.
Rangæskir hagyrðingar
Fimmundasöngur
Kaffibrúsakarlarnir.
Vinningslagið úr söngvakeppni barna frá því fyrr um daginn.
Bubbi eftirherma
Afhending Hornsteina og Heimshorns en þetta er samstarfsverkefni Töðugjalda og Sunnlenska fréttablaðsins
Afhending verðlauna
Jóki trúður á línuskautum.
Brekkusöngur.
Frændurnir Ísólfur Gylfi Pálmason og Árni Johnsen.
Varðeldur.
Flugeldasýning

Kynnir á kvöldvöku verður Felix Bergsson

Eins og hinir leika í tjaldi en Bandamenn í húsi.
Aðgangseyrir að dansleikjum kr. 1.500,-

Sunnudagur 15.08
Kl. 11:00
Töðugjaldaguðsþjónustan í Oddakirkju.
Prestur sr. Sigurður Jónsson
Kirkjukórar Odda og Þykkvabæjarsókna syngja. Undirleikari er Nína María Morávek.

Keppni RC bíla á nýrri braut við Gaddstaðaflatir.
(tímasetning auglýst síðar)

Kl. 13:30-17:00
Eftirtalin fyrirtæki og bóndabæir bjóða gestum í heimsókn:
Þorvaldseyri
Voðmúlastaðir
Landgræðsla Ríkisins
Sögusetrið
Kl. 21:00
Töðugjaldaguðsþjónusta í Þykkvabæjarkirkju
Prestur sr. Sigurður Jónsson
Kirkjukórar Odda og Þykkvabæjarsókna syngja. Undirleikari er Nína María Morávek.
Nánar á www.atvinnuferda.is

Gjald á tjaldsvæði kr. 500 pr mann.

Engin ummæli: